Ríkið oní hvers manns koppi

Ríkisstjórn með forgangsröðina í lagi, þokkalega dómgreind og sæmilega siðferðiskennd hefði gert eftirfarandi í málefnum skuldugra: Gefið út þeir sem keyptu íbúðir í fyrsta sinn á árabilinu 2005 til haustsins 2008 ættu rétt á leiðréttingu. Boðað að vaxtabætur kæmu til móts við hækkun lána og að þær væru tekjutengdar.

Að öðru leyti ætti fólk að sjá um sig sjálft. Það er ekki og verður ekki hlutverk ríkisins að fara ofaní smáatriðin í lífi fólks. Þeir sem taka lán og veðja á hækkun húsnæðis/hlutabréfa eða annarra eigna taka áhættu sem þeir eiga sjálfir að bera.

Allsherjar inngrip ríkisins í heimilisrekstur fólks veit ekki á gott.


mbl.is Rætt um verulegar afskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ég er viss um að þeir sem keyptu húsnæði í Desember árið 2004 verða feikna glaðir...

Hörður Þórðarson, 3.12.2010 kl. 08:16

2 identicon

Ég held þú misskiljir þetta, Páll.

Tækifærið er nú notað til að mala millistéttina mélinu smærra, auka forsjárhyggju, miðstýringu og afskipti af lífi borgaranna.

Þetta er meðvituð stefna öfgamanna.

Karl (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband