ESB-aðild þýðir fákeppni og einokun

Verslunin á Íslandi er frjáls og starfar samkvæmt reglum Evrópska efnahagssvæðins. Samt sem áður er fákeppni á neytendamarkaði og hluta til einokun. Eygló Harðardóttir þingmaður Framsóknarflokksins vekur athygli á óheyrilegri álagningu verslunarinnar á raftækjum, fatnaði og bílum.

Samtök verslunar og þjónustu sjá sér leik á borði verði Íslandi aðili að Evrópusambandinu. Þá sé hægt að leggja niður innlenda landbúnaðarframleiðslu og láta verslunina um að flytja inn matvæli handa þjóðinni. Í skjóli fákeppni og einokunar muni verslunin fitna en almenningi verður brauðstritið erfiðara.

Okurverslunin á Íslandi á sér helstan bandamann í Samfylkingunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samfylkingin er sundurlyndisfjandi Íslands og sovét esb ekki af hinu góða fyrir Ísland ekki góð öfl þar á ferð

Örn Ægir (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 16:37

2 identicon

Páll, þú hefðir átt að lesa næstu færslu á undan hjá Eygló. Þar sýnir hún fram á að íslenskar landbúnaðarvörur eru ódýrari en samsvarandi vörur í ESB. Því þurfa íslenskir bændur ekki að hafa neinar áhyggjur og engin hætta á að innlend landbúnaðarframleiðsla verði lögð niður.

Gísli (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 17:58

3 identicon

Sæll.

Eygló er í ágætis aðstöðu til að gera eitthvað í málunum. Hvernig stendur á því að ekki eru til einhver lög sem segja greinilega að ef einhver aðili nær meira en t.d. 25-30 % markaðshlutdeild skuli skipta fyrirtækinu upp? Bretar eru með reglur í þessum dúr og auðvelt ætti að vera að taka þær upp aðlagaðar aðstæðum hér. Ætli einhverjar svona reglur séu til hér núna?

Árum saman sá enginn neitt athugavert við að Baugur væri með um 60% markaðshlutdeild í smásöluverslun. Það er alfarið þingmönnum að kenna og sýnir hve óheppin við erum með þingmenn. Í dag birtist þessi óheppni í ónýtri stjórn og geldri stjórnarandstöðu. Hvað höfum við eiginlega gert til að verðskulda þessa liðléttinga?

Helgi (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 19:32

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Nafni!  Það að hafa ekki sýnt hugrekki og mótmæli. Hvað bíður barna okkar ef við látum þetta yfir okkur ganga?  

Helga Kristjánsdóttir, 13.7.2011 kl. 20:04

5 Smámynd: Elle_

Í alvöru hlusta stjórnvöld oftast of illa á vilja fólksins.  Og þögul mótmæli fjöldans eru líka miklu öflugri en bumbuslátturinn og hávaðinn og öskrin sem hafa verið.  Þannig hafa Bandaríkjamenn mótmælt á götum úti og náð langt.      

Elle_, 13.7.2011 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband