Föstudagur, 25. febrúar 2011
Undirbúningur fyrir Evrópuherinn
Spurning Eurobarometer um afstöðu Íslendinga til hers er liður í að aðlaga okkur að þeirri tilhugsun að vera hluti af hernaðarveldi Evrópusambandsins, fari svo illa að Íslandi verði aðili að Evrópusambandinu. Heimild er fyrir fyrirhuguðum Evrópuher í Lissabonsáttmálanum.
Hernaðaráætlanir Evrópusambandsins voru ásteytingarsteinn milli Írlands og Evrópusambandsins og ein ástæða þess að Írar höfnuðu Lissabonsáttmálanum (og voru svo látnir kjósa aftur ,,rétt"). Tom Clonan skrifað skýrslu um heimildir í sáttmálanum til að byggja upp her og sagði m.a. þetta
A yes vote for the Treaty would not create a permanent standing EU army but would enhance the EUs ability to mount flexible, tailor made and credible responses to emerging humanitarian and security crises in the future.
Evrópusambandið sjálft viðurkennir að heimildir til að auka hernaðarmátt ESB séu fyrir hendi í Lissabonsáttmálanum.
The Treaty foresees that Member States can make available civilian and military resources to the Union for the implementation of its Common Security and Defence operations.
Bæði Clonan og vefsetur ESB taka fram að ESB-ríkjum er í sjálfsvald sett að taka þátt í hernaðaruppbyggingunni og hafa neitunarvald í málinu. Írum var líka í sjálfsvald sett hvort þeir tækju við ,,björgunarstuðningi" frá Evrópusambandinu vegna bankakreppunnar. Írar vildu ekki stuðninginn en var sagt að hann væri þeim fyrir bestu og urðu að ganga að þeirri ,,ráðgjöf". Brussel ákvað sjálfsvald Íra. Þannig starfar Evrópusambandið.
Spurt almennt um heri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Seiken benti á það á Svipunni að bankar og alþingi nái ekki samanlagt því trausti sem þjóðin ber til íslenska landhersins.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 11:28
Allt um Írland og hinn meinta ESB her hér:
http://www.kannski.is/answer.php?id=81
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 11:40
Leiðinlegt þegar menn eru að skrifa gegn betri vitund. Þú veist það alveg jafn vel og ég að stofnsáttmála ESB verður ekki breytt nema með samþykki ALLRA ríkja sambandsins. Svo til að íslenskir þeganar yrðu að ganga í her þyrfti íslenska þjóðin fyrst að samþykkja það í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það að írar hafi þegið hjálp er vegna þeirrar brjálæðislegu hægri stefnu sem þar viðgekkst í mörg ár þangað til allt fór á hausinn. Það var í fréttum í morgun að efnahagskerfi þeirra væri ein logandi rúst. Þess vegna höfðu þeir ekkert val þegar kom að því hvort þeir ættu að þyggja efnahags aðstoð eða ekki. En þetta veist þú auðvitað allt saman. Gaman hvað andstæðingar aðildar eru orðnir örvæntingarfullir og beita rökum sem allir eru fyrir löngu búnir að fatta að standast ekki skoðun.
Valsól (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 12:35
Fjarska hljómar þú eins og atvinnustjórnmálamaður, Valsól. Ertu þingmaður Samfylkingarinnar?
Páll Vilhjálmsson, 25.2.2011 kl. 13:05
Þykir þetta vera heldur klént hjá Valsól að benda á þjóðaratkvæðagreiðslur.
Það liggur fyrir að við þurfum að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við viljum eða viljum ekki ganga í sambandið og ef við samþykkjum þá erum við að samþykkja allt regluverkið og viðauka og hvað þetta nú allt heitir...
Samþykkt er í mínum huga að við verðum neydd útí hernaðarbrölt bandalagsins, eitthvað sem ég er á móti.
ESB = NEI TAKK!!!
kveðja
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 25.2.2011 kl. 13:31
Meirihluti þjóða Evrópusambandsins voru með Íslendingum í hópi þeirra þjóða sem studdu innrásina í Írak.
Hverju olli að það var ekki borið undir Brusselkrímslið? Af hverju hefur aldrei verið nein umræða um þátt þeirra og Evrópusambandsins "stórkostlega". Átti það ekki að eitthvertvera "friðarbandalag"...??? Eins og sagt er á útlensku... My ass...!!!
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 15:30
Lesefni fyrir Valsól.:
„Top Nazis Planned EU-Style Fourth Reich“
„Influential economists and industrialists were ordered to preserve Nazi power by creating European common market, documents show“
http://www.prisonplanet.com/top-nazis-planned-eu-style-fourth-reich.html
-------------
Don’t Let EU Army Undermine NATOPosted February 9th, 2010
At the annual Munich Security Conference, German foreign minister Guido Westerwelle has called for the creation of a European army. Following the introduction of the Lisbon Treaty, the EU thinks that it is ready for the big time, ready to assume the burdens of international leadership. Last February, they sent a six-page letter to President Obama, seeking to play a greater role on the international stage.
But the United States should be in no hurry to relinquish its transatlantic leadership role to the European Union. Lady Thatcher described the creation of an EU army as “a piece of monumental folly that puts our security at risk in order to satisfy political vanity.” Rather than representing a genuine attempt to increase Europe’s military contribution to vital missions, such as Afghanistan, the EU is merely seeking to advance its own political ambitions. Rather than realizing America’s need for Europe to take on more of its own security burden, a European army is more likely to drain the already limited military capabilities of member states, and draw resources away from NATO.
The Lisbon Treaty has not created a stronger Europe capable of handling global, or even regional, security. As the Haitian earthquake demonstrated, the EU will continue to stand impotent before crises, incapable of independently mounting major humanitarian or security operations.
http://blog.heritage.org/2010/02/09/america-should-not-embrace-a-european-army/
------------------------------------------
Rise of the 4th Reich Ahead! Germany calls up European Union army; non-aggression pact with Russia sought.
by admin on February 12, 2010
http://bravenewpress.com/2010/02/12/rise-of-the-4th-reich-ahead-germany-calls-up-european-union-army-non-aggression-pact-with-russia-sought/
--------------------
Germany speaks out in favour of European army
08.02.2010 @ 09:20 CET
German foreign minister Guido Westerwelle has said Berlin supports the long term goal of creating a European army, which will bolster the EU's role as a global player.
http://euobserver.com/9/29426
Germany Calls for EU Army
EU Dreams Of Common Army
UPI Germany Correspondent
Berlin (UPI) Mar 27, 2007
"We need to get closer to a common army for Europe," Merkel last week told German daily Bild.
Proponents of an EU army cite the greater efficiency for such a multinational force: The EU's member states have some 1.9 million soldiers -- 50 percent more than the United States -- and spend roughly $250 billion a year on military means, yet the effectiveness of these armies is one-tenth of the U.S. military.
http://www.spacewar.com/reports/EU_Dreams_Of_Common_Army_999.html
-----------------------
Blueprint for EU army to be agreed
A security blueprint charting a path to a European Union army will be agreed by Euro-MPs on Thursday.
Published: 3:07PM GMT 18 Feb 2009
The plan, which has influential support in Germany and France, proposes to set up a "Synchronised Armed Forces Europe", or Safe, as a first step towards a true European military force.
The move comes as France, a supporter of an EU army, prepares to rejoin Nato and to take over one of the Alliance's top military posts. General Charles de Gaulle withdrew French forces in 1966.
http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/europe/eu/4689736/Blueprint-for-EU-army-to-be-agreed.html
-------------------------------------------
Germany Calls for an EU Army
March 19, 2010
Germany has expressed a desire for the European Union to create an army under the political control of the EU, according to the nation’s Foreign Minister Guido Westerwelle.
“The long-term goal is the establishment of a European army under full parliamentary control. The European Union must live up to its political role as a global player. It must be able to manage crises independently. It must be able to respond quickly, flexibly and to take a united stand,” he said (AFP).
At the Munich Security Conference, held earlier this year, Mr. Westerwelle stated that the door for a European army was opened by the passing of a revised EU constitution draft, known as the Lisbon Treaty, and that this army would be a cohesive factor in creating a European defense policy.
The Lisbon Treaty does allow for the creation of a united army.
http://www.realtruth.org/news/100319-001-europe.html
Ætli Valsól og aðrir Evrópusambandsleiguliðar lesi greinar eins og þessar?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 15:50
Leiðinlegt þegar menn eru að skrifa gegn betri vitund. Þú veist það alveg jafn vel og ég að stofnsáttmála ESB verður ekki breytt nema með samþykki ALLRA ríkja sambandsins. Svo til að íslenskir þeganar yrðu að ganga í her þyrfti íslenska þjóðin fyrst að samþykkja það í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ég verð eiginlega að segja nákvæmlega það sama við þig Valsól, það er leiðinlegt þegar menn eru að skrifa gegn betri vitund eins og þú ert að gera núna. Þú veist það alveg jafn vel og við hinir á þessari síðu að ESB lætur kjóst aftur og aftur og aftur og .... og aftur þangað til að málið er samþykkt (s.b. kosningar sem voru á Írlandi fyrir ekki svo alllöngu).
Einnig veistu það jafn vel og við hinir á þessari síðu að ESB er að vinna í því að fækka kosningum og færa valdið meira frá þegnunum yfir á ráðherra ESB, svo að halda því fram að það verði aldrei her í ESB er mikill misskilningur.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 25.2.2011 kl. 15:59
Hver eru rökin fyrir hernaðaruppbyggingunni?
Hvar er starfsvettvangurinn fyrir slíkt?
Og hvernig virka reglurnar í sambandi við að þjóðir ráði sjálfar hvort þær taka þátt? Hvers vegna bara sumir en ekki allir í slíka uppbyggingu, og hver eru rökin fyrir því? Er einhver sem vill hernaðaruppbyggingu yfirhöfuð, og ef svo er, þá hvers vegna? Væri björgunarsveit ekki meir í anda friðarbandalags, eða var þetta fábjánaleg spurning?
Hvernig er þetta útfært í raun? Hvað ef einhver þjóð vill ekki vera með en þarf þess samt, og hvað kostar uppbyggingin?
Spyr sá sem ekki veit?
Of mikið fjármagn í heiminum fer í hernað til að verja séreignir fyrir öðrum eigna-gráðugum, og nota til þess manneskjur sem fórnarlömb í fremstu víglínu. það er óvefengjanleg staðreynd og allir vita sem eru komnir til vits og ára. Heimurinn er ekki bara góður, og það gildir líka um Evrópu.
Kjósandi í lýðræðisríki sem á að ákveða sína afstöðu þarf á vönduðum, hlutlausum og réttum upplýsingum um alla fleti samningsins að halda, ef eitthvað á að vera gagn að kosningu. En það ætti ekki að vera vandamál að greiða úr svona spurningum með því að vísa í rétt rit sem standast lög og reglur ESB ef allt er heiðarlegt í þessum samningum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.2.2011 kl. 18:11
Hvernig í ósköpunum er hægt að ræða um Evrópuherinn á þessum nótum?
Þetta er algerlega fáránlegt. Byggir á algeru þekkingarleysi eða misskilningi.
"Evrópuherinn" svokallaði mun vera samansettur úr herum sem eru nú þegar til. "Evrópuherinn" mun vera notaður svo betur verði hægt að samræma aðgerðir ríkjanna og herja þeirra. Það fer enginn beint í einhvern "Evrópuher" heldur fara menn og konur í heri sinna landa. Löndin munu síðan bjóða "Evrópuhernum" hluta af hernum sínum.
Eins og nú í Lýbíu. Hvert Evrópuland er að gera eitthvað. Með samræmdum "Evrópuher" myndu herirnir strax starfa saman þannig að hvert land fyrir sig þarf ekki að gera það sama og hin löndin.
Það mun aldrei verða herskylda á Íslandi þó að Íslandi gangi í ESB. Það er alger þvæla og skrifað gegn betri vitund.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.