Ofurgræðgin stunduð í skjóli Samfylkingar

Hrunið varð vegna ofurgræðgi sem birtist hvað fyrst í launakjörum Kaupþingsmanna Sigurðar Einarssonar og Hreiðars Más og urðu til þess að Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra labbaði sér í niður í bankann þeirra og tók út sparnaðinn sinn.

Samfylkingin rak upp ramakvein á sínum tíma yfir óskammfeilni forsætisráðherra að ráðast þannig að ágætustu mönnum útrásarinnar - á eftir Jóni Ásgeiri í Baugi, auðvitað - og fannst ástæða til að bera blak af græðginni.

Hrunmenningin gekk í endurnýjun lífdaga eftir myndun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Strategísk bandalög frá því fyrir hrun héldu. Í skjóli ríkisbanka Landsbankans heldur Jón Ásgeir fjölmiðlaveldi sínu; Ólafur Ólafsson fékk Samskip á silfurfati og er kominn með helsta almannatengil Samfylkingarinnar í sína þjónustu; Vilhjálmur Þorsteinsson frambjóðandi Samfylkingarinnar, trúnaðarmaður iðnaðarráðherra, fjárfestir og viðskiptafélagi Björgólfs Björgólfssonar fær samþykkt lög á alþingi um skattafslátt til gagnavers þeirra Björgólfs.

Ólína Þorvarðardóttir er núna gerð út af örkinni af Samfylkingunni til að kynna ofurgræðgi sem skattstofn. Það er ekki líklegt að flokkurinn sem auðmenn Íslands eiga með húð og hári leggi ofurskatt á ofurlaun. Sniðug pr-flétta kemur ekki í stað alvörustjórnmála.


mbl.is Nóg komið af vitleysunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Páll. Nú þarf ég aftur að skamma þig.

 Það er ekki Ólínu að kenna að sumir í Samfylkingunni skilji ekki allt, frekar en aðrir í öðrum flokkum!

 Hvers vegna ertu ósammála því sem Ólína er að segja í þessari frétt?

 Getur þú ómögulega aðskilið persónur frá dauð-sjúkum spillingar-flokkum sem þetta blessað fólk hefur þvælst inn í ?

 Þú ert ekki að vinna þjóðinni gagn með því að níða niður skoðanir fólks í flokkum sem þú ert ekki alltaf sammála!!!

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.3.2011 kl. 17:33

2 identicon

Hvaða persónur hafast við í dauðsjúkum spillingarflokkum? Hvað er Ólína að þvælast í Samfylkingunni? Fer vel um hana í dauðsjúkri spillingunni? Hvað heillar hana við þennan dauðsjúka spillingarflokk?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 17:41

3 identicon

Það er fullt af fólki sem getur ekki skilið að persónur úr dauð-sjúkum sjálfstæðisflokkinum, afhverju ætti það að vera eitthvað öðruvísi með aðra flokka.

Stebbi (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 18:25

4 identicon

Það  þarf ekki anað en lesa pistlana hennar Ólinu , það skillt fyrr en skellur i tönnum hvar fólk passar !!!!!!!

ransý (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 18:38

5 identicon

Ég greiði nær helming af mínum tekjum í skatta þar sem ég er. ...Og finnst nóg um.

Ég hef tekjur sem eru vel yfir því sem Ólína kallar ofur tekjur.

Það er meiri líkur á að finna krækiber í helvíti en að ég komi heim í 70% skatt!

...Alveg sama þó bankastjórar séu drulluhalar, að því virðist nokkuð ljóst.  ...Og auðvitað allir tryggðir af ríkistjórn með Icesave og öðrum "björgunarpökkum" á kostnað almennings.

jonasgeir (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 18:56

6 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Hvers vegna ertu ósammála því sem Ólína er að segja í þessari frétt?

Ég get vel skilið afhverju menn eru ósammála Ólínu, hún hefur sýnt það og sannað að það er lítið hægt að taka mark á henni, hún kynnir sér málefni greinilega mjög illa (allavegana ef miðað er við ummæli frá henni í mörgum málum).

Það er merkilegt með þessi vinstir öfl hvað þau eru viljug til að leysa allt saman með aukinni skattheimtu, of miklir skattar hafa letjandi áhrif og ýta undir svik gegn skatti, það er ekki flóknara en það, ef þau setja 70-80% skatt á öll laun umfram 1200þ þá hættir þetta fólk að gefa upp öll laun umfram 1200þ, sem bitnar á ríkissjóði í minni skattheimtu, letjandi áhrif skila sér þannig að fólk nennir almennt ekki að vinna sem skilar sér einnig í minni skattheimtu og minni framlegð.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 8.3.2011 kl. 19:11

7 identicon

Þegar Davíð þrammaði um með sparibaukinn sinn. Þær taka á sig margar myndir saumaklúbbserjur fjórflokksins.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband