Össur eyðilagði stjórnlagaþingsskosningar

Ákafi Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra að fá nýjar stjórnlagaþingskosningar samhliða þjóðaratkvæði um Icesave eyðilagði framgang málsins. Nefndin sem fjallar um afleiðingar ógildingar Hæstaréttar á stjórnlagaþingskosningunum  hrökk í baklás þegar Össur tók að beita sér.

Og hvers vegna skyldi utanríkisráðherra vera jafn ákafur talsmaður stjórnlagaþingskosninga og raun ber vitin? Jú, hann er búinn að lofa Evrópusambandinu að stjórnlagaþing muni auðvelda stjórnarskrárbreytingar sem eru forsenda inngöngu í Evrópusambandið, eins og fram kemur í skýrslu ESB um Ísland.

Össur átti ekki mikinn trúverðugleika fyrir leiðangurinn til Brussel. Núorðið er orðspor utanríkisráðherra slíkt að hann má ekki snerta á málefni án þess að eyðileggja það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann ætti að snúa sér aftur af því sem hann hefur þekkingu á t.d. kynlífi laxfiska.

Gunnar Rúnarsson (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband