Sunnudagur, 13. febrúar 2011
Undiraldan í ESB og yfirvofandi gjalþrot jaðarríkja
Í umræðunni um nánustu framtíð Evrópusambandsins eru flestir sammála um tvennt. Í fyrsta lagi að einhver jarðarríkjanna verði gjaldþrota, Grikkland örugglega og líklega einnig Írland og þá er stutt í Portúgal. Í öðru lagi að Þjóðverjar munu bera hitann og þungann af endurreisn evru-svæðisins (les: borga langmest í hítina).
Þýskaland er á hinn bóginn afar tvístígandi um hvernig Evrópusambandi eigi að þróast. Í alþjóðaútgáfu Spiegel er áhugaverð pæling um þýska óvissu gagnvart ESB.
Meiri líkur en minni eru á því að Þjóðverjar segi á endanum nei tak, við borgum ekki meira. Evran var pólitískt verkefni sem Evrópa hefur ekki efni á.
Athugasemdir
Flottur!
Aðalsteinn Agnarsson, 13.2.2011 kl. 12:10
Merkel er marg oft búin að endurtaka hér í fjölmiðlum að evran muni halda áfram að vera gjaldmiðill Þýskalands. Markið mun aldrei koma aftur.
Merkel hefur einnig marg oft endurtekið að framtíð Þýskalands sé að vera í ESB.
Það eru engar, alls engar líkur á því að það muni breytast í framtíðinni.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 12:30
Ég myndi nú ekki veðja á framtíð ESB.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 12:39
Það eru fleiri Þjóðverjar í Þýzkalandi en Merkel og síðast þegar ég vissi var þar lýðræði. Þess utan sagði Merkel líka til dæmis á sínum tíma að það kæmi ekki til greina að Þýzkaland tæki þátt í að "beila" Grikki út eða aðrar evruþjóðir.
Hjörtur J. Guðmundsson, 13.2.2011 kl. 12:53
Hjörtur: Já, Þyskaland er lýðræðisríki. En hún er kanslari Þýskalands og ræður ferðinni. Það hefur enginn hátt settur stjórnmálamaður verið ósammála henni hvað varðar evru og ESB.
Eini flokkurinn í Þýskalandi sem er á öðru máli en hún er NPD, nýnasistaflokkurinn.
Krafa Þjóðverja var að Grikkir myndu taka til heima hjá sér áður en að Þjóðverjar lánuðu þeim. Þeir ætluðu ekki að gefa þeim blankó tékka.
Þýsk stjórnvöld eru enn mjög íhaldssöm í þessu efni. Stjórnarandstaðan vill gera meira en stjórnvöld.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 13:14
Þýzkir kjósendur gætu haft aðra skoðun á málinu í lýðræðisríkinu Þýzkalandi og komið henni á framfæri í kosningum. Það eru kjósendur sem ráða ferðinni í lýðræðisríkjum er það ekki? Eða eiga a.m.k. að gera það.
Upphafleg afstaða Merkel var að það kæmi ekki til greina að "beila" Grikki út, sbr. til dæmis:
http://www.guardian.co.uk/theguardian/2010/feb/11/germany-greece-merkel-bailout-euro
Hjörtur J. Guðmundsson, 13.2.2011 kl. 15:34
Meirihluti Þjóðverja styður ESB og vill halda áfram að nota evruna.
Ekki reyna að búa til einhverja hugsanlega andstöðu Þjóðverja við ESB og Evruna.
Þeir munu kjósa með ESB og evru eins og þeir hafa gert hingað til.
Ég spjalla nú við Þjóðverja á hverjum einasta degi. Ekki er að heyra á einum einasta þeirra að ESB eða evra sé í hættu.
En það er hægt að blogga um annað á Íslandi því það er erfitt að komast að því hvað raunverulega er að gerast í öðrum löndum.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 15:51
Ég er ekki að búa neitt til vinur. Nýlegar skoðanakannanir hafa sýnt að margir Þjóðverjar vilji markið aftur, fleiri en vilja halda evrunni. Sjá t.d.:
http://www.ultrabodyandmind.com/2010/12/poll-shows-strong-support-for-reintroducing-the-deutsch-mark-in-germany-1231
http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/europe/germany/7861528/Majority-of-Germans-want-Deutschmark-back.html
Ég efast annars ekki um að þú ræðir við marga Þjóðverja daglega en það gerir það ekki að vísindalegri úttekt.
Hjörtur J. Guðmundsson, 13.2.2011 kl. 16:12
Þess utan vita allir að þýzkir ráðamenn vildu aldrei evruna en létu undan þegar Frakkar settu þátttöku þeirra sem skilyrði fyrir samþykkt á sameiningu Austur- og Vestur-Þýzkalands.
Hjörtur J. Guðmundsson, 13.2.2011 kl. 16:14
Hjörtur: Skoðanakannanir eru góðar. Margir vilja markið aftur, en skoðaðu hvaða aldursflokkar þetta eru. Það er alltaf ákveðin nostalgía alltaf í gangi.
Þýska markið mun ekki verða tekið upp aftur og Þjóðverjar munu ekki hætta í ESB.
Auðvitað er ég ekki með vísindalega úttekt;)
En ég leyfi mér einnig að vera með fullyrðingar eins og þú.
Skoðanakannanir eru oft skemmtilegar, eins og með þýska markið. Eigum við að spyrja á Íslandi hverjir vilja að Bonanza eða Hunter verði endursýndur í sjónvarpi? Þetta með markið er álika spurning.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 16:24
greiið hann Stefán Júlíusson,hann ritar í einum pistli hér ofar að Þjóðverjar séu ekkert að hætta að vera í ESB.Stefán Þýskaland er ESB. Ofurveldisdraumar Hitlers eru að rætast,en vonandi hef ég rangt fyrir mér með það. NEI ESB. Láttu renna af þér Stefán.
Númi (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 16:41
Númi: Alltaf þurfa vitleysingar að bæta Hitler inni í umræðuna. Grow up!
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 16:54
Númi: Svo ertu að segja að ég sé fullur, hvernig getur þú fullyrt það? Komdu fram undir fullu nafni eins og maður, eða ertu aumingi?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 16:56
Ég hef ekkert fullyrt hér sem ég hef ekki fært fyrrilega rök fyrir. Hvorki þú né ég geta til dæmis fullyrt að Þjóðverjar muni eða muni ekki taka upp þýzka markið aftur (nokkuð sem þú fullyrtir um en ekki ég). En það er samt staðreynd að þeim fjölgar sífellt álitsgjöfunum sem telja að svo kunni að fara. Framhaldið verður allavega fróðlegt.
Hjörtur J. Guðmundsson, 13.2.2011 kl. 17:03
fyllileg rök þ.e.a.s. :)
Hjörtur J. Guðmundsson, 13.2.2011 kl. 17:04
Úttekt Kanans á Ervrunni.....t.d. sláandi samanburður á PIGS og "Undralandi Merkel": http://www.house.gov/jec/news/EuroCrisisandAmericaII.pdf
Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 20:59
Þjóðverjar voru ekki svona öfundsverðir fyrir 9 árum þegar þeir voru "Schlusslicht" í Evrópu.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 21:29
Vandi Íra: http://thepeopleseconomy.com/videos/
Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.