Tilboð Jóhönnu afhjúpar skort á ESB-sannfæringu

Tilboð Jóhönnu Sigurðardóttur um að leggja niður Samfylkinguna og stofna nýjan stjórnmálaflokk með aðildarsinnum úr röðum framsóknarmanna og sjálfstæðismanna afhjúpar hentistefnu ,,meintra" stuðningsmanna aðildar Íslands að Evrópusambandinu.

Þorsteinn Pálsson hefur skrifað óteljandi greinar í Baugstíðindi um nauðsyn þess að ganga í Evrópusambandið hrekkur undan tilboði Jóhönnu með þeim rökum að Samfylkingin sé of langt til vinstri. Halló Þorsteinn, Jóhanna bauðst til að leggja niður Samfylkinguna.

Bandamaður Þorsteins í Sjálfstæðisflokknum er Benedikt Jóhannesson. Benedikt gerði í síðustu viku kröfu um að aðildarsinnar fengju þriðja hvert sæti á framboðslistum Sjálfstæðisflokksins. Benedikt ætti að stökkva á tilboð Jóhönnu - en hvorki heyrist frá honum hósti né stuna þegar honum býðst flokkur þar sem allir frambjóðendur eru aðildarinnar.

Hvorki Þorsteinn né Benedikt hafa raunverulega sannfæringu fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þeir hafa áhuga að skapa sér stöðu innan flokksins með tiltekið mál og ESB-málið þjónar þeim tilgangi.

Þorsteinn og Benedikt nota ESB-málið innan Sjálfstæðisflokksins líkt og Samfylkingin notar málið í flokkapólitíkinni; að skapa sér stöðu.  Jóhanna kann fátt um Evrópusambandið og hefur sjaldnast frammi nokkur rök fyrir aðild. Í áramótaávarpi hennar nefndi hún ekki Evrópusambandið á nafn.

Innan Samfylkingarinnar eru til sannfærðir aðildarsinnar. Þeir eru samt fáir. Þorri þeirra sem játast aðild gera það í valdapólitískum tilgangi. Evrópusambandið er stór pólitísk hugmynd sem nota má til að veiða atkvæði.

Til að halda stöðu sinni frá síðustu kosningum þarf Samfylkingin nýja hópa til liðs við sig. Kjörfylgi Samfylkingar er 29 prósent.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta.

Jóhanna kann fátt um Evrópusambandið og hefur sjaldnast frammi nokkur rök fyrir aðild. Í áramótaávarpi hennar nefndi hún ekki Evrópusambandið á nafn.

Þetta er ekki alveg dagsatt Páll. En svona hér um bil. Jóhanna hefur að minnsta kosti einu sinni nefnt "finnsku leiðina". Sú leið liggur væntanlega út úr ESB, nú orðið. En jú; fátt kann hún.

Gunnar Rögnvaldsson, 30.5.2011 kl. 08:29

2 Smámynd: Björn Emilsson

Furðulegt hvað kella nennir þessu þvaðri sem hún hefur ekkert vit á. Að hún skulu ekki leyfa sér frekar að njóta hveitibrauðsdaganna með sinni heittelskuðu á haustnóttum.

Björn Emilsson, 30.5.2011 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband