Rök Péturs H. Blöndal fyrir nei við Icesave

Pétur H. Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins rýfur þögnina um afstöðu sína til Icesave í kvöld. Hann segir á Facebook-síðu sinni að eftir ítarlega athugun ætla að segja nei í Icesave-kosningunum 9. apríl. Rökin sem hann tilfærir eru m.a. þessi:

Rök 1. Hvers vegna greiddu Bretar og Hollendingar út Icesave án samráðs við Íslendinga. Þeir þurftu þess ekki. Jú, þeir óttuðust áhlaup á banka í löndum sínum (sem hefði getað farið um alla álfuna) ef það hefði frést að innistæðueigendur væru... að tapa innistæðum sínum. Þeir gerðu það til að halda uppi trausti á bankakerfið. Og senda svo íslenskum  skattgreiðendum reikninginn.

Við eigum að borga fyrir traust á erlendum bönkum!!

Rök 2: Hvers vegna fóru Bretar og Hollendingar ekki í mál við Íslendinga strax í byrjun í stað þess að kúga okkur með hryðjuverkalögum, AGS og svo lánveitingum til okkar.

Jú, sérfræðingar þeirra hafa fyrir löngu komist að því að þeir stæðu þar mjög höllum fæti.

2.a. Svona málaferli mega ekki eiga sér stað vegna þess að:
Ef við vinnum (sem ég tel mjög líklegt (meira en 70%??)) þá er dugar innistæðutryggingakerfi Evrópu ekki neitt. Innistæður eru ekki tryggðar. Afleiðing gæti verið áhlaup á banka.
Ef við töpum (litlar líkur) þá er ríkisábyrgð á innistæðum og bankar geta farið að vísa í það og hegða sér óábyrgt. Það má ekki segja beint út.

‎2. b. Ef við vinnum (meira en 70% líkur) þá borgum við ekki krónu (eða pund eða evru), endurheimtum heiður okkar um allar jarðir og getum sagt að við höfðum aldrei átt að borga og að þetta sé dæmi um kúgun og ofbeldi.

2. c. Ef við töpum (sem alltaf er bent á sem eina kost af "JÁ" mönnum en er ólíklegt) þá verða liðin það mörg ár að öll óvissa er farin úr dæminu. Landbankinn mun mjög líklega geta greitt allar forgangskröfur og krafa Breta og Hollendinga verður bara um vexti. Það verður mjög sérstök skaðabótakrafa og sennilega verður henni vísað frá. Ef við verðum þrátt fyrir þetta (mjög litlar líkur) dæmd til að greiða þá verður það í íslenskum krónum sem þeir verða að skipta í pund og evrur. Ef engin eru gjaldeyrishöftin á þeim tíma og þeir skipta of hratt fellur gengið og þeir fá færri evrur og pund. Svo það er þeirra hagur að gengi krónunnar haldi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Engin veit betur en Pétur.

Helga Kristjánsdóttir, 2.4.2011 kl. 23:14

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Já Pétur hefur löngum komið með góð rök í hinum ýmsu málum. Lengi lifi Pétur H. Blöndal og megi hann boða út fagnaðarerindið sem víðast.

Sigurður I B Guðmundsson, 2.4.2011 kl. 23:19

3 identicon

Varð Ísland ekki sjálfstæð þjóð, lýðveldi, árið 1944? Eigum við að elta konungssinna aftur í tímann? Það eru alltaf til kjánar á meðal okkar Íslendinga. Meira að segja háskólamenntaðir kjánar og framagosar. Ég segi nei við heimsku og áþján.

Hulda (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 23:30

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er feingur að Pétri og ég skildi ekki þögn hans.

Hrólfur Þ Hraundal, 2.4.2011 kl. 23:41

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Hrólfur minn þegar fer að liggja meira á okkur,setjum við inn á topp varamenn.

Helga Kristjánsdóttir, 2.4.2011 kl. 23:56

6 identicon

Halló Halló. Ef þið hefðuð hlustað á eitthverjar af ótal ræðum minna á Alþingi um Icesave þá munduð þið aldrei segja að ég sé að rjúfa einhverja þögn. Ég get ekki gert að því að fréttamat fjölmiðla sé slíkt að það komist ekki áleiðis til ykkar.

Ég ætla nú ekki að telja upp öll rökin sem ég hef flutt gegn Icesave, sérstaklag Icesave I og Icesave II í morg hundruð ræðum á Alþingi. Það liggur þar allt fyrir ef einhver vill leita sannleikans. Megin rökin eru þau að við eigum ekki og áttum aldrei að greiða Icesave. Og ég fellst ekki á að óleyst Icesave sé að tefja efnahagslegan bata. Það sér ríkisstjórnin alveg um ein.

Pétur H. Blöndal (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 00:45

7 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Rangt verður ekki réttara þó það kosti minna. Vil ekki að við opnum hurð á ríkisábyrgðir á skuldir einkarekinna fyrirtækja, þetta er hurð sem á að vera lokuð að eilífu.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 3.4.2011 kl. 03:27

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Þetta var uppörvandi,frá Pétri. Þarna sannast það hve Ruv  ( sem ætti að standa sína plikt) þaggar allar raddir sem ekki eru ríkisstjórninni þóknanlegar,flottur Pétur.

Helga Kristjánsdóttir, 3.4.2011 kl. 04:57

9 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég hef ákveðna trú á Pétri Blöndal. Sjálfstæðismaður eins og hann er þá er hann ekki eins spilltur og margur annar.

Það sem þjóðin þarf að gera sér grein fyrir er að hún (ríkið) er í raun gjaldþrota. Við þurfum að bjarga okkur á eigin forsendum - heimilin og litlu fyrirtækin eru undirstaða okkar. Ekki megum við gleyma auðlindunum sem við erum mjög rík af. Stóru fyrirtækin (þessi fáu sem við eigum) geta þá bara farið erlendis um tíma - okkar er ekki að bjarga 5% þjóðarinnar á kostnað hinnar 95%

Ef einhverntíma er tilefni til að standa saman sem þjóð - almenningur - þá er það núna.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 3.4.2011 kl. 05:00

10 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Það er ósannindi og áróður, sem JÁ-sinnar halda fram, að Íslendingar hafi skilið illa við breska og hollenska Icesave-innistæðueigendur með Neyðarlögunum.

Með þeim færðust Icesave-innistæðurnar úr almennum kröfum í forgangskröfur en ella stæðu Bretar & Hollendingar frammi fyrir því að fá nánast ekkert úr þrotabúinu uppí tapaðar innistæðurnar.

Það eru bara B&H sem hagnast á þessu ákvæði Neyðarlaganna en ekki Íslendingar. Og svo setja Bretar á okkur hryðuverkalög í þakklætisskyni sem ollu okkur stórkostlegu tjóni. Við skuldum Bretum ekkert en þeir eru hins vegar stórskuldugir við okkur.

Auðvitað segjum við NEI við Icesave!    

Daníel Sigurðsson, 3.4.2011 kl. 05:29

11 identicon

Gaman að sjá frá Pétri.

jonasgeir (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 07:36

12 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég myndi aldrei taka á mig sök manna sem keyptu bankanna okkar vegna tilskipunar ESB um einkavæðingu og settu þá á hausinn og komu milljörðum út úr landinu. Nei. Þessir menn fá enga umbun frá mér og ég segi NEI. Hefði ríkið átt þessa banka þá væri málið öðruvísi en samt teldi ég að það yrðu að vera málssókn.

Valdimar Samúelsson, 3.4.2011 kl. 08:53

13 identicon

Gaman að þessu:

Reuters

Breska blaðið Telegraph fjallar í dag um bréf sem skilanefnd Landsbankans hefur sent stjórnendum bankans þar sem útlistað er hvernig 174 milljónir punda (um 32 milljarðar kr.) hafi verið færðar út úr bankanum með ólögmætum hætti sama dag og hann var þjóðnýttur.

Fram kemur að meirihluti fjárhæðarinnar hafi farið til fyrirtækja í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar og föður hans Björgólfs Guðmundssonar.

Blaðið greinir frá því að Björgólfur Thor, sem sé búsettur í Lundúnum, sé einn af auðugustu mönnum heims. Telegraph segir að eignir hans séu metnar á einn milljarð Bandaríkjadala.

Í bréfinu segir að stjórnarmenn bankans hafi átt að gera sér grein fyrir því þann 6. október 2008 að bankinn hefði verið orðin gjaldþrota. Það sé mat skilanefndarinnar að fjármagnsflutningarnir hafi dregið úr verðmæti eigna bankans og misnunað kröfuhöfum. Þar af leiðandi hafi verið um ólögmætan gjörning að ræða.

Helgi (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 09:00

14 identicon

Enn RÍKARI ástæða til að styðja ICESAVE!

Ívar (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 09:11

15 identicon

 Grein eftir hagfræðingana Friðrik Má og Gylfa. Birtist í Fréttablaðinu og Visir.is

Í kjölfar bankahrunsins í október 2008 urðu þau orð seðlabankastjóra fleyg að almenningur ætti ekki að greiða skuldir óreiðumanna. Nú, tveimur og hálfu ári síðar, má spyrja að hversu miklu leyti almenningur hafi tekið ábyrgð á þessum skuldum.
Staðreyndin er að erlendir lánardrottnar hafa ekki aðeins tekið á sig að greiða fyrir misheppnaða útrás fjármálageirans, heldur einnig mestan hluta af neyslu og fjárfestingu heimila og fyrirtækja umfram þjóðartekjur árin 2003-2008. Þetta er óháð því hvort kjósendur segja já eða nei í kosningum eftir viku. Sú ákvörðun sem mestu máli mun skipta í þessu sambandi er ekki þjóðaratkvæðagreiðslan 9. apríl heldur væntanlegur dómur Hæstaréttar um lögmæti neyðarlaganna sem setti skuldabréfaeigendur (einkum erlendar fjármálastofnanir) og erlenda innstæðueigendur skör lægra en innstæðueigendur í útibúum bankanna innan lands.





Fall fjármálamiðstöðvar

Stjórnvöld á Íslandi höfðu í upphafi fyrsta áratugs aldarinnar forgöngu um að hér risi alþjóðleg fjármálamiðstöð. Vöxtur og afkoma íslensku bankanna árin 2003-2007 vakti heimsathygli. Þegar bankarnir urðu uppiskroppa með lausafé í október 2008 kom hins vegar í ljós að eignasafn þeirra nægði engan veginn til þess að standa undir skuldum og lánardrottnar biðu mikið tjón. Þetta voru gjaldþrot á heimsmælikvarða. Heildareignir íslensku bankanna voru 182 milljarðar bandaríkjadala þremur mánuðum fyrir hrunið sem er þrisvar sinnum meira en verðmæti eigna Enron fyrir fall þess fyrirtækis árið 2001. Til samans væru gjaldþrot bankanna þriggja þriðja stærsta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna. Íslenska ríkið átti aldrei möguleika á að koma í veg fyrir þessi gjaldþrot.





Tjón erlendra lánardrottna og tjón Íslendinga

Áætlað heildartjón lánardrottna bankanna nam um 64 milljörðum bandaríkjadala eða yfir sjö þúsund milljörðum íslenskra króna, þ.e.a.s. meira en sem nemur fjórfaldri landsframleiðslu Íslands. Á meðal lánardrottna var einum hópi þó forðað frá tjóni með setningu neyðarlaga 6. október 2008 en það voru innstæðueigendur sem áttu fé í útibúum bankanna á Íslandi. Þeir töpuðu engu jafnframt því sem eigendur skuldabréfa bankanna í peningamarkaðssjóðum fengu greitt meira fyrir bréfin en sem nam markaðsvirði.
Ein leið til þess að meta kostnað Íslands af bankahruninu er að reikna út hvernig erlend staða þjóðarbúsins hefur breyst frá því fyrir hrunið. Erlendar skuldir umfram eignir þjóðarbúsins (hrein erlend staða) í árslok 2002 voru 69% af vergri landsframleiðslu (VLF). Þegar búið er að taka tillit til eigna gömlu bankanna í nýju bönkunum og erlendra skulda og eigna Actavis þá áætlar Seðlabankinn að erlendar skuldir umfram eignir séu nú 23% af VLF. Icesave skuldbindingin er reiknuð með í þessari tölu en hún er áætluð innan við 4% af VLF. Erlendar skuldir þjóðarbúsins umfram eignir hafa því ekki hækkað í kjölfar hrunsins eins og búast hefði mátt við heldur hafa þær lækkað um 46% af vergri landsframleiðslu þótt vissulega sé óvissa um endanlega skuldastöðu fyrir hendi.
Að teknu tilliti til óvissu í mati Seðlabankans vegna Icesave og uppgjörs gömlu bankanna getur bati á erlendri stöðu við útlönd frá 2002 þannig hlaupið allt frá þriðjungi til helmings landsframleiðslunnar. Þetta kemur á óvart, sérstaklega í ljósi þess að vöru- og þjónustujöfnuður árin 2003-2008 var neikvæður um 600 milljarða króna. Á sama tímabili nam samanlagður viðskiptahalli Íslands 1140 milljörðum króna en þá er tekið tillit til vaxtagreiðslna af erlendum lánum og tekjum af erlendum fjárfestingum. Til samanburðar er verg landsframleiðsla landsins um 1500 milljarðar króna. Þessi útgjöld fyrirtækja og heimila umfram þjóðartekjur falla að verulegu leyti á erlenda lánardrottna skv. þessum tölum. Skuldabyrði heimila um þessar mundir stafar því af skuldum gagnvart öðrum innlendum aðilum; en fjármálakreppan breytti eigna- og tekjuskiptingu innan lands, oft á ekki sanngjarnan hátt.





Kostnaður ríkissjóðs af hruninu

Á bóluárunum urðu lántökur banka, fyrirtækja og almennings til þess að stórauka tekjur ríkissjóðs. Hagnaður banka, fjárfesting fyrirtækja, innflutningur og einkaneysla almennings stækkaði skattstofna og hjálpaði ríkinu að greiða niður skuldir sínar. Eftir bankahrunið hafa skuldir ríkissjóðs farið vaxandi eins og við mátti búast, fjármálakreppur hafa ávallt í för með sér að skuldir ríkisins aukast. Hér hefur vegið þyngst endurfjármögnun banka og annarra fjármálafyrirtækja (18% af VLF) og endurfjármögnun Seðlabankans (11% af VLF). Þessu til viðbótar kemur halli á rekstri ríkissjóðs árin 2008 til 2010 sem var 13% af VLF árið 2008, 8,2% árið 2009 og 6,2% árið 2010. Skuldir hins opinbera (þ.e. ríkis og sveitarfélaga) hafa því vaxið mikið og eru nú um 120% af landsframleiðslu að meðtöldum lífeyrisskuldbindingum. Hreinar skuldir umfram eignir eru þó mun lægri eða 43% af landsframleiðslu sem gerir stöðuna vel viðráðanlega þótt vissulega væri æskilegt að lækka brúttóskuldir.
Beinn kostnaður af Icesave samningnum fyrir ríkið, þegar tekið hefur verið tillit til endurheimta úr eignasafni Landsbankans og 20 milljarða inneignar í Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta, er áætlaður 32 milljarðar króna eða um 2% af landsframleiðslu. Beinn kostnaður vegna bankahrunsins er þannig um 31% af landsframleiðslu, (18% vegna endurfjármögnunar fjármálastofnana, 11% vegna endurfjármögnunar Seðlabankans og 2% vegna Icesave samningsins) en kostnaður vegna Icesave er lítill hluti af þessari heildartölu þótt nokkur óvissa sé um endanlega niðurstöðu.





Lokaorð

Icesave málið snýst í grunninn ekki um það hvort þjóðin hafi ábyrgst skuldir óreiðumanna heldur um það hvernig íslenska ríkið ráðstafaði eigum hinna föllnu banka. Það var gert þannig að þeir sem áttu sitt fé á reikningum í útibúum bankanna hérlendis fengu allt sitt óskert og án tafar en þeir sem áttu fé í útibúum erlendis áttu að mæta afgangi, þ.e. fá sitt með tíð og tíma þegar og ef þrotabúið gæti greitt þeim.
Þegar kemur að þjóðaratkvæðagreiðslu um ríkistryggingu á skuldbindingum innlánatryggingasjóðs mun „já" atkvæði fela í sér að ríkið taki ábyrgð á kostnaði Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta vegna innstæðna í erlendum útibúum Landsbankans. Sá kostnaður er aðeins lítill hluti kostnaðar ríkisins vegna bankakreppunnar og brot af því tjóni sem lánardrottnar hafa orðið fyrir vegna falls bankanna og lántöku fyrirtækja og almennings.



Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 09:14

16 identicon

Jesús sagði: I save.

Maðurinn svaraði: Not on my salary!

Helgi (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 09:17

17 identicon

Hrafn kemur eins og venjulega með tilvitnanir sem aðeins eru skrifaðar í pólitískum tilgangi,og þess vegna frekar þunnar.

Erlendir kröfuhafar báru mikin kostnað, enda það afskaplega eðlilegt.  Þeir fengu vexti greidda einmitt vegna þess að það er áhætta að lána peninga.

Erlendir kröfuhafar fengu í staðin eignarhluta í föllnu bönkunum.

Þannig hafa íslenskir skuldarar byrjað að greiða til baka tap með hæsta gróða af innlendri bankastarfssemi í sögu þjóðar.  Og þeir eiga víst líka að borga Icesave af því að er hvort sem er svo "lítið" meira. 

...en er það eðlilegt?  

jonasgeir (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 09:24

18 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Takk fyrir Páll og fyrirgefðu Pétur.

Hrólfur Þ Hraundal, 3.4.2011 kl. 10:54

19 identicon

"Hvers vegna greiddu Bretar og Hollendingar út Icesave án samráðs við Íslendinga."

Hvað kallar Pétur H. Blöndal og aðrir Nei sinnar þetta:

http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/3228

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 10:56

20 identicon

Ég mun aldrei samþykkja að skrifa uppá óútfylltan víxil. Ég vil að þrotabú gamla landsbankans verið gert upp og sjá hvað kemur útúr því. Síðan skal ég taka afstöðu til þess hvað stendur útaf, ef eitthvað.

Aðalsteinn (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 11:35

21 Smámynd: Elle_

Pétur getur vitað að sum okkar höfum nú hlustað á ræður hans og lokaniðurstaðan hans kom ekki á óvart þá maður hafi ekki alltaf verið viss.

VIÐ SEGJUM NEI.

Elle_, 3.4.2011 kl. 12:00

22 Smámynd: Elle_

Neðanverð frétt er horfin af RUV vefnum.  Hvers vegna??:

Af vef RUV

Fyrst birt: 23.10.2008 17:11
Síðast uppfært: 23.10.2008 19:10

Uppreisn, verði kröfur samþykktar

Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, segir að það verði gerð uppreisn hér á landi verði gengið að kröfum Breta og Hollendinga um að Íslendingar greiði 600 milljarða króna vegna Icesave-reikninganna.

Pétur Blöndal sagði í hádeginu í dag að einungs fjárkröfur Breta og Hollendinga væru margfalt hærri en þær stríðsskaðabætur sem Þjóðverjar voru neyddir til að greiða í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Grófir útreikningar bendi til þess að þær hafi numið um einni milljón króna á hvern Þjóðverja. Þær lögðust þungt á þýskt efnahagslíf, verðbólgan magnaðist og atvinnuleysi jókst gríðarlega.

Steingrímur segir, eins og Pétur, að Íslendingar eigi að spyrna gegn kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem gera ráð fyrir að gjaldeyrislán sé háð því að samið verði við Breta. Íslendingar hafi uppfyllt allar lagalegar skyldur og tilskipanir Evrópusambandsins um innlánstryggingarkerfi. Íslendingar eigi ekki að láta undan kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins því þeim beri ekki skylda að greiða tapið vegna Icesave-reikninganna.

frettir@ruv.is

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item233100/

Elle_, 3.4.2011 kl. 12:03

23 identicon

Pétur ólíkt flestum kollegum getur hugsað.

Fyrir baðvörð Baugsfylkingarinnar Hrafn er ekki úr vegi að benda á að þetta mál er lögfræðilegs eðlis og sennilega er ekki verra að kynna sér lögfræðirök á bak við það í stað þess að lepja pólitískar greinar aðila sem tilheyra þeirri stétt sem einn að versta útreið fékk við hrun vegna sérstaklega mikils árangurs að hafa alltaf haft rangt fyrir sér.

---------

Grein í Morgunblaðinu í vikunni.:

„Sjö ástæður til að segja nei við Icesave-samningnum

Aðalsteinn E. Jónasson

Höfundur er dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík og hæstaréttarlögmaður.

Það eru sjö meginástæður fyrir því að ég er staðráðinn í því að segja nei við Icesave-samningnum í kosningunum hinn 9. apríl næstkomandi. Þær eru eftirfarandi:

1. Fjárhæð skuldbindingar er háð algerri óvissu þrátt fyrir samning

Ég lærði eina grundvallarreglu af foreldrum mínum þegar ég var að stíga mín fyrstu skref sem fjárráða einstaklingur. Reglan er sú að undirgangast aldrei greiðsluskyldu samkvæmt samningi nema vita nákvæmlega hver hún er. Öðruvísi getur maður ekki metið hvort og þá hvernig maður ætlar að standa við hana. Þrír stórir áhættuþættir hafa veruleg áhrif á greiðsluskyldu Íslands samkvæmt Icesave-samningnum:

a) Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að greiðsluskyldan sé í erlendum gjaldmiðlum, án þess að gengi krónunnar sé fest. Þetta hefur í för með sér að veiking krónunnar hækkar skuldbindingu Íslands. Ekkert þak er sett á veikingu krónunnar og því ríkir fullkomin óvissa um hversu mikið skuldbinding Íslands kann að hækka vegna þessa. Þessi óvissa kann að koma í veg fyrir að hægt verði að afnema gjaldeyrishöftin (eða tefja verulega ferlið), en tilvist þeirra getur beinlínis leitt til þess að mörg stærstu fyrirtæki landsins fari úr landi, með tilheyrandi tekjutapi fyrir ríkissjóð.

b) Í öðru lagi ræðst greiðsluskyldan af því hversu mikið fæst greitt upp í skuldina af eignum Landsbanka Íslands hf. Vonandi duga eignir bankans að fullu, en nú ríkir fullkomin óvissa um hve mikið muni fást greitt upp í kröfurnar. Settar hafa verið fram getgátur um það miðað við núverandi aðstæður. Þær aðstæður geta hins vegar breyst til hins verra án þess að ríkissjóður eða aðrir geti nokkuð við það ráðið.

c) Í þriðja lagi er hugsanlegt að dómstólar komist að þeirri niðurstöðu að sú breyting neyðarlaganna að færa innlánskröfur úr flokki almennra krafna í flokk forgangskrafna standist ekki eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Jafnvel þótt íslenskir dómstólar telji að það hafi verið heimilt er óvíst hvað Mannréttindadómstóll Evrópu gerir ef málið verður sent áfram þangað. Komist dómstólar að þeirri niðurstöðu að breytingin standist ekki eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar munu áhrifin verða þau að innlánskröfurnar falla í flokk almennra krafna, sem aftur þýðir að eignir Landsbankans munu ekki duga nema að mjög litlu leyti fyrir skuldbindingunni með tilheyrandi hækkun á greiðsluskuldbindingu ríkissjóðs.

Hver einstakur áhættuþáttur sem talinn er upp hér að ofan getur hækkað greiðsluskuldbindingu Íslands um tugi eða hundruð milljarða króna án þess að ríkissjóður eða aðrir geti nokkuð við því gert. Í fyrirliggjandi samningi er ekki að finna fullnægjandi fyrirvara, gangi þessir áhættuþættir eftir að hluta til eða í heild sinni. Þar er ekki að finna ákvæði um að greiðsluskuldbindingin breytist eða falli niður við þessar aðstæður. Það er óviðunandi að mínu mati. Sumir segja að líkurnar á að þeir komi fram séu litlar eða engar. Aðrir eru ósammála og segja líkurnar vera umtalsverðar. Kjarni málsins er að það veit enginn hvernig þessir áhættuþættir munu þróast. Að mínu mati skiptir engu máli hversu miklar líkurnar eru, það er nóg að óvissan sé til staðar. Í ljósi framangreinds er furðulegt að heyra fólk tala um að það ætli að ,,kjósa sig frá Icesave« eða ,,setja málið aftur fyrir sig«. Það er einfaldlega ekki hægt á grundvelli fyrirliggjandi samnings. Einnig fær það ekki staðist að rétt sé að samþykkja samninginn vegna þess að ,,dómstólaleiðin sé háð svo mikilli óvissu og áhættu«. Vissulega er dómstólaleiðin háð óvissu en hún er svo sannarlega ekki meiri en af því að samþykkja samninginn. Þvert á móti hafa menn fært góð rök fyrir því að sú leið sé í raun áhættuminni.

2. Bretar og Hollendingar axla enga ábyrgð samkvæmt samningnum

Fyrirliggjandi samningur gerir ekki ráð fyrir að Bretar og Hollendingar axli neina ábyrgð. Þrátt fyrir það liggur ljóst fyrir að eftirlitsaðilar þessara ríkja fengu upplýsingar um uppbyggingu innstæðutryggingakerfisins áður en útibú Landsbankans voru stofnuð í þessum löndum. Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, sem byggjast á tilskipunum Evrópusambandsins, voru eftirlitsaðilum í Bretlandi og Hollandi veittar upplýsingar um ,,tryggingar innlána og bótakerfi sem verndar viðskiptavini útibúsins«, sbr. 3. mgr. 36. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Þessir eftirlitsaðilar vissu, eða máttu í öllu falli vita, hvernig tryggingu innlánseigenda var háttað og gátu brugðist við því á viðeigandi hátt, teldu þeir uppbyggingu kerfisins á Íslandi stofna hagsmunum viðskiptavina útibúsins í hættu. Þrátt fyrir þetta axla Bretar og Hollendingar enga ábyrgð. Ekki er nóg með að Bretar og Hollendingar axli enga ábyrgð samkvæmt samningnum heldur taka þeir litla sem enga áhættu með gerð samningsins. Þeir fá þannig greiddan höfuðstól meintrar skuldar með vöxtum sem eru hærri en þeirra eigin fjármögnunarkostnaður, að viðbættum kostnaði við útgreiðslu.

3. Samningsbrot leiðir ekki

sjálfkrafa til skaðabótaskyldu

Ýmsir hafa bent á að það sé umtalsverð hætta á að Ísland tapi málinu ef það fer fyrir EFTA-dómstólinn. Hvort sem sú hætta er mikil eða lítil er ljóst að jafnvel þótt EFTA-dómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að Ísland hafi gerst brotlegt við ákvæði EES-samningsins hefur það ekki sjálfkrafa í för með sér skaðabótaskyldu ríkissjóðs. Til eru fjölmörg dæmi um að aðildarríki EES-samningsins hafi gerst brotleg við samninginn, án þess að bótaskylda hafi stofnast. EFTA-dómstóllinn dæmir ekki um skaðabótaskyldu. Skaðabótamál yrði að höfða fyrir íslenskum dómstólum þar sem myndi reyna á ýmis sjónarmið, eins og t.d. um skiptingu sakar vegna gáleysislegrar framgöngu eftirlitsaðila Breta og Hollendinga. Af fræðimönnum á sviði Evrópuréttar hefur auk þess verið bent á að til að bótaskylda komi til álita fyrir samningsbrot á EES-samningnum, þurfi brot að vera ,,nægilega alvarlegt«. Að mínu mati er ólíklegt að dómstólar muni komast að þeirri niðurstöðu að hugsanlegt brot á EES-samningnum verði talið nægilega alvarlegt til að bótaskylda geti stofnast. Vissulega fylgir óvissa ef til slíks dómsmáls kemur, en hún er að mínu mati ekki meiri en sú óvissa sem fylgir fyrirliggjandi Icesave-samningi.

4. Engin trygging er fyrir því að aðgangur atvinnulífs að lánsfé muni aukast

Margir halda því fram að verði samningurinn ekki samþykktur, muni íslensk fyrirtæki ekki fá fullnægjandi aðgang að lánsfé. Ef horft er á þá óvissuþætti sem óumdeilanlega fylgja samþykki Icesave-samningsins er erfitt að sjá fyrir sér af hverju aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfé ætti að aukast við það eitt að samningurinn verði samþykktur. Engin trygging er fyrir því að slíkt aðgengi muni aukast, hvorki í fyrirliggjandi samningi né annars staðar. Sum lánshæfismatsfyrirtæki hafa hótað að færa skuldabréf ríkissjóð í svokallaðan ,,ruslflokk«, verði samningurinn ekki samþykktur. Slíkum hótunum verður að taka með fyrirvara um tengsl þessara fyrirtækja við Breta. Vægi matsfyrirtækjanna hefur auk þess verulega minnkað í kjölfar hrunsins, eftir að í ljós kom að þau höfðu gefið ýmsum vafasömum skuldavafningum, sem voru seldir víða um heim, góða einkunn þrátt fyrir enga innistæðu. Ástæður fyrir litlu aðgengi íslenskra fyrirtækja að erlendu fjármagni eru margar. Ein stór ástæða, sem erlendir lánveitendur horfa til, er setning neyðarlaganna sem hafði í för með sér að kröfum þeirra var mismunað með afturvirkum hætti gagnvart innlánskröfum. Erlendir kröfuhafar óttast þannig að fá kröfur sínar ekki greiddar til baka, vegna setningar afturvirkrar löggjafar. Þessu munu erlendir kröfuhafar ekki gleyma næstu árin.

5. Samfélag án ábyrgðar verður samfélag án frelsis

Einstaklingar og lögaðilar verða sjálfir að bera ábyrgð á þeim skuldbindingum sem þeir stofna til. Enginn á að geta stofnað til skuldbindinga sem falla á ríkissjóð. Einstaklingar og lögaðilar þurfa frelsi til að vaxa og dafna, en frelsinu á að fylgja ábyrgð. Ef frelsið hefur í för með sér kvaðir á samfélagið á borð við þær sem Icesave-samningurinn felur í sér þá munu íslenskir launþegar eðlilega gera þá kröfu að frelsi einkafyrirtækja verði takmarkað. Ef almenningur þarf að axla ósanngjarna ábyrgð á gjörðum annarra munum við því framvegis búa í samfélagi án frelsis. Einungis Alþingi Íslendinga hefur umboð til að stofna til ábyrgðar fyrir íslenskt samfélag. Um þetta gilda lög um ríkisábyrgðir nr. 121/2007 sem segja berum orðum í 1. gr.: ,,Ríkissjóður má aldrei takast á hendur ábyrgðarskuldbindingar, nema heimild sé veitt til þess í lögum. Ríkissjóður má ekki ganga í sjálfskuldarábyrgð, nema sérstaklega sé kveðið á um það í lögum þeim sem ábyrgð heimila.« Enginn einstaklingur eða lögaðili hefur samkvæmt þessu umboð til að stofna til ábyrgðar ríkissjóðs og skiptir engu máli hvort þar er um ráðherra að ræða eða aðra. Ísland sem þjóð á undir engum kringumstæðum að þurfa að axla ábyrgð á skuldum einkafyrirtækis. Því til viðbótar er rétt að vekja athygli á þeirri staðreynd sem hefur verið bent á, að vegna óvissunnar um endanlega fjárhæð greiðsluskuldbindingarinnar, sé hugsanlegt að samningurinn stangist á við ákvæði stjórnarskrárinnar. Hvað sem því líður er í öllu falli ljóst að skuldbindingin samkvæmt fyrirliggjandi Icesave-samningi fullnægir ekki þeim skilyrðum sem lög um ríkisábyrgð gera til ríkisábyrgðar. Ástæðan er einföld: Óvissa um fjárhæð skuldbindingarinnar og þar með áhrif hennar á ríkissjóð. Með lögunum um heimild til handa fjármálaráðherra til að gangast í ríkisábyrgð fyrir Icesave-skuldinni er ákvæðum laga nr. 121/1997 um ríkisábyrgðir vikið til hliðar. Þjóðin mun því ekki njóta góðs af þeirri vernd sem þeim lögum var ætlað að veita.

6. Freistnivandi leiðir til óábyrgrar hegðunar

Ef íslenskt samfélag viðurkennir að einkafyrirtæki geti stofnað til skuldbindinga á kostnað ríkisins skapast sú hætta að stjórnendur fyrirtækja og einstaklingar freistist til að hegða sér með óábyrgum hætti (freistnivandi), t.d. með óhóflegri skuldasöfnun eins og gerðist hjá mörgum fyrirtækjum í aðdraganda hrunsins. Slík hegðun er hættuleg þar sem hún eykur líkur á tjóni fyrir samfélagið í heild sinni. Ef það er einhver lærdómur sem við eigum að draga af hruninu, er það að koma í veg fyrir slíka hegðun en ekki ýta undir hana. Með því að samþykkja Icesave erum við að ýta undir óábyrga hegðun.

7. Grundvallar-mannréttindi að fá að beina réttarágreiningi til dómstóla

Dómstólar hafa það hlutverk að leysa úr ágreiningi sem kemur upp milli aðila. Það eru grundvallar-mannréttindi að fá að vísa ágreiningi sínum til dómstóla, án þess að þurfa að þola hótanir á borð við þær sem Bretar og Hollendingar hafa viðhaft gagnvart Íslandi. Margir innlendir og erlendir fræðimenn hafa fært góð rök fyrir því að ríkissjóður hafi ekki brugðist skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum. Íslendingar eiga rétt á því að fá úrlausn dómstóla um þetta ágreiningsefni og þá jafnframt hvort og þá hver hugsanleg bótaskylda er.

Í ljósi framangreinds leyfi ég mér að hvetja kjósendur til að falla ekki í þá gryfju að segja já undir þeim formerkjum að kominn sé tími til að ,,kjósa sig frá málinu« eða af öðrum sambærilegum ástæðum. Það er lykilatriði að allir kjósendur kynni sér öll sjónarmið vel áður en farið er á kjörstað, þar á meðal áhættuna sem sannanlega fylgir því að segja já. Mín skoðun er sú að þeir áhættuþættir séu of margir til að óhætt sé að samþykkja samninginn.“
………

Verður áhugavert að sjá hvort að einhver JÁ liða treysti sér til að hrekja það sem fræðimaðurinn hefur að segja, eins og helstu „brekkur“ borgunarglaðra eins og Hrafn hér að ofan og aðra á svipuðu róli…. (O:

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 12:29

24 Smámynd: Geir Ágústsson

Hér tala menn um að Pétur sé að "rjúfa þögn" en Pétur mótmælir því og vísar m.a. til ræða sinna gegn Icesave I og II. Það er samt ekki nóg. Formaður Sjálfstæðisflokksins var á móti Icesave I og II en snéri svo afstöðu sinni á haus eftir nokkra fundi með Samfylkingunni. Bjarni talar líka illa um Icesave III, segist samt ætla að styðja Icesave-lögin.

Menn hafa því fyrir löngu gefist upp á því að reikna með einarðri andstöðu Sjálfstæðismanna á þingi gegn Icesave-lögunum. Þess vegna anda nú margir léttar að sjá Pétur lýsa hátt og skýrt yfir afstöðu sinni til atkvæðis þann 9. apríl svo enginn vafi sé á. 

Geir Ágústsson, 3.4.2011 kl. 13:23

25 identicon

 

föstudagur, 1. apríl 2011

Standast nei-rökin sjö skoðun?

Aðalsteinn E. Jónasson, dósent og hæstaréttarlögmaður, skrifar ágæta grein í Morgunblaðið í morgun, sem einnig er birt á advice.is. Þar tilgreinir hann með nokkuð málefnalegum hætti og tiltölulega æsingalaust þær sjö megin ástæður fyrir því að hann mun segja nei við Icesave-samningunum í kosningunum 9. apríl.


Sjálfur hef ég komist að gagnstæðri niðurstöðu og hef þegar neytt atkvæðisréttar míns í utankjörfundarkosningu. Að vegnum kostum og göllum tel ég þó áhættu og kostnað við nei meiri en við já.


En lítum á nánar á röksemdir Aðalsteins.


Sú fyrsta er sú að "Fjárhæð skuldbindingar er háð algerri óvissu þrátt fyrir samning". Óvissuna telur hann stafa af þremur þáttum, greiðsluskyldu í erlendum gjaldmiðlum, heimtum úr þrotabúi Landsbankans og lagalegri stöðu neyðarlaganna.


Um þessi rök er það að segja að þessi óvissa er áfram fyrir hendi jafnvel þó samningunum verði hafnað. Verði dómstólaleiðin farin ríkir fullkominn óvissa um niðurstöðuna. Gengisáhættan er þannig óbreytt, og í raun hærri, en hafa ber í huga að þorri eigna þrotabús Landsbankans er í erlendri mynt þ.a. gengisáhættan er ekki allt um lykjandi. Lagaleg staða neyðarlaganna styrktist umtalsvert í dag þegar héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að þau brytu ekki gegn eignarréttarvernd eða jafnræðisreglu stjórrnarskrárinnar. Þá hefur Eftirlitsstofnun EFTA komist að þeirri niðurstöðu að neyðarlögin hafi ekki falið í sér ólögmæta mismunun gagnvart almennum kröfuhöfum og því hafi ekki verið brotið gegn ákvæðum 40. gr. EES-samningsins um frjálst flæði fjármagns.Að því marki sem menn telja að lagaleg áhætta vegna neyðarlaganna sé til staðar, verður hún ennþá til staðar, jafnvel þó sagt verði nei, og hins vegar eru neyðarlögin nú orðin ein af helstu röksemdum nei-sinna þar sem þau tryggi Bretum og Hollendingum betri heimtur. Verður bæði sleppt og haldið?


Þ.a. þessi rök falla eiginlega á jöfnu.


Önnur rök Aðalsteins eru þau að "Bretar og Hollendingar axla enga ábyrgð samkvæmt samningnum". Þetta eru hártogunarrök, þar sem má segja að þeir hafi gert það með því að borga út innistæðutryggingar án tryggingar fyrir því að fá það endurgreitt, hvorki úr búi bankans eða frá íslenska ríkinu. Þetta er í raun kjarni deilunnar. Með samningunum er einmitt verið að ganga frá því að breska og hollenska ríkið fái endurgreiddan hluta, og langt í frá allan, útlagðan kostnað sinn vegna Icesave og falls Landsbankans.


Þ.a. þessi rök standast ekki skoðun.


Þriðju rökin eru þau að "Samningsbrot leiðir ekki sjálfkrafa til skaðabótaskyldu". Gott og vel. Aðalsteinn segir þó sjálfur að þessu "fylgir óvissa ef til slíks dómsmáls kemur" þ.a. a.m.k. falla þessi rök á jöfnu, þ.e. áhættan er bæði við samþykkt eða höfnun samningsins. Þó er því við að bæta að í samningsbrotamálum þar sem hægt er að sýna fram á beint fjárhagstjón af samningsbrotum eru líkurnar á skaðabótaskyldu mun meiri. Það mun eiga við í málaferlum vegna ICESAVE.


Þ.a. þessi rök falla a.m.k. á jöfnu, en í raun eru meiri líkur en minni á skaðabótaskyldu í dómsmáli.


Fjórðu rökin eru þau að "Engin trygging er fyrir því að aðgangur atvinnulífs að lánsfé muni aukast", þ.e. við samþykkt samkomulagsins. Gott og vel, en sama á við ef samningurinn verður felldur að minnsta kosti. Miðað við öll skilaboð sem berast frá hugsanlegum lánveitendum og matsfyrirtækjum, þ.e. skilaboð frá markaði, er að verði samningarnir felldir muni aðgangur versna.


Þ.a. þessi rök standast ekki skoðun.


Fimmtu rökin eru þau að "Samfélag án ábyrgðar verður samfélag án frelsis". Þetta er flottur frasi og alveg hægt að taka undir hann. Í röksemdafærslu sinni segir Aðalsteinn enga heimild fyrir því að ríkið taki á sig skuldbindingar vegna einkafyrirtækis. Vísar hann í lög um ríkisábyrgðir þar sem segi "Ríkissjóður má aldrei takast á hendur ábyrgðarskuldbindingar, nema heimild sé veitt til þess í lögum." Hér erum við hins vegar komin að öðrum kjarna deilunnar. Að lögum er til Tryggingarsjóður innistæða og deilt er um hvort að ríkisábyrgðarskylda hvíli á því að tryggja lágmarksinnistæður. Ekki allar innistæður, heldur lágmarkið. Ísland tryggði allar innistæður allra íslenskra banka, en bara á Íslandi. Ekki annars staðar. Hámarkskröfur gætu snúist um fullt jafnræði gagnvart innstæðueigendum hér á landi.


Þetta er kjarni samningsins. Viljum við taka áhættuna á dómstólaleiðinni þar sem allt er undir? Allt eða ekkert?


Þ.a. þessi rök falla á jöfnu, að minnsta kosti, og að mínu viti standast þau ekki skoðun.


Sjöttu rökin eru þau að "Freistnivandi leiði til óábyrgar hegðunar". Segir Aðalsteinn að "ef íslenskt samfélag viðurkennir að einkafyrirtæki geti stofnað til skuldbindinga á kostnað ríkisins skapast sú hætta að stjórnendur fyrirtækja og einstaklingar freistist til að hegða sé með óábyrgum hætti (freistnivandi)". Þetta er vissulega gilt sjónarmið, en málið er að "samfélagið" hefur löngum tekið að sér að veita ákveðna ábyrgðartryggingu fyrir mögulegri óábyrgri hegðan prívatsins. Er það gert m.a. af því að við erum jú "samfélag" en aðallega að ákveðnar lágmarkstryggingar styðja við gangverk atvinnu- og viðskiptalífsins. Lágmarksinnistæðurtryggingar eru til staðar svo fólk þori að geyma peninga í banka. Við erum með ábyrgðarsjóð launa, þ.a. jafnvel þó að fyrirtæki verði gjaldþrota og rekstur þeirra stöðvist (í sumum tilvikum vegna óábyrgrar hefðunar eigenda þeirra) er saklausum starfsmönnum og launþegum þess fyrirtækis tryggð ákveðin réttindi. Ríkið rekur eitt stykki íbúðalánasjóð til þess að hlutast til um tryggingar á lánum vegna húsnæðiskaupa.


Þ.a. þessi rök falla um sjálft sig. Með Icesave samningunum er verið að ábyrgjast greiðslu lágmarkstrygginga á mjög afmörkuðum hluta viðskiptalífsins og ekki hægt að draga af því víðtækar ályktanir um opnar ábyrgðir á allt atvinnulífið.


Sjöundu rökin eru síðan þau að það eru "Grundvallar-mannréttindi að fá að beina réttarágreiningi til dómstóla." Ég skal viðurkenna að ég hef illan bifur á dómstólagreddu ákveðinna lögfræðinga. Viðurkenni ég fúslega að það er ekki sérlega málefnalegt hjá mér. Hins vegar verður það að segjast að þau sannindi eru tiltölulega einföld að þorri ágreinings er leystur utan dómstóla, sérstaklega hvað varðar milliríkjadeilur. Það að það sé eitthvert sérstakt mannréttindamál að leysa þessa deilu fyrir dómstólum er því miður, og afsakið orðbragðið, hrein þvæla. Dómstólar eru jafnan og mun frekar síðasta hálmstráið þegar allt annað hefur verið reynt til að leysa úr ágreiningi.


Þ.a. þessi rök standast heldur ekki skoðun.


Verður því að segjast að annars ágæt grein dósentsins hefur lítið nýtt fram að færa. Fimm af sjö rökum virðast ekki standast nánari skoðun og hin tvö falla a.m.k. á jöfnu. Greinin sannfærir mig þar af leiðandi síður en svo um að skipta um skoðun og segja nei.


Því verður atkvæði mitt áfram já við samningum um ICESAVE.

Ritaði Friðrik Jónsson kl. 18:42 9 ummæli Tengt á þessa færslu

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 13:40

26 identicon

Ha ha hah hahhhaaaa.....    það er ekki að spyrja að því að Baugsbaðvörðurinn Hrafn dúkkar upp með hálfvitalegustu grein allra tíma sem hrekur nákvæmlega ekki neitt af því sem kemur fram hér að ofan.... nema hugsanlega að það geti verið gáfulegt að ganga í liðið með Baugsfylkingarskjólstæðingunum Björgólfi, Jóni Ásgeiri og mannvitsbrekkunni og þjóni þeirra Vilhjálmi vonabí ríka ... með að segja JÁ eins og baðvörðurinn og aðra á hans pari.... 

Þessir sömu "hugsuðir" og fjármagna og standa á bak við auglýsingar eins og með elliærum kerfismylkingum og mörgum þjóðarskömmum sem hafa gengt embættum fyrir land og þjóð og jafnvel þurft að fjarlægja úr þeim af ýmsum félagslegum orsökum... og náttúrulega hákarlinn ógurlegi.... 

Baugsbaðvörðurinn hlýtur að geta betur ...Koma svo .....  

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 13:58

27 identicon

Baugsbaðvörður... Fáðu vin þinn Friðrik Jónsson að sýna fram á með nákvæmum heimildum um að eftirfarandi dæmi myndi fara á þann sama veg og hann leyfir sér að fullyrða.

Þar sem þessi útskrifaði alþjóðasamskiptir og alþjóðaviðskiptir sér beint samhengi þess að taka á sig óborganlegar skuldir, – opni allar lánagáttir veraldar, og ekki dugar minna en hann lofar að svo verði eins og góðum sjáanda og "virtum" sjáanda sæmir.

Fengi Lalli Johns brennivínsflösku lánaða af bar vegna þess að hann hann undirritar samning að borga 100 þúsundir sem var stolið og hann tók ekki þátt í að gera og ber ekki neina ábyrgð á...????

Lalli skrifar upp á ábyrgðar og greiðsluáætlunarsamning og fengi eina flösku á dag að láni frá þriðja aðila uns hann er búin að borga allar hinar..  ???

Eða er ólíklegt að hann fengi ekki dropa að láni fyrr en hann hafi borgað allar hinar 100 þúsund, - sem allir vita að gerist aldrei...???

Ekki fyrr en yfirnáttúrulegt kraftaverkið gerðist að honum tækist að greiða þessar 100 þúsund sem hann bar enga ábyrgð né lagaleg skylda að greiða, og það þarf ekki stórkostlegt " fjármála og viðskiptaséní" að reikna það út að líkurnar að hann fái peningana sína aftur hljóta að vera minni en engar.

En eins og svo margt annað í lífinu þá er ekki hægt að fullyrða neitt um óorðna hluti,.. og sorglegt að sjá  alþjóðasamskiptir og alþjóðaviðskiptir gera meira en lítið úr sjálfum sér með jafn snautlegum pólitískum málflutningi sem hefur ekkert með heilbyggða skinsemi að gera.  Svo málflutningur eins og Baugsbaðvörðurinn heldur heldur einungis á lofti, og væntanlega á launum.  Á pari við afgangs ráðherra og háskarlsfræðina.



Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 15:01

28 Smámynd: Elle_

Og maður játast heldur ekkert undir ólöglegar kröfur.   Maður semur ekkert eins og óviti við villimenn hvað sem JÁMENN koma með mörg ´hagstæð´dæmi.  Málið snýst ekki um hvað sé hagstætt og það er fáránleg umræða.  Málið snýst um kúgun.  VIÐ SEGJUM NEI VIÐ OFBELDI. 

Elle_, 3.4.2011 kl. 17:51

29 identicon

http://thjodaratkvaedi.is/2011/is/deilan.html

Fyrir þá sem vilja kynna sér málið.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 18:48

30 identicon

Endurtek fyrri spurningu mína:

"Hvers vegna greiddu Bretar og Hollendingar út Icesave án samráðs við Íslendinga."

Hvað kallar Pétur H. Blöndal og aðrir Nei sinnar þetta:

http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/3228

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 20:55

31 identicon

Jón Sigurðsson.  Hvað kemur þessi linkur á forsætisráðuneytið þessari umræðu við..??? 

Nú ertu sennilega einn af þessum JÁ mönnum, sem, jafnframt hefur ekki hugmynd um lagahliðar málsins, sem er regla en ekki undantekning þegar þið eruð annars vegar.  Og að slíkir eru að taka jafn stóra ákvörðun fyrir þjóðina og raun ber vitni, er sorglegra en tárum tekur. Könnun sýndi að 85% JÁ manna höfðu aldrei lesið samningsdrögin og höfðu nokkra hugmynd um hvað málið gengur út á.  Það sama og þingmenn stjórnarliða sem samþykktu Icesave I án þess að hafa hugmynd um hvað samningurinn gekk út á og gekk svo langt að hafa ekki einu sinni lesið hann.  Semsagt það átti að samþykkja hann óséðan eins og allir vita.  Það mun vera brot á stjórnarskrá og lagagreinum sem varða landráð.  Hvorki meira né minna.  Vangát breytir þar engu um.

En skýrðu endilega út ef "samkomulag" embættismanna og stjórnvalda er gildur samningur, eins og þú viðist halda, hvað eru menn þá að eyða fleiri árum í að semja ef löglegur samningur er þegar kominn á..???? 

SVAR ÓSKAST..!!

Lagaskýringar Sigurðar Líndal lagaprófessors, þegar hann tók sig til og bókstaflega rassskellti Jón Baldvin Hannibalsson einn mesta rugludall borgunarsinna.  Strigakjafturinn og fretkarlinn hefur ekki treyst sér að svara fyrir sig, sem mun vera í fyrsta sinn þegar hann lætur lítið ljósið skína og er andmælt.

Sigurður Líndal skrifar ma. og hefur ekki verið hrakið.:

"Nú liggja fyrir fjölmargar yfirlýsingar forvígismanna Íslendinga um stuðning við tryggingarsjóð, nánar tiltekið að aðstoða sjóðinn við að afla nauðsynlegs fjár – meðal annars með lántökum – svo að hann geti staðið við skuldbindingar um lágmarkstryggingu innistæðna. Ef orð kynnu að hafa fallið á annan veg, geta þau ekki fellt ábyrgð á ríkissjóð, þar sem slík ábyrgð verður að hljóta samþykki Alþingis. Í mikilvægum milliríkjaviðskiptum er gengið úr skugga um umboð og réttarstöðu viðsemjenda, þannig að þetta hefur bæði Hollendingum og Bretum verið ljóst. Reyndar skiptir grandleysi ekki máli – slíkt loforð er ekki bindandi.


En ef Jóni Baldvini er annt um sjálfsvirðingu sína, ætti hann að gefa orðum sínum gaum. Með ummælum um bindandi yfirlýsingar íslenzkra ráðamanna um ríkisábyrgð – þótt hann hafi ekki fundið þeim stað – er hann að saka þá um að virða ekki stjórnarskrána. Ríkisábyrgð hlýtur að fylgja lántaka og fyrir henni verður væntanlega setja tryggingu og til þess þarf samþykki Alþingis, sbr. 40.-41. gr. stjórnarskrárinnar, sbr einnig 21. gr. Ráðherra sem hefði gefið yfirlýsingu um stórfelldar fjárhagsskuldbindingar með ábyrgð íslenzka ríkisins án fyrirvara um samþykki þingsins kynni að baka sér ábyrgð samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð og verða stefnt fyrir Landsdóm. Jón Baldvin er með orðum sínum að saka forystumenn Íslendinga, þar á meðal ráðherra um stórfelld lögbrot. Þrátt fyrir það að vera ekki bindandi er augljóst að slíkar yfirlýsingar hefðu skaðað íslenzka ríkið."

"Ef Ísland hefði tekið á sig ábyrgð með hinum umsömdu viðmiðum hefði þá þurft að gera sérstakan samning um  ríkisábyrgð 5. júní 2009 sem undanfarið hefur legið fyrir Alþingi?"

http://www.pressan.is/pressupennar/lesa_Sigurd_Lindal/ur-thrasheimi-stjornmalamanns?page=2&offset=-10

Hlakka til að lesa enn eina snilldar úttekt borgunarsinna með venjubundnum röksemdarfærslunum, td. eins og Baugsbaðvörðurinn Hrafn er þekktur fyrir...

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 21:25

32 identicon

"Könnun sýndi að 85% JÁ manna höfðu aldrei lesið samningsdrögin og höfðu nokkra hugmynd um hvað málið gengur út á. "

Heimildir, heimildir!! Hve margir Nei manna hafa lesið samninginn?

Hlekkurinn hefur einmitt allt með málið að gera. Þarna gefur Haarde Bretum og Hollendum grænt ljós á að greiða innistæðurnar.

Magnað hvað Nei menn eru klárir og Já menn heimskir. Einfaldur heimur hjá ykkur snillingunum.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 21:30

33 identicon

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 21:30

Hlekkurinn þinn, Jón, segir sjálfsagt eitthvað um Geir Haarde, en hann gat samt ekki skuldbundið þjóðina öðru vísi en  með lagasetningu á Alþingi, sem aldrei kom. Þess vegna er hlekkurinn ekkert merkisplagg, þótt athygli veki, að þar eru vaxtagreiðslur alls ekki nefndar og ESB er í hlutverki rukkarans.

Segjum nei við fjárkúgun Breta og Hollendinga.

Sigurður (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 22:18

34 identicon

Jón Sigurðsson.  Það vill svo til að talsmenn Áfram gáfu út þá yfirlýsingu að það væru "gáfumennin" úr háskólunum sem ætla að segja JÁ, - en ómenttaður skríllinn NEI.  Sömu gáfumenn og fylltu stöður sérfræðinga í allskonar fræðum sem bera mesta ábyrgð á hruninu sem starfsmenn drullusokkanna og eða í klappliði þeirra eins og td. mannvitsbrekkan Hrannar mávasmali, aðstoðarmaður forsætisráðherra. 

Hverju lofaði Geir?  Að þjóðin myndi greiða það sem henni ber og hún telur eðlilegt og þá það sem lög krefðust,... eða var það að greiða það sem handrukkararnir segðu að ætti að greiða?  Eða sagði Geir að hann persónulega ætlaði að borga Icesave, sem er jú þá eina loforðið sem hann gat gefið til að gera einhvern Íslending ábyrgan?  Einungis hann sjálfan.  Lög segja skýrt að hann gat ekki lofað neinu annað frekar en núverandi rugludallar sem stýra.

Ef að Bretar og Hollendingar hefðu jafn óþjóðlega sýn og þá þú og margir JÁ - liðar, þá væri löngu búið að ganga frá hvernig greiðslum yrði háttað af fjármálaráðuneytinu og þá væri hvorki þing, forseta og þjóð spurð álits á einu né neinu.  En þetta veistu örugglega.  Bretar og Hollendingar vissu vel eins og Geir að það þarf meirihluta þingsins til að samþykkja greiðslur sem þessar, og vafalaust gilda samskonar lög hjá þeim líka.  Einhver undansláttur að menn hafi ekki þóst vita þetta eða umboð samningamanna eða Geirs, er haldlaust bull eins og lagaprófessorinn bendir á og þú augljóslega last ekki, og lögin afgreiða að slíkar yfirlýsingar eru einskyns virði í alþjóða samningagerð.

Lestu það sem Sigurður Líndal skrifar og biddu svo okkur hin afsökunar á að eyða tíma okkar í þetta rugl í þér.  Og til að toppa bullið þarf maður að finna fyrir þig upplýsingar sem ættu að vera öllum kunnum sem telja sig getað leiðbeint öðrum um hvað skal kjósa.

Mér er skapi næst að segja þér að vinna heimavinnuna áður en þú lætur ljósið skína, en ætla samt að hjálpa þér í þetta sinn.:

12.01.2011
Um helmingur vill samþykkja Icesave

Tæplega 1200 manns af öllu landinu voru spurðir seinnipartinn í desember hvort Alþingi ætti að samþykkja Icesave-samningana og hversu vel þeir þekktu samningana. Hátt í helmingur aðspurðra, rúmlega 47% sagðist hlynntur því að Alþingi samþykkti samningana, á meðan rúmlega 35% voru því andvíg. Um 17% voru hvorki hlynnt né andvíg. Hvað varðar þekkingu á innihaldi samninganna, þá sögðu næstum sex af hverjum tíu að þeir þekktu þá illa eða alls ekki. Tæp 17% sagðist hins vegar þekkja innihald samninganna vel eða að öllu leyti. Mun fleiri eru hlynntir samþykkt samningana meðal þeirra sem styðja ríkisstjórnina, eða rúmlega 78% prósent, á móti tæplega 30% þeirra sem styðja hana ekki.

frettir@ruv.is


Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 23:55

35 identicon

ES.  Jón.  Það er mikill munur á að segja NEI yfir samning sem fólk þekkir ekki en að segja , eins og allur þingheimur Baugsflokksins og VG gerðu með Svavars glæsisamninginn Icesave I, og það án þess að hafa lesið staf út á hvað hann gekk.  Það er klárt brot á stjórnarskrá og væntanlega á lagagreinum sem fjalla um landráð.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 00:01

36 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Björgólfur Thor, skilaðu Icesave-peningunum!

btb_1074596.jpg

Breska blaðið Telegraph fjallar í gær  um bréf sem skilanefnd Landsbankans hefur sent stjórnendum bankans þar sem útlistað er hvernig 174 milljónir punda (um 32 milljarðar kr.) hafi verið færðar út úr bankanum með ólögmætum hætti sama dag og hann var þjóðnýttur. Fram kemur að meirihluti fjárhæðarinnar hafi farið til fyrirtækja í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar og föður hans Björgólfs Guðmundssonar. Blaðið greinir frá því að Björgólfur Thor, sem sé búsettur í Lundúnum, sé einn af auðugustu mönnum heims. Telegraph segir að eignir hans séu metnar á einn milljarð Bandaríkjadala. Í bréfinu segir að stjórnarmenn bankans hafi átt að gera sér grein fyrir því þann 6. október 2008 að bankinn hefði verið orðin gjaldþrota. Það sé mat skilanefndarinnar að fjármagnsflutningarnir hafi dregið úr verðmæti eigna bankans og misnunað kröfuhöfum. Þar af leiðandi hafi verið um ólögmætan gjörning að ræða. Frétt Telegraph.mbl.is

 Ég segji Nei við Icesave og skora á Björgólf að gera upp sín eigin viðskipti!

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.4.2011 kl. 18:30

37 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það eru að sjálfsögðu fleiri og merkari rök fyrir nei-i. Ef það er rétt, sem ég heyri fleygt að Icesave hafi verið tryggt í Bretlandi. Sjá hér.  Þarf þá eitthvað frekar að ræða þetta mál?

Jón Steinar Ragnarsson, 4.4.2011 kl. 20:01

38 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Auðvita hlaut skarpasti kollurinn í þingliði Sjálfstæðisflokksins að sjá í gegnum um þetta mál.

Pétur Blöndal á þar fyrir utan heiður skilið að hafa þann manndóm til að bera að sem þarf til að segja hug sinn með þessum hætti.

Mættu aðrir að þingi taka Pétur Blöndal sér til fyrirmyndar í þessu máli.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 5.4.2011 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband