Spilavítin þrjú

Íslensku bankarnir voru reknir á forsendum spilavítis þar sem eigendurnir tryggðu sér fyrirfram stærstu vinningana. Á milli bankanna þriggja var í gildi óformlegt samkomulag að komast undan reglum um viðskipti skyldra aðila. Eigendur Glitnis höfðu aðgang að láns hjá Kaupþingi og eigendur þar á bæ að lánsfé Glitnis; Landsbankinn var hluti af þessum undanskotum frá lögum um bankastarfsemi.

Þegar leið að lokum útrásarinnar voru allar fjáruppsprettur tæmdar og þá var komið að skapandi bókhaldi sem hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum vegna skýrslna sem slitastjórnir hafa fengið í hendur um framferði eigenda bankanna.

Hvernig stendur á því að fyrrum eigendur bankanna fái stuðning frá ríkisbanka eins og Landsbankanum til að stunda viðskipti hér á landi? Er Jón Ásgeir Jóhannesson með sína menn enn að störfum hjá endurreistum Landsbanka að skaf'ann að innan?

 


mbl.is Störf endurskoðenda rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Nú hafa þessir gerendur haft tvö ár frá því að upp komst um þjófnaðinn. Ennþá hefur enginn verið settur í gæskuvarðhald til þess að halda honum frá því að spilla sakargögnum. Fréttir um hugsanlega falsaðar tilfærslur þeirra á fé til erlendra banka sem ekki kannast við þær, vekja engin viðbrögð hérlendis. Bara skemmtiefni í Kastljósi.

Er hægt að vorkenna ÍSlendingum?

Halldór Jónsson, 9.12.2010 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband