Peningar og lög

Margvíslegir ósiðir í yfirbyggingu landsins eru ekki liðnir eftir hrun. Völd og áhrif sópuðust til atvinnulífsins á tímum útrásar. Fyrirtæki leyfðu sér að sniðganga lög ef ekki beinlínis brjóta þau. Gengislán bankanna voru löglaus og samráð milli fyrirtækja stunduð þvert á lög. Sá skilningur var ríkjandi að hagnaður væri lögum æðri.

Lögleysan leiddi til hrunsins og krafa almennings er að lögum verði komið á þá sem bera ábyrgð. Það verður samt sem áður að gerast undir formerkjum réttarríkisins með vandaðri rannsókn lögreglu, ákæru og dómi.

Þeir sem fara með mannaforráð í atvinnulífinu verða að tileinka sér nýja og betri starfshætti en tíðkuðust í aðdraganda hruns. Peningar eru ekki lögum æðri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband