Laugardagur, 24. september 2011
ESB-Steini gefst upp á umsókninni
Þorsteinn Pálsson, trúnaðarmaður Össurar Skarphéðinssonar í samninganefnd Íslands við Evrópusambandið, segir umsókn Íslands um aðild strand. Í blaðagrein í Fréttablaðinu segir Þorsteinn að ósamstæð ríkisstjórn getur ekki komið Íslandi áfram í gegnum aðlögunarferlið.
Þorsteinn tekur undir sjónarmið fyrrum utanríkisráðherra og formanns Samfylkingar, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, að án breiðrar samstöðu í þjóðfélaginu er tómt mál að tala um aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Þorsteinn vonast til að aðildarsinnar á Íslandi nái vopnum sínum í nýjum flokki og nefnir í því samhengi Guðmund Steingrímsson og Besta flokkinn. Stutt í húmorinn hjá Steina Páls.
Athugasemdir
Þetta er því miður rétt hjá Þorsteini.
Samfylkingin gerði meiriháttar mistök með þessu fáránlega samkomulagi við VG um Esb umsóknina í upphafi stjórnarsamstarfsins.
VG gera allt sem þeir geta til að spilla málinu.
Auðvitað.
Hrikaleg pólitísk mistök sem eiga eftir að verða dýrkeypt.
Össur og hinir vitleysingarnir eru búnir að klúðra þessu.
Karl (IP-tala skráð) 24.9.2011 kl. 10:57
Nái hvaða vopnum? Hafði Jóhanna og co. nokkuð vald til að sækja um þarna? Vorum við spurð hvað við vildum?? Við vildum kannski halda okkar fullveldi, já eða sækja um að vera ríki í Bandaríkjunum eða Rússlandi.
Elle_, 24.9.2011 kl. 11:01
VG spillir ekki málinu og það er engu að klúðra. VG hafði líka aldrei neina stefnu þangað inn.
Elle_, 24.9.2011 kl. 11:05
ESB Þorsteinn skrifar.:
Er ekki óþarfi að þakka Vinstri grænum það sem Jón Bjarnason einn hefur áorkað..???
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.9.2011 kl. 11:18
Látum ekki plata okkur með næsta loforði að setja umsóknina á frest. Við viljum draga hana til baka án skilyrða. Frestur þíðir að það sé hægt að byrja aftur seinna á sama reit og áður
Valdimar Samúelsson, 24.9.2011 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.