Föstudagur, 1. apríl 2011
Hákarlaauglýsingin og aumingjarökin
Hákarlaauglýsing stuðningsmanna Icesave-samningsins sýnir þjakaða þjóð og smáða gleypta af stórum hákarli. Amx-vefurinn birti textagreiningu á myndmáli auglýsingarinnar. Skilaboðin eru þau að Ísland eigi að segja já við Icesave-samningunum vegna þess að við erum of aum og vesöl til að segja nei.
Aumingjarökin í Icesave-umræðunni eru þau sömu og iðulega heyrast í umræðunni um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Við getum ekki farið með forræði eigin mála og eigum þess vegna að afsala okkur fullveldinu til Brussel.
Ísland er ómagi sem þarf að segja til sveitar hjá Evrópusambandinu. Þar eru fyrir á fleti gömul nýlenduveldi sem kunna að koma aumingjum til manns.
Athugasemdir
Verulega vond auglýsing.
Gjörsamlega skotið yfir markið í hræðsluáróðri.
Hver stendur fyrir þessari vitleysu?
Viðkomandi er a.m.k. ekki að vinna málstaðnum gagn.
Karl (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 15:18
Verulega góð auglýsing um að JÁ liðar eru búnir að missa allt í buxurnar með arfa heimskri auglýsingagerð og birtingum sem allt í einu er sögð vera styrkta af "frjálsum framlögum einstaklinga sem fyrirtækja".
Hvet alla NEI menn til að leggja inn á reikninginn hjá þeim til að tryggja að jafn heimskulegar auglýsingar birtist sem oftast fram að 9. apríl.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 15:31
Ég hef ekki nokkra trú á því að þessi gömlu nýlenduveldi hafi neina áætlun um að koma Íslandi til manns. Frekar að þau muni taka frá okkur það sem við þurfum til þess. Þess vegna segi ég Nei við ESB og Nei við Icesave.
Sigríður Jósefsdóttir, 1.4.2011 kl. 15:53
Myndin er nákvæmlega eins og innrætið er í þessum já mönnum. Ég skil bara ekki þessar kannanir,á þriðjudag hitti ég 8 einstaklinga sem öll ætluðu að skila NEI-i. Í dag var ég á rúnti með einu barna minna,þar fékk ég að vita í óspurðum fréttum að all hópur gamalla vinnufálaga ætlaði að kjósa Nei.
Helga Kristjánsdóttir, 1.4.2011 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.