Gnarr til varnar stjórnmálaelítunni

Jón Gnarr bauð sig fram til að fá góð laun og vettvang til að auglýsa hliðarafurðir eins og kvikmyndir. Í stöðu borgarstjóra reynir Jón Gnarr hvað hann getur til að verja ríkjandi hagsmuni enda þiggur samfélagsstöðu í samræmi við þjónkun sína við elítuna.

Hótun Jóns Gnarr um að bjóða fram til alþingis er gerð til að þjappa stjórnmálaelítunni saman gegn kröfum um að almenningur fái að kjósa sér nýja fulltrúa.

Jón Gnarr ætti enga möguleika í örðum kosningum. Hann veit best sjálfur að sami brandarinn verður ekki tvisvar fyndinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Borgarstjóri ætlaði víst ekki að fara fram í sveitarstjórnarkosningum, samkvæmt því sem hann sagði í viðtali við Iceland Review árið 2008:

"My next comedic poject will be for me to run for parliament. I am going to run as an independent and be upfront that I am running for selfish reasons and that I don't intend doing a damn thing. I think I have a good chance.

Svo mörg voru þau orð.

Flosi Kristjánsson, 25.11.2010 kl. 16:40

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sammála,  Gnarrinn á varla séns með Bubba og vininn! 

Verra er, að steypan sem heldur fjórflokka-riflildinu saman, storknar rammskökk við svona daður.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.11.2010 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband