Lánstraust Þýskalands fellur

Kreppa evru-ríkjanna dregur úr tiltrúnni greiðslugetu Þýskalands. Bretland nýtur meira lánstraust en Þýskaland, miðað við skuldatryggingaálag. Jeremy Warner á Telegraph segir tímamótin söguleg þar sem Þýskaland ber ekki lengur ægishjálm yfir önnur ríki fyrir fjármálastyrk.

Óreiðuríkin í Suður-Evrópu draga þýska efnahagsveldið niður í sameiginlega skuldafjötra Evrulands.

Þýsk stjórnvöld hafa ekki borið það undir þarlendan almenning hvort rétt sé að borga skuldir Spánar, Ítalíu, Portúgals og Grikklands með þýsku skattfé.

Í næstu kosningum mun þýska þjóðin segja álit sitt á skuldayfirtökunni. Það verður stutt og laggott.

Nein.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða flokk eiga þá Þjóðverjar að kjósa?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 17:44

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þú orðar þetta ágætlega Páll:"Óreiðuríkin í Suður-Evrópu". Það er nefnilega engin nýjung að þessi ríki eru óreiðuríki - hafa verið það um langan aldur - og skiptir engu hvort er á sviði efnahagsmála eða stjórnmála.

Það kemur æ betur í ljós. Brussel vildi ekki gera sér grein fyrir landlægri spillingu í þessum ríkjum og taldi sig vera að bjarga þeim undan herforingjastjórnum og "hægri öfgamönnum" með því að bjóða þeim í klúbbinn.

Gústaf Níelsson, 9.8.2011 kl. 21:36

3 identicon

Það er nú verið að taka á þessu, Gústaf.  Nú verða fleiri ákvarðanir teknar sameiginlega í Brussel.  Það boðar aðeins gott.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 22:13

4 Smámynd: Gústaf Níelsson

Já, sælir eru einfaldir Stefán minn, svo ekki sé nú meira sagt.

Gústaf Níelsson, 10.8.2011 kl. 17:56

5 identicon

Gústaf:  Hvernig er það að vera einfaldur, eða áttirðu við mig og hefur engin rök og grípur til þess að kalla menn einfalda?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 22:45

6 Smámynd: Gústaf Níelsson

Stefán, þú hefur svarað spurningunni sjálfur - óaðfinnanlega.

Gústaf Níelsson, 10.8.2011 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband