Sunnudagur, 12. desember 2010
Baráttan um sál Sjálfstæðisflokksins
Í útrásinni græðgisvæddist Sjálfstæðisflokkurinn þar sem lágir skattar, magurt regluverk og auðsdýrkun sköpuðu forsendur fyrir glæpamenn að komast yfir fjármálastofnanir og lykilfyrirtæki til að leiða yfir okkur hrunið. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að gera upp við þann tíma þegar fávísir og illa gerðir auðmenn fengu völd og áhrif í samfélaginu í skjóli hugmyndafræði móðurflokks íslenskra stjórnmála.
Á Seltjarnarnesi var útsvarsprósenta hækkuð nýverið til að mæta skakkaföllum sveitarfélagsins vegna hrunsins. Bregður þá svo við að valdamiðstöðin í Valhöll ærist og sendir þau skilaboð út að verið sé að eyðileggja næstu kosningabaráttu flokksins sem skal haldin á forsendum lágra skatta.
Forystu Sjálfstæðisflokksins er í sjálfsvald sett að sofa undir fávísisfeldi og láta eins og sér komi ekki við auðnin sem blasir við eftir frjálshyggjutilraun síðustu tveggja áratuga. Fólk með sæmilegt jarðsamband veit betur og gerir það sem til þarf að ná endum saman í opinberum rekstri. Í því felst hvorttveggja að skera niður og hækka skatta.
Bæjarstjóri sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi hitti naglann á höfuðið í fyrirsögn á grein í Morgunblaðinu í vikunni: ,,Lífsgæði eru meira en lágir skattar."
Athugasemdir
S.s. 200% aukning ríkisútgjalda, full ábyrgð á fjármálakerfinu og tvöföldun opinberra starfsmanna var frjálshyggjutilraun.
Þú ert yfirleitt með vel rökstudda pistla á þessu bloggi. Af hverju detturðu í spegils/silfur egils froðu þegar þú fjallar um þetta mál?
gunnarjons (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 13:55
Bestu þakkir til Páls Vilhjálmssonar fyrir hans ágætu bloogpistla en hann er einn af allra bestu bloggurum á MBL.is Einmitt vegna þess að hann getur séð vitleysurnar hvort sem þær eru hægra eða vinstra megin við hann. Það er meira en hægt er að segja um marga mikilvirkustu bloggarana hér, sem allt of margir eru slegnir pólitískri blindu og afneitun. Slíkur gagnrýnislaus rétttrúnaður og hjarðhegðun skapaði einmitt jarðveginn fyrir þeirri atburðarás og stöðu sem þetta þjóðfélag er í, í dag.
Þórir Kjartansson, 12.12.2010 kl. 14:51
Góð greining hjá þér Páll.
Sjálfstæðisflokkurinn verður að endurskoða hugmyndafræði sína að stórum hluta til. Hann ber megin ábyrgð á þeirri óheilla þróun og græðgisvæðingu sem hér varð undanfarna 2 áratugi, þó vissulega eigi bæði Framsókn og ekki síst meðvirk og illa áttuð Samfylkingin þar einnig sínar sneiðar.
Sjálfstæðisflokkurinn getur alveg verið þjóðrækinn og hægrisinnaður miðjuflokkur fyrir því og þess vegna aftur orðið þungamiðja íslenskra stjórnmála. En hann þarf að fá að hafa fyrir því og fólk má ekki vera of fljótt að gleyma.
Þeir þurfa því á hæfilegri refsingu að halda.
En flokkurinn þarf að læra af mistökum sínum í fortíðarinni til þess að geta orðið trúverðugt stjórnmálaflokkur að nýju og horft til framtíðar með ný viðmið og nýjar pólitískar víddir.
Gunnlaugur I., 12.12.2010 kl. 14:53
Veit einhver fyrir hvað flokkurinn stendur í dag og hvað formaðurinn er að gera í embætti sem hann engan vegin veldur...????
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 15:08
Þarna finnst mér þér bregðast bogalistin Páll minn góður. Þú ert farinn að skrifa eins og Baugsmiðill um Sjálfstæðisflokkinn.
Hvernig getur það verið græðgisvæðing að lækka skatta á almenningi? Hvernig getur það verið græðgisvæðing Sjálfstæðisflokksins þegar glæpamenn beita lygum og fölsunum til að fara með fjársvikafyrirtæki sitt undir nafni Landsbankans að svíkja út fé í útlöndum? Ef þeir hefðu skýrt rétt frá hag bankans 2006 þá hefðu yfirvöld verið búin að loka honum.
Skilur þú yfirleitt Páll hvað stjórnmálaflokkur er? Bar Sjálfstæðisflokkurinn til dæmis ábyrgð á Jósafati Arngrímssyni á sínum tíma? Á flokkurinn eftir að gera hann upp við sig?
Það er að vonum að þú færð hina og þessa kommatitti til að voffa fyrir þér út á þennan pistil.En stjórnmálaflokkur er aðeins fólkið sem í honum er. Það er auðvitað misjafnt eins og gegnur. En stjórnmálaflokkar eru nauðsynlegir. Sjálfstæðisflokkurinn er nauðsynlegastur af þeim öllum vegna þess að hann hefur aldrei málað yfir nafn og númer í 80 ár. Berðu hann saman við kommaflokkana.
Halldór Jónsson, 12.12.2010 kl. 16:29
Tek undir það sem Þórir Kjartansson skrifar. Páll Vilhjálmsson er með betri bloggurum, þótt ég sé honum oft innilega ósammála. ekki síst hvað EU varðar. Páll er góður penni og í eðli sínu íhaldsmaður, en "great" íhaldsmaður.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 16:37
Svo merkilegt sem það er þá er ég sammála hverju orði.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 17:24
Ég héld ég muni það rétt að þessi Halldór Jónsson (16:29) hafi þegið laun frá Gunnari I. Birgissyni, Kópavogi, einhverjum spilltasta Sjalla Suðvesturhornsins, fyrir það eitt að vera til. En það er einmitt Sjálfstæðisflokkurrinn sem hefur verið “nauðsynlegt” athvarf fyrir þá sem komast ílla áfram á lífsbrautinni, án bitlinga og dúsu frá FLokknum.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 19:56
Gamli, fyrrverandi flokksbróðir minn, Halldór Jónsson, var ekki lengi að sanna aðal inntakið í kommentinu mínu.
Þórir Kjartansson, 12.12.2010 kl. 21:23
Sammála bæði Páli Vilhjálmssyni og Halldóri Jónssyni.
Alfreð K, 12.12.2010 kl. 22:17
Ég er sammála Alfreð K.
Elle_, 13.12.2010 kl. 00:09
Forysta Sjálfstæðisflokksins þarf að skoða rækilega sinn gang með hliðsjón af því sem undan er gengið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sem stendur stimpil margskyns misferlis og svika sem beinist í þá átt, að hópur manna hafi fengið að valsa um eftirlitslausir um helstu auðlindir þjóðarinnar. Svona fyrirkomulag tíðkast hvergi nema þar sem mafíustarfsemi er tekin vettlingatökum.
Á Alþingi sitja undir merki Sjálfstæðisflokksins nokkrir einstaklingar sem hafa tekið þátt í gróðabrallinu. Því miður hefur þingið ekki borið þá gæfu að setja sér siðareglur eins og tíðkast hjá siðuðum þjóðum. Við höfum ekki efni á að hafa þing með 63 þingmönnum sem margir hverjir telja það vera hlutverk sitt að ausa fúkkyrðum og skömmum yfir aðra.
Þessir menn ættu sóma síns vegna að segja af sér!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 13.12.2010 kl. 09:19
Mosi, ég gæti vel skilið þig ef þú værir ekki oft að verja núverandi ICESAVE-STJÓRN, grimmustu stjórn lýðveldisins og sem kennir öllum öðrum um sín óverk. Sjálfstæðisflokkurinn hefur langt frá því verið fullkominn og núverandi forysta hans alltof aum gegn bæði EU-fáráðsumsókninni og ICESAVE.
Elle_, 13.12.2010 kl. 15:18
Veit einhver hver þessi Haukur Kristinsson er? Maðurinn á greinilega bágt.
Elle, flokkurinn var 98 % á móti EBE umsókninni á landsfundinum. Það eru kratarnir sem eru alltaf að fimbulfamba um einhvern arm í flokknum sem vill ganga í EBE. Það eru bara nokkrir einangraðir sérvitringar eins og Villi Egils og Benni Jóh. sem eru að gera sig breiða þar , ef þeir eru þá ekki roknir á dyr.
Halldór Jónsson, 13.12.2010 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.