Föstudagur, 25. mars 2011
Jón Gnarr og Samfó fórna konum
Jón Gnarr borgarstjóri Samfylkingarinnar ætlar að segja upp 70 konum í láglaunastörfum en halda sjálfur kaupi og fríðindum. Samfylkingin blessar gjörninginn í bak og fyrir enda vönust því að farga málstað þegar hægt er að græða á því.
Samfylkingin hlýtur brátt að kynna ný slagorð. Til dæmis
- konur, ykkar staður er við eldavélina.
- fórnum konum en borgum karlabankastjórum græðgislaun.
- konur, jafnréttisbaráttan var allt í plati.
- biðröðin eftir atvinnuleysisbótum er góð skemmtun.
70 konum og 3 körlum verður sagt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki man ég betur en Oddný Sturl hafi sagt í fréttum RUV þegar þetta kom fyrst til tals að ENGINN missti vinnuna
Hrúturinn (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 19:20
Utan þessa efnis....hvað finnst þér um framlengingu gjaldeyrishafta til 2015? Það er á öllu að heyra að þetta er samkvæmt áskorun frá Brussel eða í það minnsta hluti að "aðlögunaraðgerð" fyrir inngööngu. Árni hinn þroskahefti Páll sagði það eiginlega beinum orðum.
Á hinn bóginn segir spuninn að forsendan fyrir afléttingu haftanna sé það að borga Iceave (sem er í raun lögbrot og ætti að höndlast sem slíkt).
Vitfirringin er orðin alger.
Er ekki nóg komið?
Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2011 kl. 19:59
Sæll.
Það sem vantar líka í þetta hjá Oddnýju og félögum er að fjölgað verður í bekkjum sem þýðir augljóslega að kennarar geta ekki sinnt hverjum og einum eins vel. Það þýðir augljóslega að við munum koma verr út í Pisa og öðrum slíkum könnunum eftir nokkur ár. Annars er merkilegt að vitiborið fólk skuli skera svona harkalega niður í lögboðnum verkefnum en ekki í gæluverkefnum. Mér fannst gott að lesa hve vel foreldrar voru að sér og bentu á verkefni sem fá mikla fjármuni en eru ekki lögbundin.
Helgi (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 20:08
Já þetta er klárlega mjög "þægileg" "niðurskurðarleið" fyrir borgina því þetta er mikil kvennastétt, leikskólar aðallega, og oft láta konur hluti yfir sig ganga því miður, -vilja ekki vera til vandræða og gera það sem hægt er til að "aðstoða" yfirvaldið en vera ekki til vandræða.
Sæi þetta ekki fyrir mér ganga vandræðalaust yfir dæmigerðar karlastéttir.
Adeline, 25.3.2011 kl. 20:18
@Adeline.Ertu ad meina hefdbundnar karlastettir eins og td. idnadarmenn sem ad gengu vandrædalaust til vinnu i noregi?Ekkert ad hafa a klakanum.
e.j (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 22:18
Þetta er mikið lýðskrum.
Nýjustu tölur um atvinnuleysi sýna að 35% fleiri karlar en konur eru atvinnulausir.
Þá er ekki reiknað með fjölda brottfluttra á tímabilinu.
http://forrettindafeminismi.wordpress.com/2011/03/25/hallar-a-konur-i-atvinnumalum/
Fjórum sinnum fleiri karlar en konur fremja sjálfsmorð á hverju ári!
Líf karlmanna á Íslandi er ekki auðvelt.
Erindi eftir Gísla Gíslason
http://redcross.is/redcross/upload/files/hvar_threngir_ad/gisli_erind_21_mai_2006.doc
http://redcross.is/Apps/WebObjects/RedCross.woa/wa/dp?detail=207377&name=lucene_search_news_item
Jónsi (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 10:44
@ e.j.
Það sem ég á við er að það er verið að ráðast á garðinn þarsem hann er lægstur.
Laun leikskólakennara eru fyrir -fáránlega lág og í raun öll sú vinna mjög vanmetin.
Auðvitað hafa margar ef ekki allar stéttir fundið verulega fyrir því í þessari kreppu. Eg held að karlar hinsvegar meti sig meira virði en konur - því miður, og þessvegna kannski standa þeir meira á sínu og sínum réttindum.
Þetta eru meira svona vangaveltur hjá mér, ekki brjáluð feministarök enda er ég ekki feministi þó svo ég sé kona. :)
Adeline, 26.3.2011 kl. 11:49
Það er verið að segja upp STJÓRNENDUM, Palli litli, það eru ekki láglaunastörf. Að konur séu stjórnendur í því apparati sem kostar almenna skattgreiðendur meira en allt annað í samneyslunni, en mælist ítrekað fyrir neðan evrópska staðla í gæðum, það ætti að vera umræðuefnið.
bjarni (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.