Sunnudagur, 25. september 2011
Þýskur húmor, frönsk stjórnsýsla og bandarísk greining
Alþjóðelítan hittist um helgina í Washington á vettvangi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í samantekt Financial Times er brandari frá Þjóðverjunum Stark og Weber sem spurðu hvort væri betra að vera ekki með áætlun vegna skuldakreppunnar, eins og Bandaríkjamenn, eða með áætlun sem skorti tilrú markaðarins, samanber Evrópusambandið.
Franski aðalbankastjóri Seðlabanka Evrópu, Jean Claude Trichet, sagði lýðræðislega kjörin stjórnvöld ófær um að taka erfiðar ákvarðanir nema undir verulegum þrýstingi.
Lawerence Summers, bandarískur topp-hagfræðingur með stórnsýslusreynslu, útskýrði stöðuna með þessu orðum
It is the central irony of the financial crisis caused by too much confidence, borrowing and lending and spending that it cannot be resolved without more confidence, more borrowing and lending and more spending.
Vandinn er sá að tiltrú fæst ekki keypt og tilraunir til að búa hana til með peningaprentun eru komnar á leiðarenda.
Alþjóðelítan er ráðþrota. Skemmtilegir tímar sem við lifum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.