Miðvikudagur, 22. júní 2011
Jón Ólafsson sigrar heiminn og snilli íslenskra bankamanna
Jón Ólafsson sem áður var kenndur við Skífuna er í mikilli sókn þessi misserin og fjölmiðlar hafa ekki undan að segja fréttir af stórsigrum hans með vatnsátöppunarfyrirtækið sitt. Viðskiptablað Morgunblaðsins gleypti flugu Jóns í maí að JP Morgan og Anheuser Bush eigi hlut í félagi Jóns. Í júní er komið að Viðskiptablaðinu sjálfu að endurbirta frétt um að Suður-Afrísk fyrirtækjasamsteypa hafi keypt sig inn í veldi Jóns.
Fyrst er það trúgirni fjölmiðla sem skapar Jóni ímynd að vera um það bil að leggja heiminn að fótum sér. Þar á eftir eru það litlu sætu snillingarnir í íslensku fjármálafyrirtækjum sem ausa peningum í excel-skjöl Jóns og fréttaúrklippur.
Málið endar fyrir dómstólum þegar bankarnir fatta um seinan það sem hvert fimm ára barn veit, að sitt er hvað ímynd og veruleiki.
Athugasemdir
Segir þetta okkur ekki eitthvað um íslenska fjölmiðlun og blaðamennsku?
Mig furðar hversu lítil umræða fer fram um þá hörmulegu fjölmiðlun sem fram fer hér á landi.
Kannski er það vegna þess að sú umræða ætti að öllu jöfnu að fara fram í fjölmiðlum?
Þessari þjóð verður ekki bjargað.
Rósa (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.