Þriðjudagur, 7. júní 2011
Endurreisn og pólitískt hrun
Efnahagsleg endurreisn landsins er hæg en örugg. Allt frá hruni hafa stærstu ákvarðanir okkar reynst vel, s.s. að setja bankana í gjaldþrot og hafna Icesave-samningum. Efnahagsþátt hrunsins verður auðbættari en pólitíska- og siðferðisþætti hrunsins.
Við horfum upp alþingi ljúka vorönnum í skugga meiri sundurþykkju og óvissu en oft áður. Þjóðin fyrirlítur fulltrúa sína á alþingi og þingmenn eru margir hverjir duglegir að kalla yfir sig fordæmingu.
Áður en lengra er haldið verður þjóðin að fá tækifæri að kjósa sér nýtt alþingi.
AGS: Hagvöxtur háður óvissu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þá má bæta við þetta; Þrátt fyrir starfandi ríkisstjórn.
Bankarnir færðir í gjaldþrot þrátt fyrir að núverandi Seðlabankastjóri hafi gagnrýnt það ferli á sínum tíma.
Icesave hafnað þrátt fyrir svindútreikninka seðlabanka og stanslausan áróður fjölmiðla undir verndarvæng ríkisstjórnar.
....Og svo kanski aðalmálið; Hvað þykir fólki og jafnvel hagfræðingum um meðferð gjaldþrota banka sem færðir eru í hendur vogunarsjóða????
Væri ekki þjóðin betur stödd án kolvitlauss Steingríms og jafnvel verri Jóhönnu?
Ég get varla beðið eftir að sjá þau tala máli sínu fyrir landsdóminum þeirra.
jonasgeir (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 08:13
VG eru búin að fremja of mörg skemmdarverk í atvinnulífinu.. að öðru leyti gengur þetta fínt.
Sleggjan og Hvellurinn, 8.6.2011 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.