Hernaðarbrölt ESB staðfest

Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi opnar nýja heimasíðu til að útskýra hvað sambandið fæst við. Á heimasíðunni segir m.a. þetta

Sambandið stýrir hernaðarlegum, pólitískum og borgaralegum verkefnum sem hafa það að markmiði að skapa og tryggja frið í löndum í Evrópu, Afríku og víðar, t.d. í Afghanistan.

Þetta er í samræmi við það sem segir í Lissabonsáttmálanum að Evrópusambandið ætli sér að byggja upp varnarstefnu en auðvitað felur það í sér hernaðaruppbygginu. Í gær voru hér fjörugar umræður um hernaðarþátt Evrópusambandsins og afneitun íslenskra aðildarsinna á þeim hluta Evrópusambandsins.

Er ekki rétt að aðildarsinnar fari að tengjast veruleikanum nánari böndum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veruleikin er svona ca. 2000 km i burtu fra ja folkinu. Minsta kosti.

Tetta eru augljosar stadreyndir. Furdulegt ad neita tvi.

Ja sinnar vilja senda frændur og børn sin i Evropuherin. Vonandi ad tad verdi ekki margar kistur sendar heim eftir tad..

jonasgeir (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 14:59

2 identicon

Það vill svo til að meirihluti þjóða innan Evrópusambandsins vori meðal þeirra sem kölluðust "staðföstu og vígfúsu þjóða" sem samþykkti innrás bandamanna inn í Írak eins og Ísland gerði. 

Það var að sjálfsögðu gert með samþykkt Evrópusambandsins sjálfs, sem ekkert heyrðist frá.  Þögn er sama og samþykki

Þáttur okkar hefur verið afgreiddur sem hið mesta óhæfuverk af hérlendum krötum og inngöngufíklum sem eru þeir sömu og dásama allt sem frá Evrópusambandinu kemur. 

Reynt var að halda leyndu hvað þjóðir skipuði sér í sveit hinna "staðföstu og vígfúsu þjóða", væntalega að kröfu Evrópusambandsins. 

Sem betur fer tókst það ekki svo að saga Evrópusambandsins var ekki fölsuð eins og venjulega þegar um óþægileg mál eru annarsvegar.

http://www.visir.is/listi-hinna-stadfostu-var-algjort-trunadarmal/article/2010278234974

Á athugasemdarkerfi eftirfarandi færslu Páls má sjá sönnun þess að Evrópusambandið er og hefur alltaf verið að vinna að því að stofna árásar hernaðarveldi í anda þess sem meirihluti þeirra ríkja sem það skipa sýndu glögglega í innrásinni í Írak.:

http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1172681/

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 15:22

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Hvernig hefði nú atburðarásin verið Páll, hefði Evrópusambandinu verið falið að leysa Líbíu-vandann? Ónýta Obama-stjórnin sá sér leik á borði að fela Nato hlutverkið. Og danski flugherinn er uppiskroppa með skotfæri!! Þetta hljómar eins og brandari. Er ekki rétt að Bandaríkjastjórn taki á sig rögg og sendi landher á staðinn, í samvinnu við evrópsku Natoríkin og klári málið - ekki ósvipað því og gert var í Írak og enginn talar lengur um.

Hvernig er ástandið annars í Írak - man það einhver? Er það ekki frekar til bóta?

Gústaf Níelsson, 9.6.2011 kl. 23:23

4 Smámynd: Elle_

´Inngöngufíkill´er gott orð.  Hlýtur að vera fíkn því rökin vantar.

Elle_, 9.6.2011 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband