Issing: pólitísk evra er dauðadæmd

Otmar Issing er þýskur hagfræðingur og einn af höfundum regluverksins um evruna og Seðlabanka Evrópu. Í aðsendri grein í Financial Times í dag segir Issing að tilraunir valdamanna í Brussel til að búa til pólitískt sambandsríki til að verja evruna séu dauðadæmdar.

Issing segir að Seðlabanki Evrópu megi ekki brjóta grunnregluna sem hann starfar eftir, sem er verðstöðugleiki. Tilraunir til að nota bankann til að ,,bjarga" evrunni grafa undan lögmæti bankans. Forsendur gjaldmiðlasamstarfsins eru eftirfarandi, segir Issing.

A monetary union with a stable euro can only survive if central bank independence is fully respected. This implies that the European Central Bank abstains from fiscal policy actions. Yet to change the “no bail-out” clause ever more in the direction of a bail-out regime is not a step towards a democratically-legitimised political union. It is a move on a slippery road to a regime of fiscal indiscipline drowning hitherto solid countries in the morass of over-indebtedness.

Issing talar þvert á yfirlýsingar Stór-Evrópusinna eins og Joschka Fischer sem telja nauðsynlegt að bjarga evrunni með því að búa til fullvalda Stór-Evrópu sem bakhjarl evrunnar.

Rökrétt niðurstaða Issing er að evru-samstarfið verði blásið af. Rökrétt niðurstaða af málflutningi Fischer er að stofnað verði til Stór-Evrópu.

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verður æ sérkennilegri utanríkispólitík, svo ekki sé meira sagt. 

 


mbl.is Hvetur stjórnvöld til dáða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband