Miðvikudagur, 24. ágúst 2011
Sænskir kratar hafna evru
Jafnaðarmenn í Svíþjóð börðust fyrir upptöku evru en þjóðin hafnaði því að fórna sænsku krónunni árið 2003. Síðan hefur annað slagið komið upp í umræðunni að greiða atkvæði á ný um evru. Ekki lengur. Talsmaður sænskra jafnaðarmanna í efnahagsmálum útilokar að Svíar sæki um evru-aðild næstu áratugina.
Evruland 17 ríkja stendur í ljósum logum í Mið-Evrópu. Þau Evrópusambandsríki sem ekki eru í evru-samstarfi prísa sig sæl.
Össur utanríkis nagar aftur þröskuldinn í Brussel og biður um hraðferð inn í brennandi evruhús. Dómgreind jafnaðarmanna er misskipt eftir þjóðum, það sannar Samfylkingin á Íslandi.
Sænskir jafnaðarmenn vilja ekki evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.