Seðlaprentun og draumur Dolla

Þýska hagkerfið er agað og með innbyggða andstyggð á verðbólgu. Weimar-lýðveldið fuðraði upp á verðbólgubáli. Dolli gerði sér mat úr því með kunnum afleiðingum. Í evru-samstarfinu fara Spánverjar fyrir þeim sem vilja að Evrópski seðlabankinn prenti seðla til að auka peningaflæði í botnlausa hít gjaldþrota bankakerfis. Hagspekin er fengin frá Bandaríkjunum þar sem rökin eru þau að verðbólga sé betri en verðhjöðnun.

Þjóðverjar eru á annarri skoðun og samkvæmt fréttum standa þeir á bremsunni. Fleira hangir þó á spýtunni en verðbólga. Þjóðverjum var lofað þegar þeir fórnuðu þýska markinu fyrir sameiginlega mynt með Frökkum (og nokkrum smáríkjum) að Þýskaland yrði ekki látið bera skuldir annarra ríkja. Hér stendur hnífurinn í kúnni.

Til að evran haldi velli verða Þjóðverjar að skrifa upp á skuldir Grikkja, Íra, Portúgala, Spánverja og annarra sem eru með evru sem lögeyri. Og það er einfaldlega óhugsandi að Þjóðverjar samþykki slíkt skuldabandalag nema að fá draum Dolla uppfylltan um að Evrópa lúti þýsku forræði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alfreð K

Deutschland, Deutschland überalles.

Überalles in der ... E.U.? (Því ekki það?) :)

Alfreð K, 4.12.2010 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband