Steingrímur J. í einkamálum

Formaður Vinstri grænna og fjármálaráðherra kann því best að meiriháttar málum sé ráðið til lykta í þröngum hópi vina og vandamanna. Þannig fékk Steingrímur J. fornvin sinn Svavar Gestsson til að græja þetta lítilræði sem kallað er Icesave og átti aðeins að skuldsetja sjö kynslóðir Íslendinga.

Einkamálin eru aftur tekin upp í Byr. Þar vélaði kunningjahópur Steingríms J. með söluna á bankanum. Þegar vinstrimenn komast í peninga þykir ekki ástæða að blanda fleirum í málið en nánasta kreðs. Þótt peningarnir séu úr ríkiskassanum er það aukaatriði

Þegar Steingrímur J. er spurður hvað fékkst fyrir Byr veit hann að sölufjárhæðin upplýsir um þóknun vina og vandamanna. Þess vegna er það einkamál.


mbl.is Vilja ekki upplýsa um kaupverðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mannvitsbrekkan Björn Valur Gíslason stekkur til þegar honum er sigað af eiganda sínum í kostulegri færslu á heimasíðu sinni.:

http://bvg.is/blogg/2011/07/staersta-ekki-frett-vikunnar

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 14:03

2 identicon

Hér hefur ekkert breyst.

Þegar þessi skríll var ekki við völd hefði þessi framkoma kallað á mótmæli og fordæmingu.

Nú þegja stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar og VG sérstaklega.

Allar vonir um breytingar eru að verða að engu.

Karl (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband