Miðvikudagur, 28. september 2011
Barroso: meiri miðstýring ESB til að bjarga evrunni
Í ræðu forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í morgun segir að aukin miðstýring á fjárlögum ríkja sambandsins sé nauðsynleg til að bjarga evru-samstarfinu. Ríki sem skuldsetja sig of mikið verða í framtíðinn sektuð og fjárlög ríkja fara til Brussel til samþykktar áður en þau taka gildi.
Í frétt Financial Times, sem er snöggtum faglegri en frétt mbl.is, kemur fram að þetta sé aðeins byrjunin. Til að treysta stoðir evrunnar verði að stíga afgerandi skref í átt að samþættingu efnahagskerfa þeirra þjóðríkja sem mynda Evrópusambandið.
Tillögur Barroso munu styggja Breta og Svía sem standa utan evru-samstarfsins. Fyrir Íslendinga er ræða Barroso enn ein staðfestingin á því að við eigum ekkert erindi inn í Evrópusambandið.
Skrifum undir hjá skynsemi.is
ESB vill skatt á fjármagnsflutninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og E-sambandssinnar munu enn blákaldir þræta fyrir fullveldistapið.
Elle_, 28.9.2011 kl. 11:49
Allar "bölspár" inngönguefasemdarmanna rætas jafnt og örugglega.
Hvernig skyldi nú ítrekað uppljóstruðum marklausum og lygamörðum ESB - einangrunarsinna líða þessi misserin hafa gert reglulega í ESB brókina á vettvangi sem þessum... ???
Getur manni verið annað en skemmt ...???
.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 13:08
Kannski - - - þó ljótt sé að segja það. En mbl fréttamenn hefðu nú getað skýrt fréttina miklu nánar og fóru heldur illa ofan í málið. Fréttir þeirra eru alltof oft alltof ónákvæmar/stuttar. Vilja þeir ekki vera þekktir sem vandaður fréttamiðill?
Elle_, 28.9.2011 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.