Miðvikudagur, 28. september 2011
Hlátur, grátur og Grikkir
Hækkanir á hlutabréfamörkuðum kættu marga í gær. Undir lok viðskiptadags í Bandaríkjunum bárust fréttir af Grikkjum sem hélt aftur af kátínu markaðarins. Frétt í Financial Times sagði að björgun Grikklands kostaði ekki lengur 109 milljarða evra, eins og áætlað var í sumar, heldur 172 milljarða og færi hækkandi. Sumum fannst þetta fyndið.
Eftir nokkrar mínútur opna hlutabréfamarkaðir í Evrópu og líkegt er að mönnum verði meira grátur en hlátur í huga. Þýski fjármálaráðherrann segir ekki koma til greina að stækka björgunarsjóðinn með lántökum og ýmis evru-ríki sem lána í sjóðinn vilja að fjárfestar taki á sig auknar afskriftir vegna Grikkja.
Grikkir, aftur á móti, geta hótað á móti að fái þeir ekki næstu greiðslu úr björgunarsjóðnum muni þeir lýsa yfir gjaldþroti. Þar með riðar allt evruland til falls.
Ótrúlegur dagur að baki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Orðræðan er kolröng. Björgun Grikklands er ekki intakið, heldur björgun bankanna sem lánuðu grikkjum.
Á meðan orðræðan heldur áfram með "björgun Grikklands". sem frasa, er stutt við bjögun og skipulagða stjórnun á almenningsáliti.
Ég hvet eindregið til þess að við þurrkum móðuna af gleraugunum.
Haraldur Baldursson, 28.9.2011 kl. 08:06
Hárrétt hjá þér Haraldur; spillt stjórnmálaelíta á fullu gasi að fóðra hrægammana. Þurrkum gasið af gleraugunum:
Alveg nákvæmlega sama skjaldborgar-aðferð og Jóhanna og Steingrímur hafa beitt.
Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.