Steingrímsspuni drepinn í fæðingu

Hollenski fjármálaráðherrann sýnir íslenskum starfsbróður sínum ekki mikla samúð með því að gefa sigri hrósandi út yfirlýsingu um að fá að fullu bætt skaðann sem íslenskur einkabanki var valdur að í Hollandi.

Sá hollenski er búinn að eyðileggja málatilbúnað Steingríms J. um að nýr skuldaklafi Icesave sé mun hagfelldari en sá sem þjóðin hafnaði á allsherjaratkvæðagreiðslu í mars.

Líkur á að við samþykkjum útgáfu númer tvö af Icesave hafa snarminnkað. 


mbl.is Greiðslur hefjast í júlí 2016
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Útgáfu þrjú...

Axel Þór Kolbeinsson, 9.12.2010 kl. 17:15

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Steingrímur og jóhanna höfðu ekkert umboð til að semja frekar um þessa meintu skuld og nú hafa komið fram óyggjandi sannanir fyrir því að innlánssöfnun netreikninga Landsbankans var ekkert annað en skipulögð fjársvikastarfsemi. Á ríkið að greiða götu glæpamanna jafnvel þótt EES hafi leyft þeim að starfa erlendis? +Eg held ekki og hver sú ríkisstjórn eða alþingismenn sem ljá því máls skulu hirða pokann sinn og fá sér starf við hæfi. Á Alþingi hefur þetta fólk ekkert meir að gera

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.12.2010 kl. 18:01

3 Smámynd: Óskar

Takk sjálfstæðisflokkur fyrir Icesave.    Sjalli gaf sjöllum landsbankann , honum var stjórnað af sjöllum og sjallar stofnuðu Icesave og sjallar rændu bankann innanfrá og sjallar settu svo bankann á hausinn.

Sjallar þvælast svo fyrir björgunarstarfinu í þessu landi, m.a. með því að tefja icesave vandamálið sem þeir komu þjóðinni í hvað eftir annað.   Það er engin önnur leið til en að semja um þetta, nú loks liggur ásættanlegur samningur á borðinu og EF SJALLAR KOMA Í VEG FYRIR AÐ HANN GANGI Í GEGN,  ÞÁ VERÐA AFLEIÐINGARNAR ALFARIÐ Á ÞEIRRA ÁBYRGÐ.

Óskar, 9.12.2010 kl. 18:29

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er varla hægt lýsa Icesave klúðrinu betur en Óskar gerir hér fyrir ofan.

hilmar jónsson, 9.12.2010 kl. 18:49

5 Smámynd: Elle_

Engin ríkisábyrgð er á nauðunginni.  Landsbankinn og TIF borga ICESAVE,  ekki ríkissjóður og þar með íslensk alþýða.  Hilmar og Óskar, hvað sem ykkur finnst um Sjálfstæðisflokkinn, þið getið ekki búið til ríkisábyrgð á ICESAVE. 

77. gr. íslensku STJÓRNARSKRÁRINNAR:
Skattamálum skal skipað með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann.
Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.

Elle_, 9.12.2010 kl. 20:30

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Ömurlegri málflutning hef ég ekki séð lengi en það sem hrýtur hér af kommatittunum hilmari og óskari.Þetta er ekki svaravert Þétta er þvílíkt bull að það vekur spurningar um alvarlegar heilaskemmdir.

Halldór Jónsson, 9.12.2010 kl. 21:53

7 Smámynd: Óskar

Ég hef nú alltaf efast um geðheilsu þína Halldór Jónsson og þetta komment þitt er ekki til að minnka þann efa halldór jónsson svo maður ávarpi þig með litlum staf eins og þú gerir sjálfur.

Óskar, 9.12.2010 kl. 21:59

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Kommatittur-heilaskemmdir-ömurlegt......

Halldór: þú ert gangandi dæmi um málefnalega sinnaðan Hrunflokksmann..

Til hamingju..

hilmar jónsson, 9.12.2010 kl. 22:02

9 Smámynd: Elle_

Mikið skil ég hann Halldór.  Hvað halda Hilmar og Óskar að verði að ganga í gegn???  Jú, fjárkúgun.  Það er ekki í lagi að koma fram slíkt rugl.  

Elle_, 9.12.2010 kl. 22:08

10 Smámynd: Elle_

Og báðir hafið þið uppnefnt menn og þar hef ég ekki verið undanþegin.  Og ætlið þó núna að fárast yfir orðaforða Halldórs sem er engill miðað við ykkur.  Við eigum ekki og megum alls ekki fallast á fjárkúgun og skiptir þar engu hvaða flokkar voru við stjórn einu sinni og hvað þið hatið Sjálfstæðisflokkinn.  Það er ekki í lagi að koma fram með slíkt rugl.

Elle_, 9.12.2010 kl. 22:19

11 identicon

Æi, ekki eyða tíma í að munnhöggvast við smámenni líkt og Óskar og Hilmar. Þeir - líkt og aðrir vinstrimenn, sérílagi sauðahjörðin í Samfylkingunni - hafa nú verið niðurlægðir svo hrottalega að þess eru fá dæmi í Íslandssögunni, nú þegar þessi nýji (og MUN betri) samningur sviptir hulunni af því hve hjarðeðli þeirra var nálægt því að leggja landið í auðn.

Auðvitað svíður þeim Hilmari og Óskari (og öðrum af sama sauðahúsi) undan svona opinberri niðurlægingu, og því hlýtur þeim að líða illa. Það afsakar auðvitað alls ekki þeirra röngu og vondu skoðanir hvað þá almennan fábjánahátt í tengslum við IceSave, en eigum við ekki frekar að snúa okkur að því að greina þennan nýja samning frekar en munnhöggvast við þessa undirmálsmenn? Þeirra málflutningur skiptir hvort sem er engu máli lengur.

Birgir (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 23:38

12 Smámynd: Sævar Einarsson

Með þessum "samningi" er búið að lögleiða andlega nauðgun og líkamlega nauðgun, það er verið að nauðga þessum samningum í gegn þrátt fyrir að í 77. gr. íslensku STJÓRNARSKRÁRINNAR BANNAR ÞETTA! Mikið vildi ég að Hilmar og Óskar færu nú að tala með munninum en ekkki rassgatinu, ég bið ekki um annað.

Sævar Einarsson, 10.12.2010 kl. 00:17

13 identicon

Þegar Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands setti hryðjuverkalögin, samin fyrir óvini Hins Frjálsa Heims, á þá eitt hæststandandi land í heiminum, siðferðilega sem á öðrum sviðum, Ísland, með lengstu alþingishefð í veröldinni..............herlaust land sem var á toppnum á Global Peace Index sem friðsælasta og mest friðelskandi land heims......

þá sveik hann Vestræna menningu eins og hún lagði sig. Lagði lóð á vogarskálar þeirra sem vilja tortýma henni með að gera lítið úr hryðjuverkalögunum, og lagði eyðingaröflunum lið með að bera þau saman við 30 misvitra íslenska bankamenn.

Að láta þjóðina alla gjalda siðferðis örfárra óvinsælla bankamanna er sama "lógík" og var að baki Helförinni, sem nazistar, óvinir Vestrænnar menningar eins og Gordon Brown og terroristarnir vinir hans sem þakka honum fyrir að vera komnir á blað með Íslandi og þar með hvítþvegnir, töldu sanngjarna laus við hinu svokallaða "gyðingavandamáli".

Ef Íslendingar taka á sig þessar skuldir munu þeir hljóta slæmt karma fyrir, afþví skuldaþrældómur er helsta ástæða sárrar fátæktar fátækustu ríkja heims, en ekki skortur á matvælum eða annað. Þeir sem ekki þekkja til ættu að kynna sér "Make Poverty History" átakið sem Bono í U2 var front maður fyrir. Við skuldum þessum þjóðum að við látum ekki þjóðirnar sem hnepptu þau í þennan þrældóm og hafa með því svellt milljónir og milljarða barna í hel......hneppa okkur í þrældóm líka. Ef við sleppum við að borga, opnar það smugu fyrir þau að hætta að borga. Svo mikilvægt er okkar hlutverk, og ófyrirgefanlegt að bregðast því núna, og erum við þá persónulega ábyrg fyrir sveltandi Afríkubúum og höfum með því að taka á okkur óréttlátar skuldir lagt persónulega blessun íslensku þjóðarinnar yfir meðferðina á okkar minnstu bræðrum meðal þjóða heims.

Að lokum skal hafa í huga að Þroskastríðið er ekki á enda. Bretar hafa arðrænt þjóðir heims hvað mest allra þjóða og heiminum blæðir enn undan heimsvaldastefnu þeirra. Þeir hafa lengi ásælst auðlindir okkar.

Frelsi - Jafnrétti - Bræðralag!

Á lykiltímum í veraldarsögunni þýðir ekki að hugsa smátt...Ísland verður að rísa undir hlutverki sínu.....

PS: Varðandi athugasemd síðasta ræðumanns....þá höfum við gömlu stjórnarskránna ekki mikið lengur. Fylgjumst vakandi með stjórnlagaþingi. Megi ljósið vera með þeim og forða þeim frá að taka ráðum blindra og óvandaðra.

Lykillinn (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 02:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband