Þriðjudagur, 1. febrúar 2011
Verkefni þings og þjóðar, ekki fleiri tilraunir
Samkvæmt stjórnarskrá skal alþingi samþykkja breytingar á stjórnarskrá tvisvar með kosningum á milli til að þjóðin fái tækifæri til að segja álit sitt. Fyrirkomulagið við breytingar á stjórnarskrá eru þaulprófaðar með sjö breytingum á lýðveldistímanum. Tilraunin með stjórnlagaþingið sýndi að vanhugsuð nýmæli eru ekki til farsældar.
Stjórnarskrá er hornsteinn stjórnskipunar hvers ríkis og íhaldssöm umgengni við hana er dyggð.
Enginn friður verður um frekari tilraunir ríkisstjórnarinnar á stjórnarskrá lýðveldisins.
Alþingi hefji endurskoðun stjórnarskrár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eigum við ekki frekar að segja að tilraun hrunflokksins með sína sérpöntuðu niðurstöðu frá náhirðarplebbunum í hæstarétti hafi opnað augu þjóðarinnar ?
hilmar jónsson, 1.2.2011 kl. 17:37
Vandamálið er bara það að endurskoðun að frumkvæði þings myndi eins og oft áður setja hagsmunamál stjórnmálaflokka ofar hagsmunum þjóðarinnar.
Enginn stjórnmálaflokkur er líklegur til að leggja til breytingar sem kæmu flokkunum illa - skítt með hagsmuni þjóðarinnar.
Púkinn, 1.2.2011 kl. 17:43
Það kom mér ekki á óvart að tæra vinstri stjórnin klúðarði þessu máli eins og öllu öðru sem hún kemur nálægt.
Óðinn Þórisson, 1.2.2011 kl. 17:47
Tek undir með þér Páll. Man ekki eftir öðru en klúðri þar sem ,, vinstri-náhirðarplebbar " hafa komið nálægt landsmálum.
Björn Jónsson, 1.2.2011 kl. 18:01
Það þarf ekki að lesa mörg komment vinstrisnillinganna sem halda til á síðunni til að skilja hvers vegna stjórninni tekst ekki betur upp en raun ber vitni.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.