Föstudagur, 19. ágúst 2011
Greindarskert Samtök iðnaðarins
Hjá Samtökum iðnaðarins starfar greindarskert fólk, sé eitthvað að marka þessa setningu af heimasíðu samtakanna
Samtök iðnaðarins telja engar líkur til að samningur, þar sem veigamiklum hagsmunum verður fórnað, verði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Af þessum sökum er mikilvægt að ljúka ferlinu með það að markmiði að tryggja hagsmuni þjóðarinnar með sem hagstæðustum samningum til langs tíma.
Samtök iðnaðarins virðast ekki skilja að umsókn Íslands er um aðild að Evrópusambandinu en ekki um aðild að samningi um Evrópusambandið. Aðild að Evrópusambandinu felur í sér margvíslegt fullveldisafsal sem þarf að taka afstöðu til. Ef það er afstaða Samtaka iðnaðarins að fullveldisafsal sé nauðsynlegt til að ná fram einhverjum þeim hagsmunum sem samtökin bera fyrir brjósti eiga samtökin að segja það.
Það er heigulsháttur af Samtökum iðnaðarins að skýla sér á bakvið hugsanlega þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef Samtök iðnaðarins eru fylgjandi aðild að Evrópusambandinu eiga þau að útskýra hvers vegna.
Er það til of mikils mælst?
![]() |
Vilja halda viðræðum áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samtök iðnaðarins með margfalda mínus-heimssýn? Ekki lofar slík heims-þröngsýni góðu, í samskiptum við þjóðir heimsins.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.8.2011 kl. 01:50
Það er ekki heiglum hent að skilja hvað þau vilja. Vonandi ljúkast upp augu þessa fólks.Ísland hefur akkurat engan hag af að spyrða sig við þetta ofurríki,og gjalda með fullveldi sínu.
Helga Kristjánsdóttir, 19.8.2011 kl. 01:55
Sammála, hvaða kosti sjá Samtök Iðnaðarins við aðild, við ættum að geta látið Alþingi koma á öllum þeim breytingum.
Hjalti Sigurðarson, 19.8.2011 kl. 03:44
Það er orðið fulljóst að það er ekki hægt að "sjá hvað er í boði" nema að setja flókið ferli í gang.
Það ferli heitir aðildarumsókn, og felur í sér mikið af breytingum sem eru varanlegar, og kosta milljónir ef fara á svo til baka.
Þótt 80 % af þeim sem kjósa svo munu segja NEI þá verðum við svikin af Samfylkinguni og VG.
Það verður svo erfitt og dýrt að segja nei.
Þá verður bylting á Íslandi.
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 07:04
Ég held að greinarskorturinn hafi m.a. birt í þeirri ákvörðun að ráða Orra Hauksson sem framkvæmdastjóra.
GPR (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.