Þriðjudagur, 8. mars 2011
Stjórnvöld og alþingi marklaus enda án umboðs
Veik staða ríkisstjórnarinnar og lítið traust almennings á alþingi endurspeglast í ákvörðun bankastjóranna þriggja að mæta ekki fyrir viðskiptanefnd þingsins. Æ betur kemur í ljós hversu stefna ríkisstjórnarinnar var röng í grundvallaratriðum. Í stað þess að einbeita sér að endurreisn innviða, eins og fjármálastofnana, og atvinnulífs héldust fíflska og ofmetnaður hönd í hönd á leiðinni til Brussel í gegnum stjórnlagaþing.
Ríkisstjórnin sveikst um að vinna brýnustu verkefnin sem íslenskt samfélag stóð frammi fyrir og það hefnir sín. Almenningur snýr baki við ríkisstjórninni. Bankastjórar taka ekki mark á stjórnvöldum. Ekki einu sinni beinir undirmenn ráðuneytanna, ríkisforstjórarnir, fara eftir tilmælum ráðherra.
Umboð almennings til alþingis, og þar með stjórnarráðsins, hefur ekki verið endurnýjað í rúm tvö ár. Það er langur tími eftir hrun enda stórsér á trúverðugleika yfirvalda. Æ fleiri munu virða stefnumál ríkisstjórnarinnar og boðvald stjórnvalda að vettugi.
Bankastjórarnir mættu ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég veit það er ekki kjarni málsins en fréttin segir " Nefndarmenn í Viðskiptanefnd Alþingis höfðu reiknað með að bankastjórar bankanna myndu mæta á fundinn..." "Þeir mættu hinsvegar ekki en millistjórnendur í bönkunum mættu hins vegar í þeirra stað."
Í fréttinni er líka sagt að "Boðaður hefur verið annar fundur á föstudaginn og þá er reiknað með að bankastjórarnir komi fyrir nefndina."
Þetta minnir mig svolítið á allar fréttirnar um "væntingar" ríkisstjórnarinnar og það læðist að mér sá grunur að fleiri í okkar stjórnsýslu þurfi að bæta sín vinnubrögð en aumingja vesalings forsætisráðherrann og ráðherrarnir hennar.
Agla (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.