Amerísk međvirkni - velheppnuđ íslensk blekking

Um ţađ bil sem efnahagskerfiđ á Íslandi stóđ frammi fyrir hruninu var send stöđugreining frá bandaríska sendiráđinu í Reykjavík. Greiningin á ástandi mála er í stíl Pollýönnu, skrifar dálkahöfundurinn Jeremy Warner í Telegraph og hćđist ađ trúgjörnum Ameríkönum, einkum Karólínu sendiherra. Jónmundur byggir á skjali frá Wikileaks og virđist eiga innistćđu fyrir háđinu - ţangađ til mađur athugar dagsetningu skjalsins.

Karólína sendiherra skrifađi stöđugreininguna í apríl 2006 ţegar ,,smákreppan" reiđ yfir međ hćkkun á lántökukostnađi íslensku bankanna, lćkkun krónunnar og erlendri gagnrýni á blóđskömm frónsku auđmannanna sem lágu međ hvers annars gemlingum en ţóttust óskyldir. 

Samstillt átak banka og ríkisvalds til ađ breyta umrćđunni, lofa bót og betrun og fegra bókhaldiđ leiddi til ţess ađ hćgt var ađ halda útrásinni á lífi nćstu tvö árin. Stöđugreiningin frá vorinu 2006 er í samrćmi viđ veruleikann eins og hann blasti viđ. Tilvitnun í Moodys sem veitir Íslandi góđa umsögn og önnur í Wall Street Journal um ađ enn sé of snemmt ađ segja fyrir um lendinguna á Íslandi endurspegla eđlilegt mat. Ţađ ţurfti óvenjuríkt ímyndunarafl til ađ sjá fyrir víđtćka og botnlausa glćpahneigđ íslensku auđmannanna.

Karólína sendiherra á inni afsökun hjá Jónmundi dálka.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband