Laugardagur, 16. apríl 2011
Ásta R. og Ólína: að hanga saman á frekjunni
Stjórnarsinnarnir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Ólína Þorvarðardóttir áttu orðaskipti á alþingi um fundarstjórn þingforseta. Samhengi umræðunnar var að Ólína taldi sig þurfa svara aðfinnslum um að tala mál í ágreining.
Þjark samfylkingarþingmannanna er birtingarmynd stjórnarstefnunnar þar sem frekja tröllríður húsum en málefni eru öll í þoku. Lokaorð Ólínu í umræðunni ,,hvað er að gerast hér" eiga við stefnu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.
Ríkisstjórnin hverfist um ágreining sem nærist á sjálfum sér. Stjórnarliðar rífast opinberlega og spyrja í heift ,,hvað er að gerast hér."
Jú, hér hefur það gerst að ríkisstjórn er við völd sem lagði fram mál er hún sagði að skipti sköpum um endurreisn landsins. Þjóðin hafnaði skýrt og eindregið tilmælum ríkisstjórnarinnar í þjóðarkvæðagreiðslu.
Daginn eftir að þjóðin hafnar málaleitan ríkisstjórnarinnar strengir forsætisráðherra þess heit að sitja áfram. Nokkrum dögum síðar er stjórnarmeirihlutinn kominn niður í einn þingmann.
Ríkisstjórnin reynir að hanga saman á frekjunni.
Athugasemdir
Það er óhætt að gratúlera hægrimönnum fyrir að hafa klúðrað baráttu gegn frumvarpi um sjávarútvegsmál. Nú fer það líklegast í upprunalegri mynd í þjóðaratkvæði og þar með hefu ESB handsalað góssið ef af inngöngu verður.
Way to go!
Það er aðdáunarvert að þeir hafi líka gert þetta á platformi, sem kom þessu máli ekki rassgat við og náð að fá 95% þjóðarinnar til að ganga af göflunum af reiði út í þá. Þeir hafa tapað. Samfylkingin stendur sterkari eftir, ESB er fetinu nær.
Hverskonar andskotans hálfvitar ráða ríkjum hjá LÍÚ og hægrimönnum? Er þetta einhverskonar deathwish sem hrjáir þá?
Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2011 kl. 11:10
Ríkisstjórnin lagði ekki bara fram mál, ICESAVE, sem stærri hluti þjóðarinnar ekki vildi og hafnaði frá upphafi, heldur þvingaði það í gegn. 3svar, þó í 1. skiptið hafi rukkararnir ekki talið sig fá nógu mikið blóð með þeim og höfnuðu ICESAVE1 með fyrirvörunum.
Og aldrei datt ICESAVE-STJÓRNINNI í hug að víkja eftir að verða að éta hattinn sinn upp til agna 3svar.
Og bætum ofbeldissumsókninni, sem stærri hluti þjóðarinnar vildi ekki og vill ekki enn, við. Stjórnin situr samt blýföst með frekjudollum Jóhönnuflokksins ærandi alla og hvarflar ekki að þeim að víkja. Ofbeldisflokkur ræður ríkjum í landinu.Elle_, 16.4.2011 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.