Dómstólar, þjóðir og hagsmunir

Bæheimsbúar og Þjóðverjar eru hvorir af sínu tagi og eiga því tilkall til bæheimskra laga og hefða annars vegar og hins vegar þýskra laga og hefða. Á þess lund er skrifað í Prag á 12. öld um sambúð ólíkra þjóða.(1) Einni öld síðar þegar Íslendingar afsöluðu sér fullveldinu til Hákonar gamla með Gissurarsáttmála gerðu þeir áskilnað um hér á landi skyldu gilda íslensk lög.

Lög og dómstólar eru hluti af samfélagi. Dómstólar taka til hliðsjónar heildarhagsmuni þegar þeir dæma í málum sem varða samfélagslega mikilvæga hagsmuni. Fyrir nokkru dæmdi Hæstiréttur gengilslán ólögmæt. Þeir sem töpuðu voru útlendir kröfuhafar íslensku bankanna; landinn hagnaðist. Dómur undirréttar í málum lántakenda er keyptu stofnfé í græðgisvæddum sparisjóðum er annar samfélagsdómur.

Íslenskum hagsmunum er best borgið fyrir íslenskum dómstólum.

 

(1) Tilvitnunin er tekin úr bók Robert Bartlett. (1994). The Making of Europe. Conquest, Colonization  and Cultural Change 950 - 1350. London: Penguin Books. Bls. 205.


mbl.is Gríðarlegir hagsmunir undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband