Icesave-peningarnir hjá Björgólfi og félögum

Peningarnir sem ætlast er til að íslenska þjóðin standi í ábyrgð fyrir fóru til Björgólfs Björgólfssonar kortéri fyrir hrun Landsbankans. Viðskiptafélagar Björgólfs eru forvígsmenn Áfram-hreyfingarinnar sem vill að Íslendingar segir já 9. apríl. Vilhjálmur Þorsteinsson varaþingmaður Samfylkingarinnar er talsmaður Áframhópsins en einkahagsmunir Vilhjálms og Björgólfs tvinnast saman.

Í stað þess að ríkisvaldið herji á Björgólf og endurheimti Icesave-peningana fær Björgólfur uppgefnar sakir og hvítþvott hjá vinstristjórninni. Forysta vinstri grænna tekur undir þvættinginn.

Hvort heldur að Jóhönnustjórnin sé sek um glæpsamlegt hirðuleysi, stórkostlega vangá eða almenna heimsku er deginum ljósara að Icesave-samninga átti aldrei að gera fyrr en rannsóknum á síðustu dögum Landsbankans og afdrifum Icesave-peninganna væri lokið.  

Ríkisstjórnin á að biðja þjóðina afsökunar á Icesave-samningnum og hvetja almenning til að segja nei laugardaginn 9. apríl


mbl.is 32 milljarða millfærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá skal ég bjóða sjálfum mér upp á verulega tilbreytingu ef ég verð vitni af að spilltustu kratar íslandssögunnar biðjist afsökunar á óhæfuverkum sínum.

Hún getur ekki einu sinni handterað jafnréttislögin sín.

jonasgeir (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 09:28

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

....og Björgólfarnir og stjórnendur Landsbankans eiga að borga til baka það sem þeir virðast hafa tekið ófrjálsri hendi og vinna síðan í þegnskilduvinnu fyrir Breta og Hollendinga á meðan verið er að gera upp skuldir þeirra vegna Icesave reikninganna.... Ekki langt fyrir breska dómstóla að sækja þá.....

Ómar Bjarki Smárason, 3.4.2011 kl. 09:31

3 Smámynd: Magnús Ágústsson

endalaust vellur vidbjodurinn upp a yfirbordid

fyrr frys i helviti en ad thetta aumans lid bydist afsokunar

Magnús Ágústsson, 3.4.2011 kl. 09:53

4 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Þessi frétt gerir það að verkum að ég er enn meira ákveðin í að segja Nei - 9. apríl.

Ég mun aldrei samþykkja Icesave.  Þessir glæpamenn eiga sökina á hruni landsins og ég skil ekkert í því að þeir gangi enn lausir.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 3.4.2011 kl. 09:54

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Voru það ekki þið sem vilduð og viljið ,,fara í mál" við beta vegna þess að þeir stoppuðu þá sjalla af og settu frystingarlög á bankann?  Mig minnir það endilega.

Þið hefðuð vljað líkalega að bankinn yrði alveg tæmdur svo ekkert af eignum gengi uppí skuld landsins varðandi samræmda evrópska neytendavernd sem landið er skuldbundið til samkv. alþjóðasamningum að tryggja einstaklingum.

Ef rétt reynist hjá Tele, þá gerir þetta málstað íslands enn verri.  Enn verri.  Og mátti nú ekki við þvi.

það hvernig lögregluyfirvöld og saksóknarar halda á málum gagnvart fyrrverandi eigendum bankanna verður alltaf ótengt alþjóðlegum skldbindingum landsins þessu viðvíkjandi.

En þetta styrkir það sem eg hef barist fyrir að þeim Brown&Darling yrði veitt Fálkaorðan fyrir vasklega framgöngu í þágu íslensku þjóðarinnar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.4.2011 kl. 09:57

6 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Alveg með ólíkindum að VG skuli halda verndarhendi yfir þessa fjárglæframenn.

Sigurður I B Guðmundsson, 3.4.2011 kl. 10:26

7 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Ef þetta er rétt, þá eru þessir peningar einhvers staðar til. Skilanefnd Landsbankans nær væntanlega í þá og leggur inn í þrotabúið.

ERGO: Minna verður fyrir okkur að borga í útfararkostnað vegna Ísbjargar heitinnar,en skynsamlegast tel ég að borga þetta skiterí og snúa okkur svo að framtíðaruppbyggingu á þessu brotna þjóðfélagi okkar.

Jón Ragnar Björnsson, 3.4.2011 kl. 11:01

8 identicon

Það er alltaf gaman að lesa fréttir í erlendum fjölmiðlum ... en skemmtilegra að lesa commentin.

Hvet menn til að kommenta líka í erlendu kommentakerfunum ... því stundum er glöggt gestsins auga.

 Og Ómar Kristjáns ... ertu ekki í lagi ?

Auðvitað nei við Icesave ... en þú vilt halda því fram að bretinn hafi sett hryðjuverkalögin á Landsbankann fyrir nær 2 árum en sé fyrst núna að uppgötva þetta ????

Að Serious Fraud hafi fyrst núna verið að taka upp gögnin sem þeir tóku afrit af þegar þeir beittu ákvæðum hryðjuverkalaganna ???

Að Brown og Darling séu saklausir sveitastrákar sem voru ginntir eins og þurs af útsmognum alþjóðlegum íslenskum fraudsterum ???

Ég er ansi hræddur um að pólítík í báðum löndum sé sú að ljúka þessum samning þannig að þeir geti sagt að tekið hafi verið á málum ... en í raun er þetta bara dúsa til að stinga upp í breskan almenning af hendi bretanna .... við eru bara þægileg windowdressing.

"In spite of collective losses in excess of £6bn, the Government is proposing to pay 945,000 victims of the Equitable Life scandal just 15pc of the amount they have actually lost."

http://www.telegraph.co.uk/finance/personalfinance/investing/8411606/We-will-haunt-MPs-until-they-put-this-grave-injustice-right.html

Og the Telegraph ýar að því að þeim þyki tengslin við þjóðaratkvæðagreysluna athyglisverð 

"The revelation of multi-million pound transfers comes as the people of Iceland prepare to vote on whether to repay £2.3bn lost in the collapse of Landsbanki's UK subsidiary Icesave to the UK Government. Last year Iceland overwhelmingly voted to reject a similar repayment package."

Hlynur Jörundsson (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 11:13

9 identicon

Eitt sem ég skil ekki alveg, þegar verið er að tala um að þetta sé svo lítil upphæð, 40-50 milljarðar. AF HVERJU LEGGJA BRETAR OG HOLLENDINGAR ÞÁ SVONA MIKLA ÁHERSLU Á RÍKISÁBYRGÐ? Af hverju ekki að borga þeim þessa milljarða og segja þeim að hirða svo eignirnar. Málið er aðalega það, finnst mér, að það vantar eitthvað í allar þessar upplýsingar sem eru að flæða yfir okkur núna.

Því miður þá er reynslar sú að stjórnvöldum er ekki treystandi til að segja allan sannleikann.

Nökkvi Johannesson (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 11:37

10 identicon

Það er súrrealískt til þess að hugsa að hér á landi séu til sjálfboðaliðar sem eru beinlínis tilbúnir til að gerast Félagsmálastofnanir fyrir ríkustu menn Bretlandseyja. Leynt og ljóst eru sömu aðilar ásamt meirihluta þingmanna stögugt að höggva í rætur skýrslu RNA og þingmannanefndarinnar þar sem sjálftöku, bankaráni stjórnenda og kjölfestufjárfesta er lýst í þaula. Nei, þetta voru bara smávægilegri hnökrar í rekstrinum - þess vegna á að borga!

Málið þarf að fara fyrir dóm - ekki vegna þess að ég vil ekki borga og veit að við höfum ekki efni á því að borga - heldur vegna þess að sakamál eiga heima fyrir dómi og ég kannast ekki við að nokkur þjóð hafi nokkurn tíma samþykkt alkaskó á banka með sjálftöku- og bankaránstryggingu innifaldri.

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 11:37

11 identicon

Amen.

Hefði ekki getað orðað þetta betur sjálfur.

En hvenær ætlar þessi þjóð að vakna!

Og heimta að sett verði neiðarlög ef ekki vill betur, til að koma glæpalýðnum bak við lás og slá?

Og að rotnir flokkshestar eins og Vilhjálmur Þ. verði gerður brottrækur frá jötunni.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 12:07

12 Smámynd: Elle_

ICESAVE á ALDREI og átti ALDREI að semja um hvort sem peningarnir voru fundnir eða ekki.  Maður semur ekki um kúgun.  Það er ekki hægt.  Það á að stefna ICESAVE-STJÓRNINNI fyrir að brjóta lög og stjórnarskrá og níðast á þjóðinni.

Elle_, 3.4.2011 kl. 14:10

13 identicon

Rammfalskar pólitískar málpípur stjórnvalda og þess arms Sjálfstæðisflokks sem berjast fyrir því að auðrónarnir þurfi ekki að standa skil gjörða sinna fara hamförum í fjölmiðlum. Skjólstæðingar þeirra eins og Björgólfur, Jón Ásgeir og tækifærissinninn og þjóni þeirra og Samfylkingarinnar Vilhjálmur "vonabí ríka".

Þessir sömu "hugsuðir" og fjármagna og standa á bak við auglýsingar eins og með elliærum kerfismylkingum og mörgum þjóðarskömmum sem hafa gengt embættum fyrir land og þjóð og jafnvel þurft að fjarlægja úr þeim af ýmsum félagslegum orsökum... og náttúrulega hákarlinn ógurlegi....   

Áhugavert væri að fá JÁ fíkla eins og Ómar og Baugsbaðvörðinn Hrafn, koma með enn eina rökleysu um hvers vegna stjórnvöld létu fella út þau ákvæði sem voru þó áður í glæsisamningi Svavars að Bretar og Hollendingar tækju þátt í að koma höndum yfir þá sem eru grunaðir og reynast sekir og að hafa uppá peningunum…???

Hverju skyldi nú valda…???

Má ég skjóta á að varla hafi það skemmt fyrir auðrónum og eigendum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks að allir ráðherrar fyrri flokksins voru meira og minna á „fjárstyrkjum“ (mútum: skýr. Mörður) frá þeim, og þar fer fremst í flokki vesalings forsætisráðherrann sem þáði frá Jóni Ásgeiri og Có sem og Björgólfsfeðgunum úr Icesave gróðanum. Örugglega hefur heldur ekki eyðilagt að Samfylkingin lét leggja ofurstyrki inn á reikninga með ýmsar illrekjanlegar kennitölur eins og bankastjóri Landsbankans skýrði frá við yfirheyrslum hjá Rannsóknarnefnd Alþingis.

Meira og minna allir þingmenn og ráðherrar þessara tveggja flokka sem samþykktu Icesave III þáðu slíkar „fjárveitingar“ frá þessum helstu gerendum hrunsins og um leið þeir sem hirtu Icesave sjóðinn eins og hefur verið að að undanförnu.

Hvers vegna stendur á því að það eina sem gat tryggt að eitthvað að viti hvað varðar að ná þeim seku og peningunum aftur, – var hent út…???

Tók fólk eftir enn einu Icesave drullutrikki Steingríms og Jóhönnu með að þurfa ekki að svara spurningum fjölmiðla um kostnaðinn við samningagerðina…fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna...??? Þegar fresturinn var að verða útrunninn sem þeim ber skylda til vegna upplýsingarlaga, þá stökk mannvitsbrekkan Björn Valur fram og bað Steingrím vin sinn um þessar sömu upplýsingar. Og að hreinni tilviljun þá þarf að svara þingmanninum á undan fjölmiðlum.

Og tók fólk eftir að af einhverjum dularfullum orsökum datt málið út af dagskrá þingsins… núna fyrir helgi... ??? Svo vill svo skemmtilega til að næsti fundir verður ekki fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna…og ekkert svar fæst fyrr en þá. Ansans óheppni, eða er það ekki…??? – "Óheppnir" þeir Steingrímur og Björn Valur..???

Hvað þarf að fela fyrir þjóðinni með að Steingrímur og stjórnvöld fara í jafn ógeðfelldan drulluslag til að halda jafn sjálfsögðum upplýsingum frá þjóðinni áður en hún þarf að taka jafn afdrifaríka ákvörðun um næstu helgi...???

Gefur það ekki augaleið að hún verður að segja STÓRT NEI til að hægt verði að komast fyrir spillinguna sem ríkir í skjóli fjórflokkanna og kemur jafn glögglega í ljós eins og í þessu atriði, sem er þess eðlis að stjórnvöld vita að verði til þess að þjóðin segir NEI eins og í 98.2 - 1.8% háðunginni.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 14:30

14 identicon

Vel mælt GUÐMUNDUR.

Forgangsverkefni verður að koma Steingrími og Jóhönnu fyrir landsdóm vegna Icesave.

Þessa valdníðinga verður að stöðva.

Karl (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 15:50

15 Smámynd: Elle_

Já, eða bara almennan dóm, ekki endilega Landsdóm.

Elle_, 3.4.2011 kl. 17:17

16 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Landsdómur er eitthvað sem við skulum sjá til með því að ég veit að hann mun aldrei dæma Geir H Haarde hvað þá nokkurn annan stjórnmálamann, en hvað Iceasve varðar þá mun ég aldrei geta kosið með því að borga skuldir stór þjófa sem ekki einu sinni eru búsettir á landinu eftir að þeir stálu þúsundum milljörðum úr kerfinu það eitt segir til um sekt þeirra landráðamanna og hugleysingja!

Sigurður Haraldsson, 3.4.2011 kl. 17:26

17 identicon

AF HVERJU LEGGJA BRETAR OG HOLLENDINGAR ÞÁ SVONA MIKLA ÁHERSLU Á RÍKISÁBYRGÐ?  Kannski vegna þess að búið sé ekki eins gott og menn vilja láta vera en sennilega frekar vegna þess að þeir eru óvissir um að sú breyting neyðarlaganna að færa innlánskröfur úr flokki almennra krafna í flokk forgangskrafna standist hjá Hæstarétti eða Mannréttindadómstól Evrópu !

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband