Jón Ásgeir vill bætur fyrir prentvillu

Stærsti fjölmiðlaeigandi landsins, Jón Ásgeir Jóhannesson, sem einu sinni var kenndur við Baug, hefur stefnt Birni Bjarnasyni fyrir prentvillu. Björn sagði í bók að Jón Ásgeir hefði verið dæmdur fyrir fjárdrátt en rétt er að Baugsstjórinn var dæmdur fyrir meiriháttar bókhaldsbrot.

Björn sá villuna á undan Jóni Ásgeiri, vakti athygli á henni og leiðrétti opinberlega. Engu að síður vill Jón Ásgeir dóm yfir Birni.

Fáist dómur út á prentvillu er ekki lengur hægt að gefa út fréttamiðla hér á landi. Kannski eru refirnir til þess skornir; þá yrði Fréttablaðið eitt um hituna.


mbl.is Birni afhent stefnan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

  Broskallinn er fundinn!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 21.9.2011 kl. 15:24

2 identicon

Jón Ásgeir stendur sig vel í að fá þjóðina á móti sér, fyrir utan flokkinn sem heldur utanum stóra ESB drauminn hans, Samfylkinguna eða Baugsfylkinguna og Samspillinguna sem hún er oftar nefnd.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband