Föstudagur, 3. desember 2010
Spillingin talar ekki upphátt
Hugarfarið sem ól af sér spillingu útrásartímans var fremur í ætt við sauðslega meðvirkni en einbeittan brotavilja. Auðmönnum tókst að skapa hópefli þar sem ,,allir" áttu að vera með að búa til meiri peninga. Þótt farið væri á svig við lög og reglur brotnar skipti það ekki máli. Aðalatriðið var að ,,allir" græddu.
Hrunið afhjúpaði blekkinguna. Eftir stóð nakin græðgi, spillt hugarfar, glæpavædd fyrirtæki og slóð lögbrota.
Til að bæta fyrir skaðann verður þeim að blæða sem bera ábyrgð. Mannorðsmissir, gjaldþrot og fangelsisvist eru refsingar við hæfi og þeim þarf að úthluta í réttum hlutföllum til höfuðpaura sem og til meðhlaupara í sauðagæru.
Krefur PwC um bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.