Þrjár ríkisstjórnir í landinu

Jóhanna Sig. og Steingrímur J. mynda saman ríkisstjórn og þeim tveim hefur gengið bærilega að samhæfa sig. Ríkisstjórn númer tvö rekur Össur Skarphéðinsson úr utanríkisráðuneytinu. Þar á bæ eru öll mál skoðuð frá sjónarhorni ESB-aðildarumsóknar, bæði stór og smá.

Þriðja ríkisstjórnin er í þingflokki Vinstri grænna. Í henni eru ráðherrarnir Ögmundur Jónasson og Jón Bjarnason. Ásmundur Einar Daðason og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir eru hluti af þessari ríkisstjórn sem gengur undir nafninu sómakæra vinstrið.

Aðilar vinnumarkaðarins, Evrópusambandið, NATO og aðrir sem eiga samskipti við stjórnarráðið eru eðlilega hálf hvumsa yfir þrem ríkisstjórnum í litla lýðveldinu Íslandi. 

Skýringin á þrem ríkisstjórnum í einu og sama stjórnarráðinu er að hér á landi ríkir stjórnmálakreppa sem enginn þorir að viðurkenna. Þögnin er samstofna ótta alkahólistans við að viðurkenna sjúkdóm sinn. Viðurkenningin er fyrsta skrefið, greining vandans það næsta og loks aðgerðir.


mbl.is Funda með stjórnvöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt greining.

Kosningar eru það eina sem linað getur pólitíska kreppu.

Karl (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 10:43

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það fer allt eftir því hverjir eru í framboði, Karl.

Ef boðað verður til kosninga núna og sömu aularnir bjóða sig fram aftur þá get ég ekki séð að neitt breytist í stjórnmálum landsins.

Ég er ekki að tala um örfáar mannabreytingar sem gersat og hafa gerst gegnum tíðina, heldur algera breytingu með allveg nýju blóði.

Ef það gerist að enginn þeirra sem nú situr í ríkisstjórn býður sig fram ásamt formönnum stjórnarandstöðuflokka þá getum við farið að tala um breytingar.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 30.3.2011 kl. 11:26

3 identicon

KALDI.

Sammála.

Grasrótin í flokkunum þarf að rísa upp gegn hinum spilltu og vanhæfu.

Karl (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 12:48

4 Smámynd: Elle_

Kaldi, þú talar um formenn stjórnarandstöðuflokkanna.  Verð að segja að það er engin samlíking á Bjarna Ben sem getur ekki verið treystandi í stjórnmálum og Sigmundi D. Gunnlaugssyni sem hefur verið að vinna góð verk.

Elle_, 30.3.2011 kl. 15:08

5 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

ElleEricsson, það að vera formaður Framsóknarflokksins er eitthvað sem hann á samt ekki að gera. Það er allavega mitt mat þó ég sé ekkert að rökstyðja það ályt mit meira.

Það er bara svo að mér þykir framámenn í öllum flokkum eitthvað tengdir spillingu að best er að skipta þeim öllum út.

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 30.3.2011 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband