Sköpun í stjórnmálum í stað valdþreytu

Þrátefli er fyrirsjáanlegt í stjórnmálum næstu misserin þar sem veik ríkisstjórn og hálf-lamaður Sjálfstæðisflokkur sameinast um stöðnun þar sem hvorugur aðilinn vill kosningar af ótta við kjósendur. Valdþreytan getur auðveldlega orðið að lamandi uppdráttarsýki. Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. lifir ekki af aðra fjárlagagerð og enn síður frekari aðlögun Íslands að regluverki ESB.

Skapandi hugsun í stjórnmálum líðandi stundar er annars vegar að finna höfuðmeinsemdina og hins vegar að kortleggja ríkisstjórn út kjörtímabilið.

Samfylkingin er  einangraður í stærsta viðfangsefni íslenskra stjórnmála seinni ára, afstöðunni til Evrópumála. Umsókn samfylkingarhluta ríkisstjórnarinnar um aðild að ESB eitrar alla stjórnmálaumræðu, síðasta dæmið er klofningurinn í þingflokki Vg.

Verkefni ríkisstjórnar út kjörtímabilið er sambærilegt við verkefni starfsstjórnar, það er að sjá til þess að innviðir haldi og öll helstu kerfi samfélagsins virki. Rykmökkurinn af hruninu liggur yfir pólitík og umræðunni og mun í fyrsta lagi létta þegar dómskerfið hefur tekið til starfa að vinna úr ákærum.

Á uppgjörstímabilinu eru engin tök á að horfa til langs tíma og því verður engin vitræn pólitík búin til. Andvana fædd hugmynd um norræna velferðarstjórn er myndbirting ástandsins.

Rökrétta svarið sem meirihluti alþingis á að koma sér saman um er að veita minnihlutastjórn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs umboð til að manna starfsstjórn út kjörtímabilið. Að þessum kosti frágengnum er minnihlutastjórn Framsóknarflokksins næsti kostur.

Besti kosturinn er kosningar strax og versti kosturinn er sitjandi ríkisstjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verðlaun í spillingu í stað lögreglu:

http://www.visir.is/reiknistofa-bankanna-hlaut-upplysingataekniverdlaunin/article/2011110318977

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 20:57

2 identicon

Síðan hvenær er Sjálfstæðisflokkurinn hræddur við kosningar? "Minnihlutastjórn VG" eða Framsókn, áttu ekki annan betri, þetta eru máttvana smáflokkar, þurfum að losna við þetta vinstra rusl hið snarasta. Kosningar munu aðeins leiða eitt af sér, Sjálfstæðislokk með 24-25 þingmenn, Barni Ben verður forsetisráðherra, afl íslensku þjóðarinnar verður leyst úr læðingi, allri sósíal mengun eytt, frjáls og fullvalda þjóð rís á ný.

Guðmundur Jónsson (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband