Fimmtudagur, 9. desember 2010
Steingrímur J. viðurkennir sekt með fjarveru
Steingrímur J. fjármálaráðherra viðurkennir glæpsamlegt skeytingarleysi um almannahag með fjarvist frá boðuðum kynningarfundi um nýtt Icesave-samkomulag við Breta og Hollendinga. Fjármálaráðherra barðist með oddi og egg fyrir samningi sem að eigin sögn var um 150 - 200 milljörðum kr. verri en núverandi samningur.
Steingrímur J. á eftir að biðja þjóðina afsökunar og útskýra fyrir þingheimi hvers vegna hann ætti ekki að fara fyrir landsdóm.
Að sögn embættismanna standa 50 milljarðar kr. eftir af Icesave-skuld sem við þurfum að borga. Fyrirvarar eru þó margir og 3 prósent vextir eru fljótir að telja.
Við eigum að fórna ríkisstjórninni og fá betri samning eftir kosningar. Að öðrum kosti eigum við að láta málið fyrir dómstóla.
Kostnaður 50 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eg veit ekki hve margir sau Steigrim i Sjonvarpinu en hann glotti ogurlega og hefur hugsað nu er eg buinn að koma helgritis pakkinu til Helvitis i eitt skifti fyrir allt það er skritið að það se ekki hægt að forrita svona favita upp a nytt og reyna að fa gamla ful a moti aftur i gamla farinu hann var sko nokk skarri en þettað EG eintak sem maður er að sja annað slagið Fyrir Landsdom með þennan mann sem hefur brugðist ölluher a klakanum
Runar Gudmundsson (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 20:47
Mér finnst dálítið broslegt hvernig þú tekur ráðherrana alvarlega. Mér finnst stundum þeir vera meira í ætt við trúða en stjónmálamenn. En þetta er afstætt eins og gengur.
Halldór Jónsson, 9.12.2010 kl. 21:49
Harry S. Truman
Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 23:14
Ömurlegt að heyra menn koma og segja að fjárkúgun lofi góðu, bara ef maður sættist á kúgunina, þá fari svarti pétur í burtu. Við borgum ekki fjárkúgun, skuld sem við skuldum ekki og ætlunin er að þvinga okkur til að borga. Við getum bara farið úr þessu volaða landi.
Elle_, 10.12.2010 kl. 00:58
Þegar Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands setti hryðjuverkalögin, samin fyrir óvini Hins Frjálsa Heims, á þá eitt hæststandandi land í heiminum, siðferðilega sem á öðrum sviðum, Ísland, með lengstu alþingishefð í veröldinni..............herlaust land sem var á toppnum á Global Peace Index sem friðsælasta og mest friðelskandi land heims......
þá sveik hann Vestræna menningu eins og hún lagði sig. Lagði lóð á vogarskálar þeirra sem vilja tortýma henni með að gera lítið úr hryðjuverkalögunum, og lagði eyðingaröflunum lið með að bera þau saman við 30 misvitra íslenska bankamenn.
Að láta þjóðina alla gjalda siðferðis örfárra óvinsælla bankamanna er sama "lógík" og var að baki Helförinni, sem nazistar, óvinir Vestrænnar menningar eins og Gordon Brown og terroristarnir vinir hans sem þakka honum fyrir að vera komnir á blað með Íslandi og þar með hvítþvegnir, töldu sanngjarna laus við hinu svokallaða "gyðingavandamáli".
Ef Íslendingar taka á sig þessar skuldir munu þeir hljóta slæmt karma fyrir, afþví skuldaþrældómur er helsta ástæða sárrar fátæktar fátækustu ríkja heims, en ekki skortur á matvælum eða annað. Þeir sem ekki þekkja til ættu að kynna sér "Make Poverty History" átakið sem Bono í U2 var front maður fyrir. Við skuldum þessum þjóðum að við látum ekki þjóðirnar sem hnepptu þau í þennan þrældóm og hafa með því svellt milljónir og milljarða barna í hel......hneppa okkur í þrældóm líka. Ef við sleppum við að borga, opnar það smugu fyrir þau að hætta að borga. Svo mikilvægt er okkar hlutverk, og ófyrirgefanlegt að bregðast því núna, og erum við þá persónulega ábyrg fyrir sveltandi Afríkubúum og höfum með því að taka á okkur óréttlátar skuldir lagt persónulega blessun íslensku þjóðarinnar yfir meðferðina á okkar minnstu bræðrum meðal þjóða heims.
Að lokum skal hafa í huga að Þroskastríðið er ekki á enda. Bretar hafa arðrænt þjóðir heims hvað mest allra þjóða og heiminum blæðir enn undan heimsvaldastefnu þeirra. Þeir hafa lengi ásælst auðlindir okkar.
Frelsi - Jafnrétti - Bræðralag!
Á lykiltímum í veraldarsögunni þýðir ekki að hugsa smátt...Ísland verður að rísa undir hlutverki sínu.....
Lykillinn (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 02:40
Ef Steingrímur er ekki vanhæfur þegar hann kostaði þjóðina næstum því um 150-200 milljarða meira en núverandi samningur, þá vil ég gjarnan heyra frá þeim sama manni skilgreininguna á vanhæfi.
Ef Steingrímur er svona viss um að við eigum að borga þetta vildi ég gjarnan heyra rök hans fyrir því að við séum sek og eigum að ábyrgjast skuldir óreiðumanna.
Njáll (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.