Aðsúgur að Atla

Flokksfélög Vg sum hver á Suðurlandi eru fljót að heimta þingsætið af Atla Gíslasyni fyrir þá sök að hann sagði skilið við þingflokk Vg. Rökin sem Atli færir fyrir úrsögninni eru m.a. þau að meirihluti þingflokksins fylgi ekki margyfirlýstri stefnu flokksins að Íslandi sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan. Atli sýnir trúmennsku við kjarnaatriði í stefnu flokksins um fullveldi og forræði þjóðarinnar og fyrir það ber að þakka.

Fyrir tólf árum gekk Steingrímur J. Sigfússon úr þingflokki Alþýðubandalagsins og varð það ekki tilefni til aðsúgs af honum. Þvert á móti segir í frétt Morgunblaðins að samið yrði við Steingrím J. og tvo félaga hans um nefndarsetu í nefndum alþingis. Atla og Lilja var sparkað samdægurs úr nefndum alþingis.

Steingrímur J. sagði í viðtali í morgunútvarpi RÚV ef hann hefði fengið viðlíka viðbrögð og Atli hefði fengið frá félögum sínum hefði hann orðið hugsi. Steingrímur J. fékk opið bréf sumarið 2009 frá samherjum sínum til margra ára sem sögðu formann Vg ómerking. Hvað hugsaði Steingrímur J. þegar samherjar hans þökkuðu fyrir sig og kvöddu?


mbl.is Rétt að Atli víki af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar væri VG án flokksfélaga ?

Páll Vilhjálmsson, hugsar enn bara um eigið rassgat !

Alltaf eins !

JR (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 22:29

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

VG tók Þránni Bertels úr stjórnarandstöðu fagnandi - enda sáu þeir styrk í því. Núna vælir flokkurinn. Þvílíkur tvískinnungur og þvílíkt siðleysi.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 22.3.2011 kl. 23:02

3 identicon

Það er Steingrímur J sem stjórnar herferðinni gegn Atla og Jórun Einarsdóttir í Vestmanneijum.

Vilhjálmur (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 23:33

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Eigum við eitthvað að tala um nýjar siðareglur Jóhönnu? Svona eins og Skjaldborg heimilanna dæmi. Hvenær fer hún að átta sig á því að hún verður að fara að töllta til Bessastaða með umboð sitt?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 22.3.2011 kl. 23:46

5 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Lísa Björk þú veist að hún Jóhanna er ekki það vel áttuð að hún viti sín mörk. Hún mun seint vegna skynsemi sinnar tölta sjálfviljug til Bessastaða. Það er svo sem í lagi úr þessu því mér segir svo hugur hún verði bara keyrð þangað bráðlega.

Anna Björg Hjartardóttir, 23.3.2011 kl. 01:14

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Kommon! þú kýst fjandans bókstaf, og ef öreind innan bókstafsins deyr, klikkar eða kýs að hlaupa út, þá kallar bókstafurinn inn varamann.

Ef þú kýst persónu, þá má hún sofa tví og þrísom með hverjum sem er, alltaf í umboði!  

Þetta er fríkings prinsipp mál Páll;  annað hvort ertu bókstafur eða persóna!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 23.3.2011 kl. 02:14

7 Smámynd: Kristinn Pétursson

  • Úr stjórnarskrá: 
  • 44. gr. [Ekkert lagafrumvarp má samþykkja fyrr en það hefur verið rætt við þrjár umræður á Alþingi.]1) 1)L. 56/1991, 14. gr. 45. gr. [Reglulegar alþingiskosningar skulu fara fram eigi síðar en við lok kjörtímabils. Upphaf og lok kjörtímabils miðast við sama vikudag í mánuði, talið frá mánaðamótum.]1) 1)L. 56/1991, 15. gr. 46. gr. Alþingi sker sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir, svo og úr því, hvort þingmaður hafi misst kjörgengi. 47. gr. Sérhver nýr þingmaður skal vinna ... 1) drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild. 1)L. 56/1991, 16. gr. 48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum. ... 1) 1)L. 56/1991, 17. gr.
  • (undirstrikanir  og leturbr. í niðurlagi 44. gr. stjórnarskrár.... gert af KP

Kristinn Pétursson, 23.3.2011 kl. 03:13

8 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þessi grein úr stjórnarskrá myndi svínvirka, ef kosningaréttur væri jafnaður og tekið væri upp persónukjör.  Þau tvö mega hins vegar eiga það algjörlega skuldlaust að þau hafa staðið við sannfæringu sína, en innan flokksins.  

Grundvallar útgangssök þeirra er úrsögnin.

Bókstafakosningar, þar sem sperrtar fígúrur úr fjölmiðla og sparistéttum spretta upp í kjördæmum með ofuratkvæðavæði út um land, til þess að ná  öruggu sæti úr sveit sem þeir hafa aldrei migið í saltan sjó eða stokkið í nýslegna hlöðu, er það sem málið snýst líka um hér.  

Þegar tækifærismennskan er slík, eiga menn og konur að þekkja sinn vitjunartíma þegar þau geta ekki starfað undir merkjum bókstafsins. 

"Ég fékk fullt af SMS og ímeilum og skynja að ég hef ennþá erindi inn á Alþingi!"    

Þetta er komið út í tóma vitleysu.  Best væri að allir flokkar skilgreindu fyrir næstu kosningar skilyrðislausa reglu um hvernig taka skuli á "liðhlaupum" sem voru kosnir undir bókstaf flokksins.  (liðhlaup; aðili sem segir sig úr flokknum, þingflokknum á kjörtímabilinu) 

Næstu kosningar eru alltaf skammt undan, og þannig er ástandið líka nú.

Þó nokkrir, myndu örugglega fagna framboði þessa flokkabrots frá VG

Jenný Stefanía Jensdóttir, 23.3.2011 kl. 04:29

9 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Stjórnarskráin svínvirkar á öllum stigum. Þess vegna vilja svo margir vinstrimenn koma henni fyrir kattarnef svo þeir geti valsað með siðleysi sitt eins og þeim henntar.

Stjórnarskráin er fyrir fólkið í landinu. Hún ver einstaklingana gegn ofríki stjórnlyndra pólitíkusa. Hún er ekki skrifuð fyrir einhverja klíkukónga sem þykjast vita allt best.

Ragnhildur Kolka, 23.3.2011 kl. 06:46

10 identicon

Ekki gleyma því að fylgi VG hefur hríðfallið síðan í kosningum, og því ljóst að býsna margir af kjósendum flokksins hafa snúið við honum baki. Eitthvað segir mér að ástæðurnar fyrir því séu ekki svo fjarri þeim sem liggja að baki brotthvarfi Atla, þannig að það má leiða sterk rök að því að Atli sé í nánari tengslum við kjósendur flokksins en Steingrímur.

Annars mæli ég með því að fólk grafi upp Animal Farm eftir Orwell (eða "Félagi Napóleon", eins og hún var þýdd á íslensku). Orðræða Steingríms að undanförnu hefur æ oftar minnt mig á orðin "Öll dýrin eru jöfn, en sum eru jafnari en önnur" og það er alls ekki erfitt að sjá fyrir sér Steingrím og Jóhönnu í hlutverkum svínanna í lok bókarinnar.

Birgir (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 08:14

11 identicon

Hin nýja stétt eftir Milovan Djilas lýsir þessu algjörlega.

Hugsunin var aldrei að skapa hér nýtt samfélag, hvað þá norrænt, heldur að komast að kjötkötlunum, ráðstafa eignum til velunnarra, hygla samverkamönnum og stjórna lífi almennings með boðum og bönnum.

Hér er að verki valdasjúkt og siðlaust fólk.

Djilas lýsti þessu vel fyrir 50 árum.

Rósa (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 08:26

12 identicon

Málið er ekki ýkja flókið þegar Vinstri græn eru annarsvegar.  Flokkurinn er saman settur af þingmönnum sem gengu úr Alþýðubandalaginu með atkvæði kjósenda flokksins til að stofna nýjan flokk.

Er mikill munur á úrgöngu Atla og Lilju á þeirra framferði frekar en þegar Þráinn gekk til liðs við þessa snillinga sem núna vilja efast um lögmæti sinna eigin gjörða

Mbl.  Fimmtudaginn 15. október, 1998

Fjórir farnir úr þingflokki Alþýðubandalags.:

Kristinn er fjórði þingmaðurinn sem segir sig úr þingflokki Alþýðubandalagsins frá því ákvörðun var tekin á aukalandsfundi Alþýðubandalagsins í sumar um sameiginlegt framboð með Alþýðuflokki og Kvennalista. Hinir þrír, Hjörleifur Guttormsson, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson, hafa stofnað saman þingflokk óháðra, ásamt Kristínu Ástgeirsdóttur, en aðspurður segir Kristinn í samtali við Morgunblaðið að hann verði utan þingflokka "fyrst um sinn" eins og hann orðaði það.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 14:44

13 Smámynd: Dexter Morgan

Hér að ofan segir Ragnhildur Kolka m.a um stjórnarskrána.:"Stjórnarskráin er fyrir fólkið í landinu. Hún ver einstaklingana gegn ofríki stjórnlyndra pólitíkusa. Hún er ekki skrifuð fyrir einhverja klíkukónga" og líka: "svo þeir geti valsað með siðleysi sitt eins og þeim henntar".

Í mínum huga er þetta nákvæm lýsing á síðustu 5-8 árum FYRIR hrun. Stjórnarskráin VAR einmitt fyrir klíkukónga,ofríka pólitíkusa, siðleysingja og alþakinn spillingu, en EKKI fyrir fólkið í landinu.

Dexter Morgan, 23.3.2011 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband