Sunnudagur, 31. júlí 2011
Næstu ríkisstjórnarkostir - Framsókn í lykilstöðu
Löngu valdaskeiði Sjálfstæðisflokksins lauk veturinn 2009 með svikum Samfylkingar sem bast bandalagi við Vinstrihreyfinguna grænt framboð. Valdataka vinstrimanna var hugsuð til frambúðar en mun aldrei vara lengur en út kjörtímabilið - sennilega skemur.
Útilokaðasta niðurstaða næstu kosninga er að vinstriflokkarnir munu halda meirihluta sínum. Líkur eru að Samfylkingin fái 20 - 25 prósent fylgi og Vg 15 - 20 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn verður með núverandi forystu á bilinu 25 til 30 prósent fylgi en gæti verið með 30 til 35 ef Björn Bjarnason og Hanna Birna tækju við flokknum.
Framsóknarflokkurinn verður sigurvegari næstu kosninga. Spurningin er aðeins hversu sigurinn verður stór. Í framhaldi eru tveir möguleikar. Í fyrsta lagi að Framsóknarflokkurinn myndi stjórn með vinstriflokkunum og í öðru lagi með Sjálfstæðisflokknum.
Stjórnmálaþróun næstu vikna og mánaða mun hverfast um Framsóknarflokkinn.
Athugasemdir
Af hverju birtast ekki lengur greinarnar þínar í Umræðunni hér að ofan ! Er einhver ritskoðun í gangi hjá mbl.is sem veldur þessu !
Brynja D (IP-tala skráð) 31.7.2011 kl. 10:03
Hmm, hefði betur átt að vafra aðeins áður en ég setti þetta inn :)
Brynja D (IP-tala skráð) 31.7.2011 kl. 10:07
Hmm, ég sé nú engan mun á kúk eða skít. Hverjir, eða hvernig næsti "meirihluti" verður á alþingi, skiptir þjóðina engu máli. Enda, eins og ég sagði, enginn munur á kúk eða skít.
Dexter Morgan, 31.7.2011 kl. 11:55
Páll nefnir ekki þann möguleika, að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn myndi nýja stjórn. Því miður útilokar Bjarni Benediktsson það ekki. Sjá athugasemd mína við http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1153925/
Sigurður (IP-tala skráð) 31.7.2011 kl. 17:28
Guð forði þjóðinni frá að Baugsfylkingin fái enn eitt tækifæri til að rústleggja þjóðfélaginu.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.7.2011 kl. 19:12
Já, álfar og guðir og vættir forði okkur frá þeim flokki næstu 1000 árin í það minnsta.
Elle_, 31.7.2011 kl. 22:44
Og ég meinti flokk Jóhönnu.
Elle_, 31.7.2011 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.