Þriðjudagur, 8. mars 2011
Gleyma kreppunni, hirða ofurlaun - almenningur borgar
Viðskiptaelítan á Íslandi lætur ekki að sér hæða. Hún flytur inn stjórnendagúrú frá útrásartímum sem segir framkvæmdastjórum, forstjórum og stjórnarformönnum að gleyma kreppunni og hugsa til framtíðar. Boðskapur Brian Tracy er íslenska ofurlaunafólkinu ígildi aflátsbréfa kaþólsku kirkjunnar fyrir synduga á miðöldum.
Ofurlaunafólkið er í bandalagi með meðvirku vinstristjórninni sem aðeins er með eitt mál á dagskrá og það er að halda völdum.
Bandalag ríkisstjórnarinnar og ofurlaunafólksins gengur út á það að almenningur borgi Icesave-reikninginn til að veislan megi halda áfram eins og enginn sé morgundagurinn.
Taka ekki þátt í kreppunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það morgunljóst að það er geymt en ekki gleymt hverjir komu íslendingum í þessa stöðu. Gráðugir bankafurstar vilja gleyma þessu sem fyrst þannig að þeir geti farið að borga sér og sínum bónusa.
Sigurður Sigurðsson, 8.3.2011 kl. 07:23
Tæra vinstristjórnin stendur vörð um bankalýð og auðmenn.
"Norræna velferðarstjórnin" er glæpsamleg blekking sem Íslendingar voru nógu vitlausir til að kjósa yfir sig.
Jóhanna og Steingrímur hafa unnið hér skaða sem er ómælanlegur.
Ábyrgð þeirra sem tryggja völd þessara hæfileikalausu og illa meinandi valdasjúklinga er hrikaleg.
Karl (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 08:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.