Samstaða gegn samfylkingarréttlæti

Samsteypustjórnir á Íslandi bera sameiginlega pólitíska ábyrgð á stjórnarráðinu. Forsætisráðherra er verkstjóri sem starfar í umboði tveggja eða fleiri stjórnarflokka. Ríkisstjórn Geir H. Haarde var skipuð tveim flokkum, Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu.

Sterk rök voru fyrir því að ákæra þá fjóra ráðherra sem báru ábyrgð á stjórn efnahagsmála í ríkisstjórn Geirs, þ.e. formennina báða og ráðherra bankamála og fjármála. Í réttarhaldi yfir fjórmenningunum stæði kerfið sjálft fyrir dómi.

Engin rök eru fyrir því að ákæra Geir H. Haarde einan. 

Atkvæðahönnun Samfylkingarinnar á alþingi leiddi til fyrstu sýndarréttarhaldanna á Íslandi.


mbl.is „Geir á sanngirni skilda“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alltaf dálítið gaman að þeim sem vita alltaf betur en náunginn. Velkominn í hópinn.

Floti (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 19:32

2 identicon

Það þarf svo sem ekki miklar gáfur til að vita ætíð betur en venjulegur samfylkingarnáungi.   ...Virðist orðið nokkuð ljóst. 

Meira að segja meirihluti kjósenda sammála því.

jonasgeir (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 20:43

3 identicon

Sæll.

Sú skoðun að rétt hafi verið að ákæra einn eða fleiri ráðherra fyrir vanrækslu í starfi lýsir miklu þekkingarleysi á orsökum þessarar kreppu. Kreppan hefur lagst á fleiri lönd en Ísland og þar snúa menn ekki öllu á hvolf - sennilega vegna þess að umræðan þar er á hærra plani en hér.

Páll, þar sem þitt blogg er mikið lesið verður þú að setja þig almennilega inn í málin. Er bara við brjálaða stjórnmálamenn að sakast? Olli Geir hruninu hérlendis? Leysa réttarhöld yfir nokkrum stjórnmálamönnum vandann og koma í veg fyrir að svona lagað komi upp aftur? Nei!! Vandinn liggur annars staðar. Réttarhöld yfir Steingrími og Jóhönnu vegna Icesave myndu hins vegar gera það þar sem þau höfðu alla þræði þess máls í hendi sér. Geir stjórnaði ekki einkabönkunum, hann er sekur um það eitt að vera slappur ráðherra en undir þá sök er öll núverandi ríkisstjórn seld.

Ég skil ekki hvernig nokkur skynsamur einstaklingur getur stutt þessa ríkisstjórn eftir það sem á undan er gengið og það sem framundan er. Sennilegasta skýringin er afar lin stjórnarandstaða og vinstrisinnaðir fjölmiðlar. Kjósendur verða samt að sjá í gegnum það sem er matreitt ofan í þá en sýnir sagan okkur það svart á hvítu að efnahagsmeðul vinstri flokka virka ekki enda stórt ríkisbákn ekki lausn á einu eða neinu heldur vandamál sem heimurinn, og líka USA, finna fyrir núna af miklum krafti.

Helgi (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 21:11

4 identicon

Góðar ábendingar frá HELGA.

Geir var auðvitað fyrst og fremst sekur um að vera lélegur stjórnmálamaður.

Munurinn á honum og hinum lélegu stjórnmálamönnunum er sá einn að hrunið varð á hans vakt.

Núverandi foringjar ríkisstjórnarinnar eru bæði lélegir og illviljaðir. Þeir hatast við ákveðna hópa fólks og ofsækja þá.

Halda síðan verndarhendi yfir öðrum eins og t.d. glæpalýðnum sem keypti Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn.

Niðurlæging Íslands ætlar engan endi að taka.

Rósa (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 21:45

5 Smámynd: Sólbjörg

Athyglisvert hvað Kristrún er keyk í yfirlýsingum um stuðning við Geir. Hún veit fullvel að dagar Jóhönnu sem formaður Samfó eru senn taldir, Kristrún brýnir því raustina og mátar sig í draumahlutverkið, -það að verða næsti formaður Samfó. Spurning hvort hjarta hennar slær ekki heitar fyrir eigin framvonum en svo einlægum stuðningi við Geir. Stutt í að Jóhanna, Árni Páll, Steingrímur og Össur sitja með allt niðrum sig út á köldum klaka með ekkert annað en krumpaða Icesave samninga og ógild ESB umsóknarblöð að snýta sér í . Þá verður lag fyrir þær stöllur Kristrúnu og Ingibjörgu.

Sólbjörg, 7.6.2011 kl. 22:19

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Rökin fyrir því að ákæra ætti a.m.k. 4 ráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde fyrir vanrækslu í starfi eru m.a. þau að yfirvöld efnahagsmála létu undir höfuð leggjast að minnka bankakerfið sem öllum var orðið ljóst að var löngu vaxið íslensku samfélagi yfir höfuð.

En það er með öllu ótækt að einn maður verði látinn svara til saka. Fjórir ráðherrar á sakabekk væru fulltrúar fyrir stjórnmálastétt sem brást. Einn maður á sakabekk vegna hrunsins er tilraun stjórnmálastéttarinnar til að hvítþvo sig.

Samfylkingin ber ábyrgð á niðurstöðunni.

Páll Vilhjálmsson, 7.6.2011 kl. 22:42

7 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þú mannst það sjálfsagt Páll að það munaði aðeins hársbreidd að Árni Matt. yrði ákærður með Geir, aðeins eitt atkvæði. Þetta sýndi auðvitað að málið var allan tíman rammpólitískt og menn settu vont fordæmi. Það kom aldrei til álita að Ingibjörg Sólrún og Björgvin G. Sigurðsson yrðu ákærð.

Málið snertist aldrei um hvítþvott einhverrar stjórnmálastéttar, heldur hitt að geta komið formanni Sjálfstæðisflokksins inn í réttarsalinn vegna pólitískra glæpa. Og hverjum stóð það nær en kommúnistunum?

Gústaf Níelsson, 7.6.2011 kl. 23:02

8 identicon

Kristrún hefur verið óhrædd við að standa gegn restinni í Baugsfylkingunni.  Hún var hörð gegn Icesave I, II og III lausnum flokksins, og meðal annars tók hinn ólánsama Indriða Þorláksson aðstoðarmann Steingríms og Svavars Gests og bókstaflega hafði endaskipti á og rassskellti í mikilli blaðagrein og sýndu fram á hrein ósannindi í málflutningi Steingríms og alfræðingsins, sem er nafnbótin sem Indriði fékk á þingmönnum stjórnarandstöðunnar, þegar hann og Steingrímur afgreiddu öll álit allra sérfræðinga á annarri skoðun en hugnaðsit þeim með að þeir vissu ekkert hvað þeir væru að tala um.  Til dæmis eins og þegar sömu sérfræðingar fullyrtu allt frá upphafi að engin ríkisábyrgð átti né mátti vera á tryggingarsjóði Innistæðu og fjármagnseigenda.  Eins og í öllu öðru sem þessir snillingar héldu fram varðandi Icesave, hefur það verið hrakið og þeir þurft að éta ofan í sig heimskuna og óþverraskapinn gegn þjóðinni.

Uppgjör við Geir er aðeins til þess gert til að hengja bakara fyrir smið og það vita allir sem að því standa.  Það er til þess að þá er möguleiki á að ábyrgð allra þessara aðila gleymist. 

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 23:24

9 identicon

Athylisverðast í þessu máli er náttúrulega sú staðreynd að Jóhanna Sigurðardóttir, ráðherra í ríkisstjórn Geirs, og ein af fjórum ráðherrum í efnahagsráði stjórnarinnar, skuli algerlega hafa sloppið við kæru.

Venjan er sú, að þegar rætt er um Jóhönnu, þá hafi stuðningsmenn hennar alltaf tekið það til varnar, að hún hafi ekkert vit á efnahagsmálum, og sé í raun eins-máls ráðherra.

Auðvitað mun sagan dæma Jóhönnu, Steingrím, Ögmund og hina vinstrimennina á þingi sem lýðræðisnýðinga. Hjá þeim dómi verður ekki komist.

Þessi hannaða atburðarrás á að skila þeirri niðurstöðu, að tveir Sjálfstæðismenn hljóti dóma, Geir og Baldur Guðlaugsson. Allir aðrir verða sýknaðir, þ.á.m. Jóhanna Sigurðardóttir efnahagsvitleysingur og Jón Ásgeir Jóhannesson, eigandi Samfylkingarinnar.

Hilmar (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband