Fréttablaðið týnir prósentum í þágu Icesave

Fréttablaðið er helsti sérfræðingur landsins í ómarktækum skoðanakönnunum. Í könnuninni sem hér um ræðir ,,týnir" Fréttablaðið 3,5 prósentum til að hækka hlutfall þeirra sem segjast hlynntir Icesave. Fréttablaðið segir 63,4 aðspurðra taka afstöðu til spurningarinnar um Icesave en að 29,6 prósent séu óákveðnir og 3,5 prósent ætla ekki að kjósa. Séu þessar hlutfallstölur lagðar saman fást 96,5 prósent.

Fréttablaðið er ákafur talsmaður þess að Ísland borgi Icesave-reikninginn til að ryðja úr vegi hindrun aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Þegar Fréttablaðið gerir sjálft skoðanakannanir um sín hjartans mál er það í hlutverki alkahólistans sem sjúkdómsgreinir sjálfan sig.

Skál.


mbl.is Meirihluti segist styðja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg hreint með ólíkindum þetta Fréttablað/Blaðurblað. Dettur þeim í hug að þjóðin taki mark á þessari skoðanakönnun hjá þeim. Þetta Blaðurblað líkist sennilegast gömlu blöðunum/áróðursritunum í Sovétríkjunum sálugu og Austur Þýskalandi.  Greinilega handvalin skoðanakönnun hjá þeim. Þjóðin veit hverjir standa á bak við þetta Blaðurblað.

Númi (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 08:53

2 identicon

 Óskaplega finndist mer undarlegt er sönn væri þessi frett  Held að það se sama ósannsöglin  og vanalega i fettum Frettablaðsins !   það er ekki mark takandi á neinu þar !

ransý (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 09:37

3 identicon

Fréttablaðið - allt sem þú þarft!

Þetta er fyndnasta slagorðið sem nú er í gangi.

Það er þvílíkur óravegur frá því að Fréttablaðið sé allt sem hugsandi fólk þarf.

Karl (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 10:08

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hallærislegt að láta hanka sig á svona barnaskólavillu. Lyktar af auglýsingastofusálfræði, þ.s. gengið er út frá að lesandinn horfi aðeins á með/ móti tölurnar.

Ragnhildur Kolka, 25.2.2011 kl. 10:43

5 identicon

ættir þú páll ekki að leita eitthvað annað en til sjálfs þín með skoðun á áreiðanleika skoðanakannanna fréttablaðsins?

fridrik indridason (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 10:50

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Tölurnar í fréttablaðinu eru já 61.3% og nei 38,7% sem samanlagt gera 100% ef mér skjátlast ekki því meir.

Þú titlar þig sem blaðamann, það er því skrítið að þú skulir ekki hafa fyrir því að lesa sjálfur þær fréttir sem þú gagnrýnir í Fréttablaðinu í stað þess að apa upp af hugsunarlausri heift það sem rangfært er í Morgunblaðinu.

Viljir þú, sem blaðamaður, láta taka þig alvarlega verður þú, í það minnsta, að vera rismeiri en sorinn sem þú lýsir af ástríðufullri innlifun  þegar  aðaláhugamálið, Baugsmiðlar eru annarsvegar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.2.2011 kl. 10:56

7 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jæja, Axel Jóhann, Fréttablaðið segir líka að 29,6 prósent hafi ekki tekið afstöðu og 3,5 prósent ætla ekki að greiða atkvæði. Við erum samkvæmt þinni aðferð komin töluvert upp fyrir 100 prósentin.

Þú vísar í hlutfallstölur yfir þá sem tóku afstöðu, sem er önnur umræða.

Páll Vilhjálmsson, 25.2.2011 kl. 11:06

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þessar prósentutölur eru þeir sem tóku afstöðu Páll, þeir sem ekki tóku afstöðu eða greiða ekki atkvæði eru að sjálfsögðu ekki með í prósentutölunum.

Niðurstöðu kosninga og skiptingu atkvæða ráða þeir sem taka þátt og greiða atkvæði ekki þeir sem sitja heima eða skila auðu, þetta veist þú Páll.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.2.2011 kl. 11:24

9 identicon

Kom fram hversu margir sem vilja samþykkja samninginn hafa hugmynd um hvernig hann er?  Í könnun sem var gerð fyrir skömmu kom fram að um 85% þeir sem vildu samþykkja hann höfðu ekki minnstu hugmynd um út á hvað samningurinn gekk.  Höfðu ekki kynnt sér hann.  Og það má slá því föstu að þeir borgunarsinnar sem þóttust þekkja hann hafa margir örugglega ýkt þá þekkingu sína stórlega. 

Það er afar óhugnanleg staðreynd og illskiljanleg afstaða og uppgjöf fyrir kúgurunum og þeirra hérlendum málaliðum.  Hvorki Bretar eða Hollendingar hafa minnst einu orði á þann möguleika að leggja deiluna fyrir dómstóla, heldur í glæsisamningi Svavars 2 samþykktu stjórnarliðar það ákvæði þeirra að kúgararnir þyrftu ekki að hlíta úrskurði neins dómstóls sem íslendingar hugsanlega kæmu málinu fyrir í framtíðinni. Ef það segir ekki allt um ótrúlega takmörkun stórs hluta borgunarsinna, þá myndu þeir ekki heldur skilja að þjóðirnar tvær myndu gefa út opinberar yfirlýsingur að Íslendingar skulduðu ekki neitt og ættu ekki að greiða neitt. 

Snillingar eins og Axel myndu samt heimta að borga, enda er inngangan í Evrópusambandið að sem málið snýst um, og engu skiptir hvort þjóðin fari þangað inn með allt niðrum sig og gjaldþrota.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 15:20

10 Smámynd: Jón Bjarni Steinsson

Guðmundur....

Var spurt að því við undirskriftarsöfnun til forsetans hvort menn væru búnir að kynna sér samninginn?

Heldur þú að þeir sem segi nei séu líklegri til að hafa kynnt sér hann en þeir sem segja já?

Jón Bjarni Steinsson, 25.2.2011 kl. 16:58

11 identicon

Jón Bjarni...  Nei um það var ekki spurt og ég skil ekki í raun og veru þessa "djúphugsuðu" spurningu þína.  

Það er mikill munur að segja NEI við einhverju sem menn eiga eftir að kynna sér og hafa ekki þekkingu á en , eins og könnuninni þar sem meira en 4 af hverjum 5 voru tilbúnir að leggja þessar byrgðir á þjóðina án þess að hafa hugmynd um hvað málið snérist og höfðu ekkert kynnt sér það. 

Augljóslega samasemmerki á milli heimsku og JÁ.  Nema það er jafn óskiljanlegt fyrir borgunarglaða og allt annað sem varðar málið?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 17:30

12 Smámynd: Jón Bjarni Steinsson

Ég sé að það er eins um þig Guðmundur og marga aðra skoðanabræður þína í þessu máli að þið eigið erfitt með að standast það að beita svívirðingum í ykkar málflutningi..

Svo sé ég ekki muninn á því að segja nei við einhverju sem þeir eiga eftir að kynna sér og já þegar staðreyndin er sú að bæði það að segja nei og já getur haft alvarlegar afleiðingar..

Ef mér er boðið í bílferð sem getur bæði endað vel og illa, ásamt því að það að setjast ekki upp í bílinn gæti endað bæði vel og illa og með því að kynna mér vel hvert ferðinni er heitið gæti ég hugsanlega komist nær því að vita hvernig best væri að komast að niðurstöðu

Verandi ekki búinn að kynna sér hvert förinni er heitið.. er þá ekki nákvæmlega jafn óábyrgt að segja Nei, eins og að segja Já?

Svo held ég að þú ættir að fara varlega í kalla aðra heimska, yfirleitt eru það þeir sem minnst vita sem beita fyrir sig slíkum "málflutningi"

Jón Bjarni Steinsson, 25.2.2011 kl. 21:22

13 Smámynd: Alfreð K

Sagt er í fréttinni að 63,4% hafi tekið afstöðu. Að undanskildum þessum 3,5% sem segjast ekki ætla að kjósa, eru þá 33,1% sem eiga eftir að gera upp hug sinn, en ekki 29,6% eins og segir í fréttinni (þarna munar 3,5 prósentum eins og Páll bendir réttilega á).

Af þeim sem haft var samband við í könnuninni voru því

0.634 x 61,3% = 38,9% sem sögðust ætla að kjósa „Já,“

0.634 x 38,7% = 24,5% sem sögðust ætla að kjósa „Nei,“

og 36,6% sem ýmist ekki höfðu gert upp hug sinn eða sögðust ekki ætla að mæta á kjörstað.

Alfreð K, 25.2.2011 kl. 21:45

14 Smámynd: Jón Bjarni Steinsson

Og hversu margir neituðu að svara Alfreð?

Jón Bjarni Steinsson, 25.2.2011 kl. 21:54

15 identicon

Jón Bjarni. Já svívirðingarnar hjá okkur NEI mönnum eru skelfilegar og gott að þú hafir þá eitthvað til að reyna að fela þinn málflutning á bak við.  Ekki veitir af.

Semsagt þú sérð ekki muninn á hvort að menn segja JÁ eða NEI án þess að hafa hugmynd um hvað þeir eru að fara útí eða missa af.  Mælir frekar með fyrir hverja sem er að þiggja bílferðina með ókunnugum eitthvað sem viðkomandi hafa ekki hugmynd um hvar og hvernig mun enda, í stað þess að segja NEI og þá jafnvel kynna sér málið betur uppá þá hugsanlega ferð síðar sem er á hreinu hvar og hvernig mun enda?  Börn gætu jafnvel misst af fullt af nammi með að segja NEI, -  ekki satt?  Það verður ekki aftur snúið með að segja JÁ, en fjöldi mögulegir leikir eftir að hafa sagt NEI.  Icesave 3 er ferð sem engin hefur minnstu hugmynd um hvernig mun fara, nema að hún fer örugglega mjög illa.  Að borgunarsinnar skuli ekki viðurkenna að Icesave og Evrópusambandið er sín hvor hliðin á sama peningnum, og hvað þá reyna fullyrða annað eftir að stjórnmálamenn Breta og Hollendinga hafa enn einu sinn sagt að NEI við Icesave er NEI við ESB.  

Bretar og Hollendingar hafa aldrei minnst einu orði á möguleika þess að fara með málið fyrir dómstóla.  Hræðslan er reyndar slík að í glæsisamningi 2 voru stjórnarliðarnir þínir búnir að skrifa uppá að Bretar og Hollendingar þyrftu ekki að una neinum dómi sem gæti fallið í málinu um alla framtíð.  Það segir allt um hversu öruggir þeir eru með rétt sinn hvað varðar ólögvarinn falsreikninginn.  Tíminn hefur heldur betur unnið með okkur og hann á eftir að gera það enn betur.

Þú tekur bara til þín það sem þú þá átt og gerir bara það sem þú villt lesinn eða ólesinn eins og 4/5 af þeim sem ætla að samþykkja Icesave 3 án þess að hafa hugmynd um hvað þau eru að samþykkja.  Hafa þekkinguna frá stjórnarliðum og skápakrötum sjalla á Alþingi sem nýtur um 10% trausts þjóðarinnar og spunaliði þeirra úr háskólum og Baugsmiðlunum með RÚV.  Kannski ekki nema von að JÁ - liðið elti eins og þægar rollur, "traustu" forystusauði stjórnarliða sem samþykktu glæsisamninginn Icesave 1 - án þess að hafa lesið staf í honum.... 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 22:05

16 Smámynd: Jón Bjarni Steinsson

Þessir útúrsnúningur þinn með að það sé einhver munur á því að segja Nei eða Já fyrir mann sem ekkert hefur kynnt sér málið er út í hött af þeirri einföldu ástæðu að málið er flóknara en svo að með því að segja nei viðhaldir þú einhverju status quo ástandi.. Því án þess að hægt sé að ganga út frá því sem vísu að með því að segja Nei gerist ekki neitt - þá gengur þessi röksemdarfærsla þín ekki upp

Að segja Nei eða Já er nákvæmlega jafn ábyrgðarlaust fyrir þann sem veit ekki um hvað málið snýst...

Ég er hér ekki að rökræða við þig um það hvort farsælla sé að segja af eða á Guðmundur - ég var eingöngu að setja út á þessa meingölluðu röksemdarfærslu þína

En mér finnst samt sem áður forvitnilegt hvernig þú getur fullyrt hér, þvert á meirihluta álit allra lögfræðinga, þingmanna og annarra sem komið hafa hvað mest að þessu máli að það að segja Já, sé verra en að segja nei

En um það ætla ég ekki að rökræða við þig hér, held það sé ekki til neins

Jón Bjarni Steinsson, 25.2.2011 kl. 22:24

17 identicon

Jón Bjarni.  Ég dáist af "ógölluðum" röksemdafærslunum hjá þér að það er betra að segja JÁ og hoppa upp í bíl sem þú veist ekkert hvar ferðin endar, en að segja NEI og kynna þér málið og möguleika á ferð með öruggum endi. Málinu líkur ekki við NEI, frekar en því lauk ekki við NEI á Icesave 2 þó því væri haldið fram lengi vel.

 Semsagt þú ert í 10% hópnum sem berð traust til Alþingis.  Það var og...  (O:   Og þess vegna ertu sannfærður um að þessar mannvitsbrekkur sem þar starfa taki rétta ákvörðun fyrir þig og þína.  Manstu að þær samþykktu glæsisamninginn Icesave 1 án þess að lesa hann?  Standa vaktina svona eins og þeir gerðu fyrir hrun þegar ekki einn þeirra spurði einnar einustu spurningu sem lýsti áhyggjum yfir fjármálakerfinu, og yfir helmingur þeirra með forsætisráðherranum sem þáðu "fjárstyrki" (mútu eins og Mörður kallar það) frá sjálfum Icesave föntunum fyrir utan þá sem þáðu slíkt líka frá þeim sem eru örugglega ábyrgastir fyrir hruninu og er hossað af stjórnvöldum eins og allir vita.  Skemmtileg tilviljun, sem og að það var að uppljóstrast að þeir sem fengi Icesave peningana eru íslensku auðrónarnir sem ma. halda úti fjölmiðlum Baugsfylkingarinnar. 

Ég er æði forvitinn að fá að vita um "ALLA" lögfræðingana þína sem eru í JÁ hópnum, og hafa engum hagsmunum að gæta hvað varðar eigin störf við samningagerðina núna eða á fyrr stigum hörmungarsamningana sem þeir mæltu með.  Stjórnvöld þykjast vitna í Lee Bucheit og Lárus Blöndal,... en það vill svo til að báðir hafa lýst skoðun sinni opinberlega hvað þeir vildu hafa séð gerast og ekki flókið að leggja fram tilvitnanir varðandi það.  Ég skal stinga upp á Ragnari Hall sem lögfræðingurinn sem þú veist um.  En málið vandast, hann er enn einn af kaupakörlum stjórnvalda og kom beint að vinnunni og ráðgjöf.  Aftur á móti hafa tugir sérfróðir lögfræðingar innlendir sem erlendir lýst því yfir að Icesave er fullkomleg ólögvarin krafa og okkur ber ekki að greiða hana vegna þessa.  En þetta veistu örugglega.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband