Einangrun Samfylkingar staðfest

Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar falbýður flokkinn hópum úr Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem kynnu að hafa áhuga á samfylkingarmálefnum. Nýstárlegt er að efna til pólitískra hrossakaupa af þessu tagi úr ræðustól á flokksfundi en einu sinni er allt fyrst.

Formaður Samfylkingarinnar er til í að breyta um nafn á flokknum, stokka upp skipulagið og skipta út forystu - bara ef einhver er til að koma til liðs við flokkinn.

Örvæntingin í þessu útspili verður að skoðast í því ljósi að Össur varaformaður hefur biðlað undanfarið til Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins að koma í stjórn með Samfó - en ávallt verið hryggbrotinn.

 


mbl.is „Lyktar af örvætningu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Djöfull færi ég varlega í sem síðuhafi í það að tala um einangrun hér á þessari síðu...

hilmar jónsson, 29.5.2011 kl. 20:44

2 identicon

Það yrði kostuleg samkoma þegar lúserar þessara þriggja flokka reyndu að sameinast undir forystu gömlu flugfreyjunnar sem á í mestu vandræðum að segja satt og fara að lögum, hvað þá annað.  Vonandi verður þessi "snilldarhugmynd" að veruleika fyrr en síðar.  ... 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 20:59

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Manni verður flökurt á að hlusta á lygina í Jóhönnu

Sigurður Haraldsson, 29.5.2011 kl. 22:00

4 Smámynd: Sólbjörg

Jóhanna virðist vera er í sömu sporum með ríkisstjórnina eins og útrásarfyrirtækin og þeirra undirfyrirtæki voru þegar þurftu stöðugt að skifta um nafn og stjórnarmenn til að villa um, fela og má út sporin. Hrina afhjúpanna undanfarið hvað varðar nánast öll verk ríkistjórnarinna sýna svik, ósannindi og illa og nánast glæpsamlega ásetninga.

En sannleikanum og uppljóstrunum fylgir birta sem hefur svo rækilega lýst upp öll skúmaskotin að Jóhanna hefur ekki í neitt skjól að venda, ljótt að segja það en hún minnir í á óværu sem æðir um og ýlfrandi rekur upp vein í leit að undankomu - sem engin er.

Jóhanna og Steingrímur eru komin að endalokum með ríkisstjórnina eins og bankarnir og öll Group, Holding fyrirtækin þegar svikavefirnir voru afhjúpaðir.

Frægar óværur Karíus og Baktus var skolað niður með tannburstun þegar engar voru holurnar til að flýja í. Þarf ekki að gera svipað til að losa okkur við þessa skaðræðis óværu sem ríkistjórn Jóhönnu og Steinsgríms er?

Sólbjörg, 29.5.2011 kl. 22:08

5 identicon

Þessar aðferðir Jóhönnu sýna enn og sanna að hún hefur ekkert annað á stefnuskrá sinni en að troða þjóð sinni inní þetta hryðjuverkabandalag, sem Evrópusambandið er. Jóhanna er hættuleg Lýðræðinu ÍSLANDI.

Númi (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 22:44

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fyrirgefðu afskiptasemina Páll:

Hilmar Jónsson, ég held að það færi þér vel að fara varlega hvort sem Djöfullinn er góður í því eða ekki.  Jóhanna er einangruð og ó jarðtengd það vita allir sem nenna að skoða þetta mál.

Hennar eina tenging við umheiminn og landann er í gegnum hin fláráða ligalaup, afglapa og leiðtoga þeirra er skít og grjóti kasta og dollur berja.  Nú er að koma í ljós að skrípi þetta hefur ekki látið sér nægja að baka vandræði,  heldur framleiða miljarða axarsköft.

Öll þessi ósköp og þrautir til handa þjóð sem átti enga sök á banka hruni heimsins hefur Jóhanna þín leitt þennan sjálfumglaða lygalaup fram vegin til ódáða. 

Nú vantar hanna Framsókn og Sjálfstæði til að stiðjast við og er til í að fórna öllu og nafni líka því rauði kjaftaskurinn fer sennilega á haughúsið.

     

Hrólfur Þ Hraundal, 29.5.2011 kl. 23:06

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Samfylkingin á eftir að blómstra, - ekki neinn vafi - þrátt fyrir allar vafasamar vangaveltur!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 29.5.2011 kl. 23:31

8 Smámynd: Elle_

Flokkurinn er hrollvekja og hrollvekjur blómstra ekki hvað sem hver segir.

Elle_, 30.5.2011 kl. 00:12

9 identicon

Það er aðeins einn möguleiki í stöðunni fyrir Samfylkinguna að lifa en það er að losa sig við góðan slurk af liðsmönnum. Gott væri að byrja á Jóhönnu, Össuri og Hrannari, það mundi strax laga flokkinn um 75%, það bara gætu ekki komið inn verri liðsmenn, nema væri Steingrímur, Björn Valur og Svandís úr VG

Björn (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 00:35

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

       Upp með hendur Jóhanna,þetta er búið.

Helga Kristjánsdóttir, 30.5.2011 kl. 04:16

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef aldrei heyrt þvílíkt og annað eins jafn opinbera uppgjöf hjá neinni forystur hvorki í stjórnmálaflokki né öðrum samtökum. Þetta er greinilega búið hjá þeim.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.5.2011 kl. 10:42

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég finn til með Jóhönnu Sigurðardóttur, því henni er stjórnað af einhverjum sem eru þessari þjóð hættulegir. Ég ætla Hrannari aðstoðarmanni hennar mínar ásakanir, ásamt hans baktjaldamafíu-ræningja-náhirð! Mikil er skömm þessara baktjalda-níðinga! Þeir ættu að hafa í huga að upp komast svik um síðir. Svik og óheiðarleiki gengur í einhvern tíma, en ekki endalaust.

Það er ekkert nýtt í sögunni að illmenni finni gott fólk til að beita fyrir sig, til að tala sínu svikamáli og taka við ásökunum! Í þessum sporum er Jóhanna Sigurðardóttir! Andvaralaus! Hún ætlaði að hætta í pólitík, en var fengin til að vera yfirsamfylkingarkona í þessari ríkisstjórn? Mér finnst nokkuð ljóst hvers vegna hún var valin til starfsins! Þetta er ljótur leikur baktjalda-svikaliðsins!

Ef Jóhanna sér ekki í gegnum þetta svikalið, eða hefur einhverra hluta vegna, ekki tök á að berjast gegn óréttætinu, þá verður hún að víkja, almennings vegna.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.5.2011 kl. 12:19

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Verst að hún skuli þá ekki sjá það sjálf manneskjan, hvort sem henni er fjarstýrt eða ekki. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.5.2011 kl. 12:37

14 identicon

Ég er pínu sammála Önnu og slæmt ef Jóhanna sér þetta ekki. Held að blindan hennar stafi af djúpustæðu hatri og hatur er aldrei gott stjórntæki eða vegarnesti.

Björn (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 20:02

15 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Órökstddir sleggjudómar eru dómar verstir. Það getur verið ansi pirrandi ap lesa einhvern þvætting sem hver etur eftir öðrum.

Við verðum að gera okkur grein fyrir því að Samfylkingin er opinn lýðræðisflokkur þar sem ekki er jafnaugljóst „flokkseigendafélag“ eins og var lengi áberandi í Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Þar voru þrýstihópar sem stýrðu fjármagni til flokksstarfsins og ekki alltaf augljóst hvaða aðilar voru þar valdamestir því þetta voru harðlokaðir flokkar þó þeir störfuðu lengi vel undir yfirskini lýðræðis. Annar þeirra meira að segja taldi sig eiga n.k. einkarétt á lýðræði og mannréttindum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 30.5.2011 kl. 21:52

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kanntu annan Mosi minn

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.5.2011 kl. 23:34

17 identicon

Mun ESB-Jóhanna leggja krans að styttu Jóns Sigurðssonar við Austurvöll 17 Júní  ?  Það er hræsni ef svo verður.

Númi (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 00:25

18 Smámynd: Elle_

Mosi ver hættulegan stjórnmálaflokk út í hið óendanlega.  Skil hann ekki.

Elle_, 31.5.2011 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband