Lygari til leigu

Steingrímur J. hlýtur að fá Samtök afneitara og Vilhjálm Egilsson ódýrt. Fjármálaráðherra telur sig geta sparað kaup á almannatengslaþjónustu með því að beita afneiturum úr röðum atvinnurekenda fyrir vagn sinn. Í vetur studdi Vilhjálmur Steingrím J. og ríkisstjórnina að hengja um 500 milljarða Iceasave-ábyrgð á almenning. Leiguþý ríkisstjórnarinnar hótuðu öllu illu ef ekki yrði að kröfum Breta og Hollendinga.

Þjóðin hafnaði Icesave í mars og Ísland varð ekki hornkerling í alþjóðahagkerfinu, og fór spádómsgáfa Vilhjálms þar fyrir lítið. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins tók í hnakkadrambið á formanni afneitara og krafði um afsökunarbeiðni. Derringslegt svar Vilhjálms og samtakanna er að biðjast forláts með þessum fyrirvara

Það verði hins vegar aldrei reiknað út í krónum og aurum hver gróðinn er eða tapið af því að hafa ekki afgreitt málið fyrr.

Vilhjálmur og SA voru klappstýrur útrásar í tæpan áratug. Má ekki biðja um útreikning í krónum og aurum á tapi þjóðarinnar á útrásinni?


mbl.is Telja nauðsynlegt að leysa Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband