Mánudagur, 29. nóvember 2010
Jóhanna Sig. þegir stíft
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hvatti almenning til þátttöku í kosningum til stjórnlagaþings með greinaskrifum í dagblöð og fjölmiðlayfirlýsingum. Rétt rúmur þriðjungur kosningabærra manna hlýddi kalli forsætisráðherra. Jóhanna hefur ekki látið svo lítið að gefa álit sitt á kosningunum.
Stjórnlagaþingið átti að vera áfangi í vegferð ríkisstjórnarinnar til Brussel og kjaftshöggið sem þau Jóhanna og Össur fá með stjórnlagaþingsfloppinu staðfestir einangrun Samfylkingarinnar í íslenskum stjórnmálum.
Þögn Jóhönnu gefur kannski til kynna að forsætisráðherra játar ósigur sinn?
Talningu lýkur ekki í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og þá er þjóðaratkvæðagreiðsla Jóhönnu og draumurinn um stjórnlagaþingið komið í færri gild atkvæði en kosningin um hundahaldið í borginni á sínum tíma. Nýtt Íslandsmet mælt í lítilli þátttöku. Jóhanna setur hvert metið á fætur öðru, innlend sem alþjóðleg í ýmsum greinum, en þjóðaratkvæðagreiðslur eru orðnar hennar sérgrein. Aðeins kátbrosleg 1.8% atkvæða með málstaði hennar og hagsmunagæsluliðs Breta og Hollendinga í Icesave er talið heimsmet. Þessi farsi núna kostar einhvern milljarðinn, á meðan lengjast raðirnar fyrir utan hjálpastofnanir eftir mataraðstoð. Fleiri milljarða kostar ESB ruglið sem þjóðin þarf að sitja uppi með þó svo að innan við 20% hennar telji einhvern hag að inngöngu. Núna þorir aldni forsætisráðherrann sem hafði svo hátt um stórfengleika stjórnlagaþingsins og þýðingu þess að kjósa, ekki undan rúminu til að biðja þjóðina afsökunar. - Dýr verður Jóhanna og Samfylkingin öll.
En er ekki öruggt að þau geti kennt Davíð um og sérstaklega 12.000 ónýtu atkvæðin?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 20:58
Það verður fróðlegt að heyra umræðuna um hvort stjórnlagaþingið verði marktækt ef svo fer að hófstilltu öflin nái meirihluta á þinginu. Mér heyrist menn vera byrjaðir að undirbúa þá útkomu samanber álit Stefaníu Óskarsdóttur í fréttum í dag. Þar finnur hún að því að tímaramminn sem þingið hafi sé of knappur, frambjóðendur hafi ekki haft tíma til að kynna sig fyrir kjósendum osfv. Einnig hálfskondin umræðan fyrir helgina þar sem Sjálfstæðismenn voru sakaðir um að senda út lista með nöfnum einstaklinga sem höfðu það sameiginlegt að vilja stilla breytingum á stjórnarskrá í hóf og sakaðir um að hvetja fólk til að kjósa eftir þessum listum. Síðan þegar ljóst var að áhugi á kosningunum var lítill, þá var það líka Sjálfstæðismönnum að kenna, því þeir hefðu verið á móti þessari uppákomu frá upphafi! Það er vandlifað !
Jóhanna er líka löglega afsökuð frá þvi að gefa einhverjar yfirlýsingar um þessar kosningar, hún hefur verið svo upptekin við það að smíða ,,skjaldborgina'' þannig að hún hefur vafalsut ekki mátt vera að því að fylgjast með fréttum undanfarna daga, hvað þá að talavið fréttamenn um eitthvað sem hún vissi ekkert um.
Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 22:28
Jóhanna er best í 2 hlutum
að halda kjafti
að vera í felum
Magnús Ágústsson, 30.11.2010 kl. 02:32
Skv. Merði árnasyni var þáttökuleysið Moggaklíkunni og Davíð að kenna.Samt var Mogginn ekki lesandi síðustu vikurnar fyrir greinum frá frambjóðendum til þingsins.Blað allra landsmanna, Fréttablaðið, sem hefur 187 % yfirburði yfir Mogga þandi sig í að hvetja vinstrafólkið til að kjósa. Einhverjir Sjálfstæðismenn létu lista ganga á milli sín með ábendingum um nöfn úr frambjóðendagerinu.
Allt kom fyrir ekki. Þjóðin, sem samanstendur af "fíflum sem kjósa fífl til að hjálpa fíflum að stela peningum" skv. Jónasi kristjánssyni, kom ekki á kjörstað að kjósa hann sjálfan á þingið.
Halldór Jónsson, 30.11.2010 kl. 08:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.