Miðvikudagur, 2. febrúar 2011
Hægri hönd raðbraskara
Forstjóri og talsmaður Magma, Ross J. Beaty, er sagður raðbraskari í tímaritsviðtali sem þýðir að hann setur upp fyrirtæki á sínu sérsviði og selur þau hæstbjóðenda. Þjálfaður meðhlaupari útrásarauðmanna, Ásgeir Margeirsson, stýrir Magma á Íslandi og fær núna stöðuhækkun. Ásgeir var næstráðandi í OR en gekk þaðan í þjónustu útrásarauðmanna í Geysir Green þegar til stóð að almannaeigur OR yrðu græðigisvæddar.
Beaty kann vel við sig á mörkum stjórnmála og viðskipta, þar sem spilltir stjórnmálamenn koma við sögu og græðgisvæddir meðhlauparar. Orkudeild Íslandsbanka sótti Beaty til Íslands þegar aðrir fjárfestar brugðust. Árni Magnússon fyrrum ráðherra fer fyrir landssöludeild Íslandsbanka en fyrrum félagar Árna eru menn eins og Hannes Smárason í FL-group og Jón Ásgeir Baugsstjóri.
Veðsettur bæjarstjóri er einn hlekkur í Magma-keðjunni. Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar hefur sýnt sig hneigðan til gullgrafarahugsunar og fellur því eins og flís við rass Magma.
Sóðaskapurinn í kringum Magma er sérstaklega óyndislegur.
Ásgeir aðstoðarforstjóri Magma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Veit ekki hvað hann fær borgað, en það er ódýrt miðað við að hann hefur selt sál sína, hvort sem hann gerir sér grein fyrir því eða ekki. Hann hlýtur að skammast sín. Sá er ódýr.
Íslandi allt. (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 00:16
Heiður hans var falur...
Au (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 00:17
Skrif þín og ummæli þeirra sem ekki vilja láta nafn síns getið dæma sig sjálf.
Birkir Högnason (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 01:50
Góð grein.
Theódór Norðkvist, 3.2.2011 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.