Stjórnlagaráð er ónýt samfylkingartilraun

Stjórnarskráin er annars vegar málefni alþingis og hins vegar þjóðarinnar. Eftir hrun var reynt að gera stjórnarskránna meðábyrga útrás og annarri vitleysu. Vinstriflokkarnir fóru í fararbroddi fyrir ruglinu. Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. efndi til stjórnlagaþings og kosninga til þess sem Hæstiréttur dæmdi ólögmætar.

Í stað þess að samþykkja niðurstöðu Hæstaréttar bjó Samfylkingin til stjórnlagaráð úr rústum stjórnlagaþings.

Stjórnlagaráð var umboðslaust frá upphafi og án trúverðugleika. Niðurstöður ráðsins eru að engu hafandi.


mbl.is „Stjórnarskrá gerræðisríkis“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverju orði sannara.

Ætli það verði ekki líka reynt að sleppa við að kjósa um þetta.

Það væri vinstristjórninni lýðræðislegu líkast.

jonasgeir (IP-tala skráð) 30.7.2011 kl. 19:45

2 identicon

Sæll.

Já, svo völdust bara þekkt andlit á þetta þing og mest megnis kverúlantar.

Hverjir styðja Sf í dag? Er flokkurinn ekki endanlega búinn að sýna að hann er til einskins nýtur? Hverjir styðja Vg í dag? Flokkurinn getur ekki rétt efnahag þjóðarinnar við.

Helgi (IP-tala skráð) 30.7.2011 kl. 20:41

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Flestum lögum fylgja refsiákvæði svo þeim sé hægt að framfylgja.

Ekkert fælir menn nefninlega frá því að fremja glæp sem er refsilaus.

Stærsti gallinn við gömlu stjórnarskránna var að henni var ekki fylgt.

Stjórnlagaráð virðist ekki hafa gert neina tilraun til að bæta úr þessu.

Nýja stjórnarskrárfrumvarpið er því álíka skeinipappír og sú gamla.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.7.2011 kl. 20:56

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég hef verið frekar hlynntur stjórnlagaráði og reynt að sjá í gegnum fingur mér út af lagatæknilegum aðfinnslum Hæstaréttar, þó mér þyki leitt að sjá svona hroðvirknisleg vinnubrögð við jafnmikilvægt verkefni og kosningu til stjórnlagaþings.

Nú er ég hinsvegar efins og sýnist að framapotarar hafi tekið þarna völdin, sem hafa ekkert æðra markmið en að vera á framfæri ríkisins við gæluverkefni sín.

Skoðið til dæmis 110. og 111. grein frumvarpsins. Ég er viss um að vakin hafi verið athygli á þessu af síðuhöfundi, en vil ítreka þetta.

110. gr. Þjóðréttarsamningar

Ráðherra gerir þjóðréttarsamninga fyrir hönd Íslands. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi, innsævi, landhelgi, efnahagslögsögu eða landgrunni, eða kalla á breytingar á landslögum, eða eru mikilvægir af öðrum ástæðum, nema samþykki Alþingis komi til.

111. gr. Framsal ríkisvalds

Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft.

Verið er að afhenda ráðherra vald, sem áður var á hendi Alþingis. Síðan hafa ESB-sinnar greinilega komið inn ákvæði sem heimilar fullveldisframsal, þvert á fyrri stjórnarskrá.

Allt frumvarpið má lesa með því að smella á þessa línu.

Theódór Norðkvist, 30.7.2011 kl. 21:15

5 identicon

Vesalings athyglissjúklingarnir sem létu hafa sig út í þessa heimsku hafa gjörsamlega rústað trúverðugleika sínum "for good".  Sú sem maður hafði ekki beint mikla trú á er sú eina sem sýndi þá siðferðiskennd sem þarf til starfans og sagði sig frá ruglinu.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.7.2011 kl. 22:44

6 identicon

Stjórnlagaráðið hefur valdið ægilegum vonbrigðum.

Sögulegt tækifæri til breytinga hefur runnið út í sandinn.

Íslandi verður allt að ógæfu.

Karl (IP-tala skráð) 30.7.2011 kl. 23:26

7 identicon

Stjórnarskrá er samkomulag. Þings, þjóðar og þeirra einstaklinga sem vilja tileyra samfélaginu (eða, í öfugri röð, ef svo ber undir).

Kjósum um það.

Badu (IP-tala skráð) 31.7.2011 kl. 00:32

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hver virði eru lög sem er ekki hægt að framfylgja?

Guðmundur Ásgeirsson, 31.7.2011 kl. 02:10

9 identicon

Ekki vil ég nú segja allt slæmt um störf Stjórnlagaráðs.

Þar held ég að hafi að mörgu leyti farið fram merkilegt starf og margt var þar af ágætu fólki sem örugglega lagði sig fram í vinnu sinni.

En ef við tökum líkindadæmi og líkjum Stjórnlagaráðinu við hafskip, M.S. Stjórnlagaráð RE 25 og tillögur Ráðsins eru svo farmur skipsins.

Þá því miður er það svo að innan um annars um margt ágætan farm í lestum skipsins þá hefur því miður einnig verið smyglað líki í lestar skipsins, þ.e. Samfylkingar-líki, með þessum lymskulegu tillögum um "fullveldisframssal".

Slík fásinna og skemmdarverk verður því miður aðeins til þess að eyðileggja allt starf Stjórnlagaráðsins.

Þetta skip M.S. Stjórnlagaráð RE 25 mun því verða eitt af þeim skipum sem aldrei landi ná !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 31.7.2011 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband