Sunnudagur, 31. júlí 2011
Smákóngaveldi er forsenda fjölræðis
Útrásin var fákeppni og einokun fárra stórra í viðskiptum og fjármálalífi og hrunið var bein afleiðing. Smákóngaveldi með tilheyrandi dreifingu valda og auðs er rökréttur lærdómur af útrás og hruni.
Ríkisstjórnin ætti að setja í forgang að vinna að fjölræði í viðskipta- og fjármálalífinu. Við eru hér að tala um næstu ríkisstjórn, ekki þá huglausu og duglausu sem nú situr.
Fjölræði verður hornsteinn nýja Íslands. Til þess þurfum við smákóngaveldi um allar trissur.
Athugasemdir
Til þess þurfum við smákóngaveldi um allar trissur.
Í gamla daga var það kallað goðorð. Goðarnir voru þeirra tíma klíkuleiðtogar, sem höfðu líf áhangenda sinna í hendi sér.
Guðmundur Ásgeirsson, 31.7.2011 kl. 14:48
Er nú svo komið að leita þurfi ráða hjá alsherjargoða?
Ragnhildur Kolka, 31.7.2011 kl. 16:01
Pant vera "kóngur" í einn dag!
Er ekki sammála þessari skilgreiningu, miðað við höfðatölu, þá voru þessir "fáu stóru" óttarlegir smákóngar .
Jenný Stefanía Jensdóttir, 31.7.2011 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.